Langá hækkaði um 30 sm í nótt Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2019 09:42 Horft niður að Efri Hvítstaðahyl í Langá í morgun. Áin er komin í gullvatn. Mynd: Hilmar Jónsson Það hefur rignt all hressilega á vesturlandi síðustu daga og það er nákvæmlega það sem árnar þurftu á að halda og það er strax orðinn viðsnúningur í veiðinni. Veiðivísir ræddi við Hilmar Jónsson leiðsögumann við Langá á Mýrum sem sagði að það væri að lifna yfir hlutunum með auknu vatni og sem dæmi um það var fjórum löxum landað á kvöldvakt í gær í hækkandi vatni. Stóra myndin sem fylgir þessari frétt sýnir útsýnið frá veiðihúsi niður á Efri Hvítstaðahyl eins og hann leit út í morgun sem sýnir ánna í gullvatni og litla myndin sýnir ánna í gær. Hún hækkaði um 25-30 sm í nótt og það er nákvæmlega þetta sem veiðimenn hafa beðið eftir síðustu fjórar vikur. Allar árnar á vesturlandi hafa risið vel í vatni og við bíðum frekari fregna af göngum í árnar. Mest lesið 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði
Það hefur rignt all hressilega á vesturlandi síðustu daga og það er nákvæmlega það sem árnar þurftu á að halda og það er strax orðinn viðsnúningur í veiðinni. Veiðivísir ræddi við Hilmar Jónsson leiðsögumann við Langá á Mýrum sem sagði að það væri að lifna yfir hlutunum með auknu vatni og sem dæmi um það var fjórum löxum landað á kvöldvakt í gær í hækkandi vatni. Stóra myndin sem fylgir þessari frétt sýnir útsýnið frá veiðihúsi niður á Efri Hvítstaðahyl eins og hann leit út í morgun sem sýnir ánna í gullvatni og litla myndin sýnir ánna í gær. Hún hækkaði um 25-30 sm í nótt og það er nákvæmlega þetta sem veiðimenn hafa beðið eftir síðustu fjórar vikur. Allar árnar á vesturlandi hafa risið vel í vatni og við bíðum frekari fregna af göngum í árnar.
Mest lesið 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði Köld en ágæt byrjun í Veiðivötnum Veiði Fínn morgun við opnun Stóru Laxár 1-2 Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði