Heimilisfaðirinn úr "Alf“ látinn Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 11:13 Wright (lengst til vinstri) ásamt leikarahópnum úr Alf árið 1987. Vísir/Getty Max Wright, leikarinn sem var þekktastur fyrir að túlka hlutverk heimilisföðurins í gamaþættinum „Alf“ á 9. Áratugnum, er látinn, 75 ára að aldri. Wright greindist með eitilfrumukrabbamein árið 1995 en sjúkdómurinn er sagður hafa verið í rénun lengi.Slúðurvefsíðan Tmz segir að Wright hafi andast á heimili sínu á Fögruströnd í Kaliforníu rétt fyrir utan Los Angeles. Eiginkona hans til áratuga, Linda Ybarrondo, lést af völdum brjóstakrabbameins fyrir tveimur árum. Þau áttu tvö börn saman. „Alf“ voru vinsælir gamanþættir sem gengu í fjórar þáttaraðir frá 1986 til 1990. Þeir fjölluðu um geimveruna Alf sem brotlendir á jörðinni og hefur sérstakan smekk fyrir köttum. Wright lék Willie Tanner, heimilisföður fjölskyldunnar sem tekur Alf upp á sína arma. Auk „Alf“ kom Wright fram í fjölda annarra þátta, þar á meðal „Vinum“, „Murphy Brown“, „Skammtastökki“ og „Staupasteini“.Max Wright, veteran TV actor and Willie Tanner on ALF, dies at 75 https://t.co/z3tEV2hohr— Entertainment Weekly (@EW) June 26, 2019 Andlát Bandaríkin Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Max Wright, leikarinn sem var þekktastur fyrir að túlka hlutverk heimilisföðurins í gamaþættinum „Alf“ á 9. Áratugnum, er látinn, 75 ára að aldri. Wright greindist með eitilfrumukrabbamein árið 1995 en sjúkdómurinn er sagður hafa verið í rénun lengi.Slúðurvefsíðan Tmz segir að Wright hafi andast á heimili sínu á Fögruströnd í Kaliforníu rétt fyrir utan Los Angeles. Eiginkona hans til áratuga, Linda Ybarrondo, lést af völdum brjóstakrabbameins fyrir tveimur árum. Þau áttu tvö börn saman. „Alf“ voru vinsælir gamanþættir sem gengu í fjórar þáttaraðir frá 1986 til 1990. Þeir fjölluðu um geimveruna Alf sem brotlendir á jörðinni og hefur sérstakan smekk fyrir köttum. Wright lék Willie Tanner, heimilisföður fjölskyldunnar sem tekur Alf upp á sína arma. Auk „Alf“ kom Wright fram í fjölda annarra þátta, þar á meðal „Vinum“, „Murphy Brown“, „Skammtastökki“ og „Staupasteini“.Max Wright, veteran TV actor and Willie Tanner on ALF, dies at 75 https://t.co/z3tEV2hohr— Entertainment Weekly (@EW) June 26, 2019
Andlát Bandaríkin Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira