Búinn að bíða lengi eftir þessu Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. júní 2019 14:00 Hinn 31 árs gamli Kolbeinn barðist fyrst sem atvinnumaður í hnefaleikum fyrir 5 árum. Fréttablaðið/Valli Kolbeinn Kristinsson snýr aftur inn í hnefaleikahringinn um helgina þegar hann mætir heimamanninum Gyorgy Kutasi í Búdapest í Ungverjalandi. Bardaginn var staðfestur fyrr í vikunni og fær Kolbeinn því afar stuttan undirbúningstíma en kærkomin bardaga eftir langa fjarveru. Þetta verður fyrsti bardagi Kolbeins í þrettán mánuði og aðeins annar bardagi hans í rúm tvö ár. Til þessa á atvinnumannsferlinum hefur Kolbeinn unnið alla tíu bardaga sína. Eftir bardaga gegn Gennadi Mentsikainen síðasta vor tók Kolbeinn sér hlé frá keppni til að skipta um þjálfara. Þegar það var komið á hreint á síðasta ári gekk illa að finna bardaga því Kolbeinn kom oft að lokuðum dyrum. Kolbeinn var nýkominn til Ungverjalands þegar Fréttablaðið náði í hann eftir að hann hafði æft í Finnlandi undanfarnar vikur. „Þetta er búið að vera þrautaganga, við erum búin að leita að bardaga lengi og það er léttir að þetta sé komið á hreint og á sama tíma spenna,“ sagði Kolbeinn spurður út í biðina. „Við höfum verið í viðræðum við þá sem skipuleggja bardagakvöldin og það var oftast ekki pláss á kvöldinu. Það þarf að hafa tengsl til að komast inn á þessi kvöld og það vantaði oft aðeins upp á tengslin til að komast að. Ég er búinn að horfa á hverja einustu helgi í langan tíma með það að markmiði að berjast þá. Síðan kemur þetta upp um síðustu helgi og þetta var bara staðfest í þessari viku. Þegar við förum inn í hringinn eru fjórir dagar liðnir síðan bardaginn var staðfestur,“ sagði Kolbeinn léttur um aðdraganda bardagans. Kolbeinn hefur því ekki haft mikinn tíma til að skoða andstæðing sinn, Gyorgy Kutasi. „Ég veit í raun ekki mikið um hann sem bardagamann. Ég veit að hann er 1,83 á hæð og rétthentur en það var ekki til mikið af gögnum um hann. Það ætti samt ekki að skipta mig of miklu máli hversu mikið ég veit um hann sem bardagakappa. Það skiptir mig bara öllu máli að koma hjólunum aftur af stað og fara að berjast á ný.“ Gyorgy hefur unnið fjóra bardaga af fjórtán á níu ára atvinnumannsferli en hefur verið að sækja í sig veðrið. Í síðustu þremur bardögum hefur Gyorgy tekist að vinna tvo með rothöggi. Kolbeinn hóf að vinna með nýjum þjálfara, Javan ‘Sugar’ Hill Steward, fyrir áramót og var í æfingabúðum í Bandaríkjunum eftir áramót. „Það hefur gengið vel, ég æfði undir hans handleiðslu og til stóð að ég myndi berjast í júní í Bandaríkjunum en það féll niður. Ég var búinn að sækja um vegabréfsáritun og allt þegar það féll niður. Þá fór ég heim og var að æfa en var alltaf að æfa eins og næsti bardagi væri handan hornsins. Allt þetta ár er búið að snúast um að komast aftur inn í hringinn og það er léttir að það sé loksins komið á hreint. Ég er í raun búinn að vera tilbúinn að berjast síðan í janúar.“ Aðspurður sagðist Kolbeinn hafa verið tilbúinn að stíga inn í hringinn frá áramótunum. „Ég er búinn að vera að æfa í níu vikur fyrir þetta kvöld og ég er kominn á þann stað sem ég vil vera á. Núna er það bara að viðhalda þessu fyrir bardagann,“ sagði Kolbeinn og hélt áfram: „Ég fór upprunalega til Finnlands til að æfa í nokkra daga og boxa smá áður en ég færi heim til að fá tilfinninguna á ný en þeir báðu mig um að vera lengur svo ég er búinn að vera þar í þrjár vikur að æfa með Robert Helenius,“ sagði Kolbeinn sem kemur beint úr æfingabúðum í Finnlandi í bardagann. „Við komum til Ungverjalands í gær, dagurinn í dag verður nýttur í smá endurhæfingu og svo er vigtun og öll formsatriðin á laugardaginn fyrir bardaga.“ Keppnin fer fram utanhúss í höfuðborg Ungverjalands og má búast við að það verði um 20-25 gráðu hiti í Búdapest þegar bardaginn hefst annað kvöld. „Bardaginn fer fram úti um kvöldið, það verður áhugavert. Vonandi verður ekki of heitt þarna,“ sagði Kolbeinn og tók undir að tuttugu stiga hiti myndi henta honum vel. Birtist í Fréttablaðinu Box Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ Sjá meira
Kolbeinn Kristinsson snýr aftur inn í hnefaleikahringinn um helgina þegar hann mætir heimamanninum Gyorgy Kutasi í Búdapest í Ungverjalandi. Bardaginn var staðfestur fyrr í vikunni og fær Kolbeinn því afar stuttan undirbúningstíma en kærkomin bardaga eftir langa fjarveru. Þetta verður fyrsti bardagi Kolbeins í þrettán mánuði og aðeins annar bardagi hans í rúm tvö ár. Til þessa á atvinnumannsferlinum hefur Kolbeinn unnið alla tíu bardaga sína. Eftir bardaga gegn Gennadi Mentsikainen síðasta vor tók Kolbeinn sér hlé frá keppni til að skipta um þjálfara. Þegar það var komið á hreint á síðasta ári gekk illa að finna bardaga því Kolbeinn kom oft að lokuðum dyrum. Kolbeinn var nýkominn til Ungverjalands þegar Fréttablaðið náði í hann eftir að hann hafði æft í Finnlandi undanfarnar vikur. „Þetta er búið að vera þrautaganga, við erum búin að leita að bardaga lengi og það er léttir að þetta sé komið á hreint og á sama tíma spenna,“ sagði Kolbeinn spurður út í biðina. „Við höfum verið í viðræðum við þá sem skipuleggja bardagakvöldin og það var oftast ekki pláss á kvöldinu. Það þarf að hafa tengsl til að komast inn á þessi kvöld og það vantaði oft aðeins upp á tengslin til að komast að. Ég er búinn að horfa á hverja einustu helgi í langan tíma með það að markmiði að berjast þá. Síðan kemur þetta upp um síðustu helgi og þetta var bara staðfest í þessari viku. Þegar við förum inn í hringinn eru fjórir dagar liðnir síðan bardaginn var staðfestur,“ sagði Kolbeinn léttur um aðdraganda bardagans. Kolbeinn hefur því ekki haft mikinn tíma til að skoða andstæðing sinn, Gyorgy Kutasi. „Ég veit í raun ekki mikið um hann sem bardagamann. Ég veit að hann er 1,83 á hæð og rétthentur en það var ekki til mikið af gögnum um hann. Það ætti samt ekki að skipta mig of miklu máli hversu mikið ég veit um hann sem bardagakappa. Það skiptir mig bara öllu máli að koma hjólunum aftur af stað og fara að berjast á ný.“ Gyorgy hefur unnið fjóra bardaga af fjórtán á níu ára atvinnumannsferli en hefur verið að sækja í sig veðrið. Í síðustu þremur bardögum hefur Gyorgy tekist að vinna tvo með rothöggi. Kolbeinn hóf að vinna með nýjum þjálfara, Javan ‘Sugar’ Hill Steward, fyrir áramót og var í æfingabúðum í Bandaríkjunum eftir áramót. „Það hefur gengið vel, ég æfði undir hans handleiðslu og til stóð að ég myndi berjast í júní í Bandaríkjunum en það féll niður. Ég var búinn að sækja um vegabréfsáritun og allt þegar það féll niður. Þá fór ég heim og var að æfa en var alltaf að æfa eins og næsti bardagi væri handan hornsins. Allt þetta ár er búið að snúast um að komast aftur inn í hringinn og það er léttir að það sé loksins komið á hreint. Ég er í raun búinn að vera tilbúinn að berjast síðan í janúar.“ Aðspurður sagðist Kolbeinn hafa verið tilbúinn að stíga inn í hringinn frá áramótunum. „Ég er búinn að vera að æfa í níu vikur fyrir þetta kvöld og ég er kominn á þann stað sem ég vil vera á. Núna er það bara að viðhalda þessu fyrir bardagann,“ sagði Kolbeinn og hélt áfram: „Ég fór upprunalega til Finnlands til að æfa í nokkra daga og boxa smá áður en ég færi heim til að fá tilfinninguna á ný en þeir báðu mig um að vera lengur svo ég er búinn að vera þar í þrjár vikur að æfa með Robert Helenius,“ sagði Kolbeinn sem kemur beint úr æfingabúðum í Finnlandi í bardagann. „Við komum til Ungverjalands í gær, dagurinn í dag verður nýttur í smá endurhæfingu og svo er vigtun og öll formsatriðin á laugardaginn fyrir bardaga.“ Keppnin fer fram utanhúss í höfuðborg Ungverjalands og má búast við að það verði um 20-25 gráðu hiti í Búdapest þegar bardaginn hefst annað kvöld. „Bardaginn fer fram úti um kvöldið, það verður áhugavert. Vonandi verður ekki of heitt þarna,“ sagði Kolbeinn og tók undir að tuttugu stiga hiti myndi henta honum vel.
Birtist í Fréttablaðinu Box Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ Sjá meira