Kvennaboltinn er á uppleið og það kemur fram víða í kringum HM í Frakklandi. Í gær var enn eitt metið slegið er um 7 milljónir manna horfðu á leik enska kvennalandsliðsins gegn Kamerún í gær.
Það voru 6,9 milljónir sem horfðu á leikinn en gamla metið var 6,1 milljón. Það sem meira er þá voru 40,5 prósent sjónvarpsáhorfenda að horfa á leikinn. Það eru ansi góðar tölur.
Þetta áhorfsmet verður svo alveg örugglega slegið aftur á fimmtudag er liðið spilar í átta liða úrslitum HM gegn Noregi.
Það var mikið drama í leiknum gegn Kamerún í gær en vonandi fær fótboltinn að njóta sín í næsta leik.
Aldrei fleiri horft á kvennafótbolta á Englandi

Tengdar fréttir

Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit
England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna.

Neville: Leikmenn Kamerún ættu að skammast sín
Phil Neville, landsliðsþjálfari Englands, sagði framkomu leikmanna Kamerún í leiknum gegn Englandi í gær hafa verið skammarlega.

Kamerúnar æfir og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma
Mikil læti voru í leik Englands og Kamerún í 16-liða úrslitum HM kvenna í dag.

Þjálfari Kamerún þakkaði guði fyrir að hann hélt ró sinni: Þær neituðu aldrei að spila
Kamerún neitaði aldrei að halda leik áfram á móti Englandi í gær ef marka má orð þjálfara liðsins en hann hrósaði jafnframt liði sínu fyrir að sýna yfirvegun. Það eru þó ekki allir sammála þessu mati hans.