Þegar ég fór inn á stefnumótamarkaðinn, algjörlega blaut á bak við eyrun eftir að hafa eytt öllum fullorðinsárum mínum í sambandi, þá komst ég að því að þetta var aðeins flóknari leikur en ég hafði gert mér grein fyrir.
Fólk er ekkert alltaf að meina það sem það segir eða að segja það sem það meinar.
Að lesa í öll þessi duldu skilaboð og samtöl, sem fara yfirleitt fram rafrænt svona í byrjun, er bara hörkuvinna. Ég, þessi mikli mannþekkjari að mér fannst, missti síendurtekið prófið á innsæið mitt og skynsemi þegar kom að hinu kyninu.
Á þessum tíma var ég á þeim stað að ég nennti alls ekki einnar nætur ævintýri og hvað þá innihaldslausum samskiptum.
Skilaboðin byrjuðu að dælast inn einn eftirmiðdaginn og ég sá fljótt að hann var mjög fyndinn. Hann kunni að koma fyrir sig orði, hnyttinn í tilsvörum og greinilega klár strákur.Þegar hann hafði eytt nokkrum klukkutímum í að reyna að sannfæra mig um að koma að hitta sig þá ákvað ég að slá til.
Kannski svolítið áhugavert?
Af hverju ekki?
Ég bankaði varlega á dyrnar og hann tók á móti mér brosandi út að eyrum. Hmm, hann var bara svolítið sjarmerandi. Sjálfsöruggur og myndarlegur.
Íbúðin var lítil og mjög krúttleg en það var einhver skrítin lykt.
Hann tók mig mjög fljótlega í fangið og sagðist vera svo glaður að ég hefði komið.
Ég gleymdi lyktinni.
Mér fannst það pínu krúttlegt. Ég var upp með mér.
En hvaða lykt var þetta? Hann náði flótt að tæla mig í armana sína og byrjaði að kyssa mig af mikilli ástríðu. Svo stoppaði hann og vildi spjalla meira. Hrósin dundu yfir mig á milli kossa.
Það er kannski skemmst frá því að segja að þessi þriðjudagsheimsókn í miðbæinn endaði í láréttri stöðu inni í svefnherbergi, algjörlega andstætt því sem ég ætlaði mér.En þegar ég lá í fangi hans náði ég að sannfæra mig um að þetta væri kannski bara svolítið rómantískt.
Ég þarf sko að vakna mjög snemma!Ég hafði sjaldan orðið vitni að svona skarpri gírskiptingu en var fljót að kveikja á því hvað hann var að meina.
Auðvitað! sagði ég og henti mér í fötin. Þegar ég var orðin fullklædd og komin í dyragættina þá hallað hann sér að mér brosandi, kyssti mig og sagði:
Þetta var mjög næs en getur þú gert mér smá greiða?Ha? já, auðvitað! sagði ég hikandi enn þá að ströggla við að hnoða minni gírstöng í bakkgír.
Hann vippaði sér inn í eldhús og sótti þrjá troðfulla ruslapoka.
LYKTIN!
Getur þú tekið þetta með þér á leiðinni út?
Þegar ég var búin að henda hinni heilögu ruslaþrennu ásamt sjálfsvirðingunni minni í tunnuna fyrir utan íbúðina hans þá fann ég ennþá lykt.
Það var einhver óþefur af þessu allan tímann.