Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans Arnar Tómas skrifar 26. júní 2019 07:00 WOW Cyclothon keppnin fór af stað í gær. Fréttablaðið/Valli Emil Þór Guðmundsson, hjólreiðamaður og einn eigenda reiðhjólaverslunarinnar Kría hjól, segir rekstur verslunar sinnar hafa gengið vel í sumar í takt við góðar aðstæður til hjólreiða. „Salan er búin að vera mjög góð. Þetta helst svolítið í hendur við veðrið en það er náttúrulega búið að vera eins og á Ibiza í Reykjavík í sumar.“ Emil bætir við að með góða veðrinu komi fleira fólk sem ekki er hefðbundnir hjólreiðaáhugamenn. „Það er hugur í mönnum þegar það er gott veður, þá langar alla út að hjóla.“ Með auknum hjólreiðaáhuga landsmanna hafa keppnir í íþróttinni á borð við WOW Cyclothon orðið æ meira áberandi, en keppnin hófst í gær í áttunda skipti. Björk Kristjánsdóttir keppnisstjóri segir keppendur færri í ár en í fyrra en stemningin sé gríðarlega góð. „Síðast þegar ég vissi voru um 650 keppendur búnir að skrá sig en þeir voru 1.050 í fyrra. Það er samt gríðarlega mikil stemning og við erum sátt með keppendafjölda enda er árið búið að vera erfitt,“ segir Björk, en WOW air hefur verið helsti styrktaraðili keppninnar frá upphafi. Líkt og frægt er orðið var flugfélagið tekið til gjaldþrotaskipta á dögunum. Björk segir keppnina þó ekki vera í neinni hættu og segist bjartsýn á framtíðina. „Við fengum líka nýja og góða styrktaraðila í ár.“ Emil segir starfsmenn Kríu ekki vera með lið í WOW Cyclothon í ár en þeir taki þó þátt með öðrum liðum í keppninni. „Það er eins og það sé aðeins minni áhugi á keppninni í ár en þetta er að sjálfsögðu rosa gaman og maður dáist að þeim sem keppa í einstaklingskeppninni.“ Emil er sjálfur mikill hjólreiðamaður og hjólaði á dögunum á Bláfjöll ásamt bandarísku hjólreiðagoðsögninni Lance Armstrong sem var staddur á landinu. „Hann var á landinu í fríi með eiginkonu sinni og langaði að taka smá hjólatúr með strákunum. Hann er algjör toppmaður,“ segir Emil en hópurinn heimsótti meðal annars Þríhnjúkagíg á vegum Inside the Volcano áður en haldið var aftur í höfuðborgina með hjólreiðakappanum heimsfræga. Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Wow Cyclothon Tengdar fréttir WOW Cyclothon-söfnunin hófst með „samhjóli“ Aðalstyrkur keppninnar í ár rennur til sumarbúðar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. 12. júní 2019 22:27 Cyclothonið áfram undir merkjum WOW þó að „augljóslega“ þurfi að uppfæra skráningarsíðuna Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin í ár og enn undir merkjum flugfélagsins WOW air, þrátt fyrir að félagið hafi hætti starfsemi. 17. apríl 2019 13:58 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Sjá meira
Emil Þór Guðmundsson, hjólreiðamaður og einn eigenda reiðhjólaverslunarinnar Kría hjól, segir rekstur verslunar sinnar hafa gengið vel í sumar í takt við góðar aðstæður til hjólreiða. „Salan er búin að vera mjög góð. Þetta helst svolítið í hendur við veðrið en það er náttúrulega búið að vera eins og á Ibiza í Reykjavík í sumar.“ Emil bætir við að með góða veðrinu komi fleira fólk sem ekki er hefðbundnir hjólreiðaáhugamenn. „Það er hugur í mönnum þegar það er gott veður, þá langar alla út að hjóla.“ Með auknum hjólreiðaáhuga landsmanna hafa keppnir í íþróttinni á borð við WOW Cyclothon orðið æ meira áberandi, en keppnin hófst í gær í áttunda skipti. Björk Kristjánsdóttir keppnisstjóri segir keppendur færri í ár en í fyrra en stemningin sé gríðarlega góð. „Síðast þegar ég vissi voru um 650 keppendur búnir að skrá sig en þeir voru 1.050 í fyrra. Það er samt gríðarlega mikil stemning og við erum sátt með keppendafjölda enda er árið búið að vera erfitt,“ segir Björk, en WOW air hefur verið helsti styrktaraðili keppninnar frá upphafi. Líkt og frægt er orðið var flugfélagið tekið til gjaldþrotaskipta á dögunum. Björk segir keppnina þó ekki vera í neinni hættu og segist bjartsýn á framtíðina. „Við fengum líka nýja og góða styrktaraðila í ár.“ Emil segir starfsmenn Kríu ekki vera með lið í WOW Cyclothon í ár en þeir taki þó þátt með öðrum liðum í keppninni. „Það er eins og það sé aðeins minni áhugi á keppninni í ár en þetta er að sjálfsögðu rosa gaman og maður dáist að þeim sem keppa í einstaklingskeppninni.“ Emil er sjálfur mikill hjólreiðamaður og hjólaði á dögunum á Bláfjöll ásamt bandarísku hjólreiðagoðsögninni Lance Armstrong sem var staddur á landinu. „Hann var á landinu í fríi með eiginkonu sinni og langaði að taka smá hjólatúr með strákunum. Hann er algjör toppmaður,“ segir Emil en hópurinn heimsótti meðal annars Þríhnjúkagíg á vegum Inside the Volcano áður en haldið var aftur í höfuðborgina með hjólreiðakappanum heimsfræga.
Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Wow Cyclothon Tengdar fréttir WOW Cyclothon-söfnunin hófst með „samhjóli“ Aðalstyrkur keppninnar í ár rennur til sumarbúðar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. 12. júní 2019 22:27 Cyclothonið áfram undir merkjum WOW þó að „augljóslega“ þurfi að uppfæra skráningarsíðuna Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin í ár og enn undir merkjum flugfélagsins WOW air, þrátt fyrir að félagið hafi hætti starfsemi. 17. apríl 2019 13:58 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Sjá meira
WOW Cyclothon-söfnunin hófst með „samhjóli“ Aðalstyrkur keppninnar í ár rennur til sumarbúðar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. 12. júní 2019 22:27
Cyclothonið áfram undir merkjum WOW þó að „augljóslega“ þurfi að uppfæra skráningarsíðuna Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin í ár og enn undir merkjum flugfélagsins WOW air, þrátt fyrir að félagið hafi hætti starfsemi. 17. apríl 2019 13:58
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent