Langá hækkaði um 30 sm í nótt Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2019 09:42 Horft niður að Efri Hvítstaðahyl í Langá í morgun. Áin er komin í gullvatn. Mynd: Hilmar Jónsson Það hefur rignt all hressilega á vesturlandi síðustu daga og það er nákvæmlega það sem árnar þurftu á að halda og það er strax orðinn viðsnúningur í veiðinni. Veiðivísir ræddi við Hilmar Jónsson leiðsögumann við Langá á Mýrum sem sagði að það væri að lifna yfir hlutunum með auknu vatni og sem dæmi um það var fjórum löxum landað á kvöldvakt í gær í hækkandi vatni. Stóra myndin sem fylgir þessari frétt sýnir útsýnið frá veiðihúsi niður á Efri Hvítstaðahyl eins og hann leit út í morgun sem sýnir ánna í gullvatni og litla myndin sýnir ánna í gær. Hún hækkaði um 25-30 sm í nótt og það er nákvæmlega þetta sem veiðimenn hafa beðið eftir síðustu fjórar vikur. Allar árnar á vesturlandi hafa risið vel í vatni og við bíðum frekari fregna af göngum í árnar. Mest lesið Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði 105 sm lax úr Hítará Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Ragnheiður nýr formaður SVFR Veiði Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Ágæt veiði í Laxá frá opnun Veiði Veiðar hefjast í Þjórsá 1. júní Veiði
Það hefur rignt all hressilega á vesturlandi síðustu daga og það er nákvæmlega það sem árnar þurftu á að halda og það er strax orðinn viðsnúningur í veiðinni. Veiðivísir ræddi við Hilmar Jónsson leiðsögumann við Langá á Mýrum sem sagði að það væri að lifna yfir hlutunum með auknu vatni og sem dæmi um það var fjórum löxum landað á kvöldvakt í gær í hækkandi vatni. Stóra myndin sem fylgir þessari frétt sýnir útsýnið frá veiðihúsi niður á Efri Hvítstaðahyl eins og hann leit út í morgun sem sýnir ánna í gullvatni og litla myndin sýnir ánna í gær. Hún hækkaði um 25-30 sm í nótt og það er nákvæmlega þetta sem veiðimenn hafa beðið eftir síðustu fjórar vikur. Allar árnar á vesturlandi hafa risið vel í vatni og við bíðum frekari fregna af göngum í árnar.
Mest lesið Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði 105 sm lax úr Hítará Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Ragnheiður nýr formaður SVFR Veiði Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Ágæt veiði í Laxá frá opnun Veiði Veiðar hefjast í Þjórsá 1. júní Veiði