Góð uppskera á þingvetrinum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 28. júní 2019 08:00 Í ati hversdagsins, þar sem hraði samfélagsmiðlanna ræður för, hættir okkur oft til að gleyma því sem gert hefur verið. Þannig tekur eitt við af öðru, lifir í umræðunni stundarkorn og víkur svo fyrir því næsta. Þingi var frestað í síðustu viku. Mesta athygli á liðnum þingvetri vakti málþóf Miðflokksins, eðlilega. Ýmislegt fleira gerðist þó á þessu þingi og þegar litið er yfir sviðið sést að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur komið ansi mörgum framfaramálum í gegnum þingið. Frumvarp forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði er orðið að lögum. Þar er að finna umfangsmikla réttarbót sem löngu er orðin tímabær. Þá er einnig, að undirlagi heilbrigðisráðherra, búið að breyta löggjöf um þungunarrof og tryggja í sessi rétt kvenna yfir eigin líkama og einnig má nefna lög um ófrjósemisaðgerðir sem tryggja sjálfsforræði í ákvörðunum um slíkar aðgerðir. Öll þessi mál eru mikil réttarbót. Fljótlega eftir að ríkisstjórnin tók til starfa skipaði forsætisráðherra nefnd til að fara yfir umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Sú nefnd skilaði tillögum og í kjölfarið hafa verið gerðar löngu tímabærar breytingar á ýmsum lögum, t.d. um tjáningarfrelsi og aðgang að upplýsingum. Nú er svo komið að GRECO, nefnd Evrópuráðsins gegn spillingu, segir okkur á réttri leið með að styrkja stjórnkerfið til að draga úr hættu á spillingu. Gerðar hafa verið breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum, lög um loftslagsmál styrkt, umferðarlög uppfærð og þjóðinni sett heilbrigðisstefna, í fyrsta skipti sem það er gert. Breytingar hafa verið gerðar á lögum um fiskeldi sem treysta umhverfisþætti betur í sessi og unnið verður að stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda. Þetta er fráleitt tæmandi listi yfir þau góðu mál sem þingið afgreiddi á liðnum vetri. Í haust er svo von á fjölmörgum málum þar sem enn verður haldið áfram að bæta samfélagið, svo sem tengdum lífskjarasamningunum. Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Í ati hversdagsins, þar sem hraði samfélagsmiðlanna ræður för, hættir okkur oft til að gleyma því sem gert hefur verið. Þannig tekur eitt við af öðru, lifir í umræðunni stundarkorn og víkur svo fyrir því næsta. Þingi var frestað í síðustu viku. Mesta athygli á liðnum þingvetri vakti málþóf Miðflokksins, eðlilega. Ýmislegt fleira gerðist þó á þessu þingi og þegar litið er yfir sviðið sést að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur komið ansi mörgum framfaramálum í gegnum þingið. Frumvarp forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði er orðið að lögum. Þar er að finna umfangsmikla réttarbót sem löngu er orðin tímabær. Þá er einnig, að undirlagi heilbrigðisráðherra, búið að breyta löggjöf um þungunarrof og tryggja í sessi rétt kvenna yfir eigin líkama og einnig má nefna lög um ófrjósemisaðgerðir sem tryggja sjálfsforræði í ákvörðunum um slíkar aðgerðir. Öll þessi mál eru mikil réttarbót. Fljótlega eftir að ríkisstjórnin tók til starfa skipaði forsætisráðherra nefnd til að fara yfir umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Sú nefnd skilaði tillögum og í kjölfarið hafa verið gerðar löngu tímabærar breytingar á ýmsum lögum, t.d. um tjáningarfrelsi og aðgang að upplýsingum. Nú er svo komið að GRECO, nefnd Evrópuráðsins gegn spillingu, segir okkur á réttri leið með að styrkja stjórnkerfið til að draga úr hættu á spillingu. Gerðar hafa verið breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum, lög um loftslagsmál styrkt, umferðarlög uppfærð og þjóðinni sett heilbrigðisstefna, í fyrsta skipti sem það er gert. Breytingar hafa verið gerðar á lögum um fiskeldi sem treysta umhverfisþætti betur í sessi og unnið verður að stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda. Þetta er fráleitt tæmandi listi yfir þau góðu mál sem þingið afgreiddi á liðnum vetri. Í haust er svo von á fjölmörgum málum þar sem enn verður haldið áfram að bæta samfélagið, svo sem tengdum lífskjarasamningunum. Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar