Johnson hótar því að draga Bretland samningslaust úr ESB Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 07:35 Boris Johnson er talinn sigurstranglegur í leiðtogavali Íhaldsflokksins. Hann yrði þá næsti forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Boris Johnson, sem er líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra Bretlands, segist vera full alvara með því að hann muni draga landið úr Evrópusambandinu án samnings náist ekki nýtt samkomulag um útgöngusáttmála í haust. Eins og sakir standa á Bretland að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Johnson segist í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC ætla að nýta hluta af samkomulagi Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra, við ESB en sækjast eftir nýjum samningi við evrópska ráðamenn. „Heit mitt er að ganga úr ESB á hrekkjavöku 31. októkber,“ segir Johnson sem er með pálmann í höndunum í leiðtogavali Íhaldsflokksins um þessar mundir. Fullyrti hann að fjöldi tæknilegra útfærslna væri til sem gæti komið í veg fyrir hörð landamæri á mörkum Norður-Írlands og Írlands. Fram að þessu hafa fulltrúar Evrópusambandsins hafnað því að semja aftur um útgönguna við Breta. Johnson segist ekki vilja útgöngu án samnings en að nauðsynlegt væri að halda möguleikanum á lofti til að fylgja kröfum Breta eftir. „Leiðin til að fá vini okkar og samstarfsfólk til að skilja hversu alvara okkur er óttast ég að sé að láta af uppgjöfinni og neikvæðninni sem hefur umlukið okkur í mikilli þoku svo lengi og að búa okkur undir WTO eða niðurstöðu án samnings af sjálfstrausti og alvöru,“ sagði Johnson við BBC og vísaði þar til útgöngu án samnings þar sem viðskipti milli Bretlands og ESB færu fram samkvæmt reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Johnson, sem mælist enn sem komið er með öruggt forskot á Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, í skoðanakönnunum fyrir leiðtogaval Íhaldsflokksins, hefur ekki tjáð sig opinberlega um atvik þar sem lögregla var kvödd til að heimili hans og kærustu hans í síðustu viku. Nágrannar hringdu á lögreglu vegna ótta um öryggi konu þar sem háreisti barst frá íbúð Johnson. „Ég tala ekki um hluti sem koma fjölskyldu minni við, ástvinum mínum. Það er mjög góð ástæða fyrir því. Það er ef þú gerir það,, dregur þau inn í hluti þá er það virkilega ekki sanngjarnt gegn þeim á sinn hátt,“ sagði Johnson í viðtalinu. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir „Ekki vera heigull, Boris“ Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag. 24. júní 2019 08:41 Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09 Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Boris Johnson, sem er líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra Bretlands, segist vera full alvara með því að hann muni draga landið úr Evrópusambandinu án samnings náist ekki nýtt samkomulag um útgöngusáttmála í haust. Eins og sakir standa á Bretland að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Johnson segist í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC ætla að nýta hluta af samkomulagi Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra, við ESB en sækjast eftir nýjum samningi við evrópska ráðamenn. „Heit mitt er að ganga úr ESB á hrekkjavöku 31. októkber,“ segir Johnson sem er með pálmann í höndunum í leiðtogavali Íhaldsflokksins um þessar mundir. Fullyrti hann að fjöldi tæknilegra útfærslna væri til sem gæti komið í veg fyrir hörð landamæri á mörkum Norður-Írlands og Írlands. Fram að þessu hafa fulltrúar Evrópusambandsins hafnað því að semja aftur um útgönguna við Breta. Johnson segist ekki vilja útgöngu án samnings en að nauðsynlegt væri að halda möguleikanum á lofti til að fylgja kröfum Breta eftir. „Leiðin til að fá vini okkar og samstarfsfólk til að skilja hversu alvara okkur er óttast ég að sé að láta af uppgjöfinni og neikvæðninni sem hefur umlukið okkur í mikilli þoku svo lengi og að búa okkur undir WTO eða niðurstöðu án samnings af sjálfstrausti og alvöru,“ sagði Johnson við BBC og vísaði þar til útgöngu án samnings þar sem viðskipti milli Bretlands og ESB færu fram samkvæmt reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Johnson, sem mælist enn sem komið er með öruggt forskot á Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, í skoðanakönnunum fyrir leiðtogaval Íhaldsflokksins, hefur ekki tjáð sig opinberlega um atvik þar sem lögregla var kvödd til að heimili hans og kærustu hans í síðustu viku. Nágrannar hringdu á lögreglu vegna ótta um öryggi konu þar sem háreisti barst frá íbúð Johnson. „Ég tala ekki um hluti sem koma fjölskyldu minni við, ástvinum mínum. Það er mjög góð ástæða fyrir því. Það er ef þú gerir það,, dregur þau inn í hluti þá er það virkilega ekki sanngjarnt gegn þeim á sinn hátt,“ sagði Johnson í viðtalinu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir „Ekki vera heigull, Boris“ Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag. 24. júní 2019 08:41 Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09 Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29 Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
„Ekki vera heigull, Boris“ Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins kallaði eftir því að keppinautur hans í leiðtogakjörinu, Boris Johnson, skorist ekki undan því að mæta í kappræður í sjónvarpssal nú í vikunni. Þá sagðist Hunt ekki myndu gagnrýna Johnson vegna lögregluútkalls að heimili þess síðarnefnda á föstudag. 24. júní 2019 08:41
Johnson og Hunt einir eftir í baráttunni um leiðtogasætið Johnson og Hunt munu nú berjast um hylli allra 160 þúsund meðlima Íhaldsflokksins. 20. júní 2019 18:09
Lögregla kölluð að heimili Boris Johnson Lögreglan í London var kölluð að heimili Boris Johnson, sem nú tekur þátt í leiðtogaslag Íhaldsflokksins. Lögreglan svaraði kalli nágranna sem heyrði Johnson og sambúðarkonu hans rífast. 22. júní 2019 08:29
Nágranninn sem hringdi á lögregluna stígur fram og segir sína hlið Maðurinn sem hringdi í lögregluna vegna rifrildis Boris Johnson og Carrie Symsonds, sambýliskonu hans, hefur stigið fram í viðtali við Guardian til þess að segja sína hlið á málinu. Hann hefur mátt þola áreiti vegna málsins en hann segist aðeins hafa hringt á lögregluna vegna þess að hann óttaðist um velferð nágranna sinna. 23. júní 2019 09:01