Er hægt að borða kökuna og geyma hana líka? Árni Stefánsson skrifar 28. júní 2019 08:00 Á stjórnarfundi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) 24. maí var ákveðið að lækka fasta vexti á verðtryggðum sjóðfélagalánum um 0,2% og hækka breytilega verðtryggða vexti um 0,2%. Vaxtalækkunin fékk enga athygli en öðru máli gegndi um vaxtahækkunina. Formaður VR hefur í framhaldi farið mikinn í fjölmiðlum, lýst ákvörðuninni sem rakalausri geðþóttaákvörðun, gagnrýnt væntanlega hækkun breytilegra vaxta og ásakað fulltrúa VR í stjórninni um trúnaðarbrest. Í framhaldi samþykktu stjórn og fulltrúaráð VR tillögu hans um að setja fulltrúa VR í stjórn LV af. Ástæða þess að breytilegu vextirnir hækka lítillega í ágúst er að breytt var um vaxtaviðmið. Sú ákvörðun átti sér fagleg rök og langan aðdraganda sem formaður VR horfir þó framhjá. Þrátt fyrir komandi hækkun verða vextir sjóðsins áfram meðal allra lægstu vaxta sem bjóðast á sambærilegum lánum. Vandséð er hvaða hagsmunum það þjónar að ráðast gegn fulltrúum félagsins í stjórn LV, öðrum stjórnarmönnum og starfsmönnum sjóðsins. Þetta fólk hefur lagt sig fram um að vinna faglega og efla hag sjóðfélaga. Umboðsskylda stjórnarmanna LV er við sjóðfélaga lífeyrissjóðsins. Svo virðist sem formanni VR mislíki að þeir fulltrúar sem VR skipaði í stjórnina hafi ekki borið einstakar ákvarðanir á sviði stjórnar LV sérstaklega undir hann. Slíkt væri þó ekki í takt við góða stjórnarhætti, lög um lífeyrissjóði eða starfsreglur sjóðsins. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni 21. júní jánkaði Ragnar Þór því að ástæðan fyrir að setja inn nýja stjórnarmenn væri „að sjálfsögðu“ til að draga til baka vaxtaákvörðunina. Gera má ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið taki þær yfirlýsingar til skoðunar enda gefa þær tilefni til að áhyggjur þurfi að hafa af sjálfstæði stjórnarmanna skipaðra af VR eigi þeir sífellt á hættu að vera skipt út taki þeir einhverja ákvörðun sem ekki hugnast formanni VR. Hlutverk lífeyrissjóða er að ávaxta þá fjármuni sjóðfélaga sem lífeyrissjóðir taka við til að standa undir lífeyrisgreiðslum til framtíðar. Gangi vel njóta sjóðfélagar þess í auknum lífeyrisréttindum, gangi hins vegar illa að ávaxta fjármunina til lengri tíma kæmi óhjákvæmilega til réttindaskerðinga. Komið hefur fram að um 3.700 sjóðfélagar hafa verðtryggð lán á breytilegum vöxtum hjá LV en við sjóðfélagar erum í heildina um 170.000. Eigi að breyta hlutverki lífeyrissjóða s.s. til að lána til einstakra sjóðfélaga eða til byggingafélaga á kjörum undir almennum markaðskjörum, eins og formaður VR hefur talað fyrir, þyrfti áður að breyta lögum um lífeyrissjóði og jafnframt fara fram umfangsmikil umræða um hvort sjóðfélagar styðji slíkar stefnubreytingar. Slíkt kynni að að færa sjóðfélögum ákveðin gæði framan af ævi sem og þeim sem væru að koma sér þaki yfir höfuðið en myndi síðan birtast í lakari lífeyrisrétti í framtíðinni. Þessu til rökstuðnings má vísa til útreikninga sem Bjarni Þórðarson tryggingastærðfræðingur tók saman veturinn 2011-2012, að beiðni fjármálaráðuneytisins, sem sýna hvaða réttindaskerðingu sjóðfélagar í almennum lífeyrissjóðum mættu búast við ef vaxtaviðmið lífeyrissjóða væri lækkað. Þar kom fram að að ef vaxtaviðmið lækkar úr 3,5% í 2,5% myndi nauðsynleg skerðing áunninna lífeyrisréttinda þrítugs sjóðfélaga verða 36%, fertugs 29,5%, fimmtugs 22,5% og sextugs 14,5%. Það er ljóst að margir sjóðfélagar myndu ekki fella sig við slíkar stefnubreytingar. Það er margsannað að ekki er hægt að borða kökuna og geyma hana á sama tíma. Mikilvægt er að umræða sé á málefnalegum grundvelli og popúlismi eða gífuryrði nái ekki yfirhöndinni. Lífeyrissjóðakerfið er ein meginstoða þjóðfélagsins og hagur okkar allra að um það ríki sátt. Við sem veljumst þar til trúnaðarstarfa þurfum að vanda til verka og tryggja að ákvarðanir séu teknar í takt við lög og góða stjórnarhætti, með hagsmuni sjóðfélaga og heildarinnar að leiðarljósi. Ítarleg útgáfa af greininni er á vef LV, www.live.is. Höfundur er sjóðfélagi og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Á stjórnarfundi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) 24. maí var ákveðið að lækka fasta vexti á verðtryggðum sjóðfélagalánum um 0,2% og hækka breytilega verðtryggða vexti um 0,2%. Vaxtalækkunin fékk enga athygli en öðru máli gegndi um vaxtahækkunina. Formaður VR hefur í framhaldi farið mikinn í fjölmiðlum, lýst ákvörðuninni sem rakalausri geðþóttaákvörðun, gagnrýnt væntanlega hækkun breytilegra vaxta og ásakað fulltrúa VR í stjórninni um trúnaðarbrest. Í framhaldi samþykktu stjórn og fulltrúaráð VR tillögu hans um að setja fulltrúa VR í stjórn LV af. Ástæða þess að breytilegu vextirnir hækka lítillega í ágúst er að breytt var um vaxtaviðmið. Sú ákvörðun átti sér fagleg rök og langan aðdraganda sem formaður VR horfir þó framhjá. Þrátt fyrir komandi hækkun verða vextir sjóðsins áfram meðal allra lægstu vaxta sem bjóðast á sambærilegum lánum. Vandséð er hvaða hagsmunum það þjónar að ráðast gegn fulltrúum félagsins í stjórn LV, öðrum stjórnarmönnum og starfsmönnum sjóðsins. Þetta fólk hefur lagt sig fram um að vinna faglega og efla hag sjóðfélaga. Umboðsskylda stjórnarmanna LV er við sjóðfélaga lífeyrissjóðsins. Svo virðist sem formanni VR mislíki að þeir fulltrúar sem VR skipaði í stjórnina hafi ekki borið einstakar ákvarðanir á sviði stjórnar LV sérstaklega undir hann. Slíkt væri þó ekki í takt við góða stjórnarhætti, lög um lífeyrissjóði eða starfsreglur sjóðsins. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni 21. júní jánkaði Ragnar Þór því að ástæðan fyrir að setja inn nýja stjórnarmenn væri „að sjálfsögðu“ til að draga til baka vaxtaákvörðunina. Gera má ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið taki þær yfirlýsingar til skoðunar enda gefa þær tilefni til að áhyggjur þurfi að hafa af sjálfstæði stjórnarmanna skipaðra af VR eigi þeir sífellt á hættu að vera skipt út taki þeir einhverja ákvörðun sem ekki hugnast formanni VR. Hlutverk lífeyrissjóða er að ávaxta þá fjármuni sjóðfélaga sem lífeyrissjóðir taka við til að standa undir lífeyrisgreiðslum til framtíðar. Gangi vel njóta sjóðfélagar þess í auknum lífeyrisréttindum, gangi hins vegar illa að ávaxta fjármunina til lengri tíma kæmi óhjákvæmilega til réttindaskerðinga. Komið hefur fram að um 3.700 sjóðfélagar hafa verðtryggð lán á breytilegum vöxtum hjá LV en við sjóðfélagar erum í heildina um 170.000. Eigi að breyta hlutverki lífeyrissjóða s.s. til að lána til einstakra sjóðfélaga eða til byggingafélaga á kjörum undir almennum markaðskjörum, eins og formaður VR hefur talað fyrir, þyrfti áður að breyta lögum um lífeyrissjóði og jafnframt fara fram umfangsmikil umræða um hvort sjóðfélagar styðji slíkar stefnubreytingar. Slíkt kynni að að færa sjóðfélögum ákveðin gæði framan af ævi sem og þeim sem væru að koma sér þaki yfir höfuðið en myndi síðan birtast í lakari lífeyrisrétti í framtíðinni. Þessu til rökstuðnings má vísa til útreikninga sem Bjarni Þórðarson tryggingastærðfræðingur tók saman veturinn 2011-2012, að beiðni fjármálaráðuneytisins, sem sýna hvaða réttindaskerðingu sjóðfélagar í almennum lífeyrissjóðum mættu búast við ef vaxtaviðmið lífeyrissjóða væri lækkað. Þar kom fram að að ef vaxtaviðmið lækkar úr 3,5% í 2,5% myndi nauðsynleg skerðing áunninna lífeyrisréttinda þrítugs sjóðfélaga verða 36%, fertugs 29,5%, fimmtugs 22,5% og sextugs 14,5%. Það er ljóst að margir sjóðfélagar myndu ekki fella sig við slíkar stefnubreytingar. Það er margsannað að ekki er hægt að borða kökuna og geyma hana á sama tíma. Mikilvægt er að umræða sé á málefnalegum grundvelli og popúlismi eða gífuryrði nái ekki yfirhöndinni. Lífeyrissjóðakerfið er ein meginstoða þjóðfélagsins og hagur okkar allra að um það ríki sátt. Við sem veljumst þar til trúnaðarstarfa þurfum að vanda til verka og tryggja að ákvarðanir séu teknar í takt við lög og góða stjórnarhætti, með hagsmuni sjóðfélaga og heildarinnar að leiðarljósi. Ítarleg útgáfa af greininni er á vef LV, www.live.is. Höfundur er sjóðfélagi og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar