Heimilisfaðirinn úr "Alf“ látinn Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 11:13 Wright (lengst til vinstri) ásamt leikarahópnum úr Alf árið 1987. Vísir/Getty Max Wright, leikarinn sem var þekktastur fyrir að túlka hlutverk heimilisföðurins í gamaþættinum „Alf“ á 9. Áratugnum, er látinn, 75 ára að aldri. Wright greindist með eitilfrumukrabbamein árið 1995 en sjúkdómurinn er sagður hafa verið í rénun lengi.Slúðurvefsíðan Tmz segir að Wright hafi andast á heimili sínu á Fögruströnd í Kaliforníu rétt fyrir utan Los Angeles. Eiginkona hans til áratuga, Linda Ybarrondo, lést af völdum brjóstakrabbameins fyrir tveimur árum. Þau áttu tvö börn saman. „Alf“ voru vinsælir gamanþættir sem gengu í fjórar þáttaraðir frá 1986 til 1990. Þeir fjölluðu um geimveruna Alf sem brotlendir á jörðinni og hefur sérstakan smekk fyrir köttum. Wright lék Willie Tanner, heimilisföður fjölskyldunnar sem tekur Alf upp á sína arma. Auk „Alf“ kom Wright fram í fjölda annarra þátta, þar á meðal „Vinum“, „Murphy Brown“, „Skammtastökki“ og „Staupasteini“.Max Wright, veteran TV actor and Willie Tanner on ALF, dies at 75 https://t.co/z3tEV2hohr— Entertainment Weekly (@EW) June 26, 2019 Andlát Bandaríkin Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Max Wright, leikarinn sem var þekktastur fyrir að túlka hlutverk heimilisföðurins í gamaþættinum „Alf“ á 9. Áratugnum, er látinn, 75 ára að aldri. Wright greindist með eitilfrumukrabbamein árið 1995 en sjúkdómurinn er sagður hafa verið í rénun lengi.Slúðurvefsíðan Tmz segir að Wright hafi andast á heimili sínu á Fögruströnd í Kaliforníu rétt fyrir utan Los Angeles. Eiginkona hans til áratuga, Linda Ybarrondo, lést af völdum brjóstakrabbameins fyrir tveimur árum. Þau áttu tvö börn saman. „Alf“ voru vinsælir gamanþættir sem gengu í fjórar þáttaraðir frá 1986 til 1990. Þeir fjölluðu um geimveruna Alf sem brotlendir á jörðinni og hefur sérstakan smekk fyrir köttum. Wright lék Willie Tanner, heimilisföður fjölskyldunnar sem tekur Alf upp á sína arma. Auk „Alf“ kom Wright fram í fjölda annarra þátta, þar á meðal „Vinum“, „Murphy Brown“, „Skammtastökki“ og „Staupasteini“.Max Wright, veteran TV actor and Willie Tanner on ALF, dies at 75 https://t.co/z3tEV2hohr— Entertainment Weekly (@EW) June 26, 2019
Andlát Bandaríkin Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein