Suarez sá eini sem klúðraði í vítakeppninni og Úrúgvæ úr leik Anton Ingi Leifsson skrifar 29. júní 2019 21:15 Luis Suarez, framherji Úrúgvæ. vísir/getty Perú er komið í undanúrslit Suður-Ameríkukeppninnar eftir sigur á Úrúgvæ í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var markalaus. Úrúgvæ var mikið mun sterkari aðilinn í venjulegum leiktíma. Þeir voru meira með boltann og áttu hættulegri færi, þrátt fyrir að Perú hafi átt sín upphlaup. Úrúgvæ kom boltanum þrisvar í netið en í öll þrjú skiptin voru mörkin dæmd af, eftir skoðun í VARsjánni. Markalaust eftir venjulegan leiktíma og því beint í vítaspyrnukeppni.#URUPER is heading to penalties after finishing goalless. Three of the four quarter-finals at #CopaAmerica2019 have now been decided from the spot. pic.twitter.com/OMSbtnLVsy — Squawka Football (@Squawka) June 29, 2019 Í vítaspyrnukeppninni lét Luis Suarez verja frá sér fyrsta víti Úrúgvæ. Perú skoraði úr öllum sínum vítum og er því komið í undanúrslitin. Perú mun því mæta Síle í undanúrslitunum en leikurinn fer fram í Gremio á miðvikudagskvöldið. Í hinum undanúrslitunum mætast Brasilía og Argentína, á þriðjudagskvöldið. Báðir leikirnir sem og úrslitaleikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Uruguay 0-0 (4-5 pens) Peru FT: Suarez Guerrero Cavani Ruidiaz Stuani Yotun Bentancur Advincula Torreira Flores Peru defeat Uruguay on penalties to reach the #CopaAmerica semi-finals. pic.twitter.com/zSUSunIjv4 — Squawka News (@SquawkaNews) June 29, 2019 Copa América Úrúgvæ
Perú er komið í undanúrslit Suður-Ameríkukeppninnar eftir sigur á Úrúgvæ í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var markalaus. Úrúgvæ var mikið mun sterkari aðilinn í venjulegum leiktíma. Þeir voru meira með boltann og áttu hættulegri færi, þrátt fyrir að Perú hafi átt sín upphlaup. Úrúgvæ kom boltanum þrisvar í netið en í öll þrjú skiptin voru mörkin dæmd af, eftir skoðun í VARsjánni. Markalaust eftir venjulegan leiktíma og því beint í vítaspyrnukeppni.#URUPER is heading to penalties after finishing goalless. Three of the four quarter-finals at #CopaAmerica2019 have now been decided from the spot. pic.twitter.com/OMSbtnLVsy — Squawka Football (@Squawka) June 29, 2019 Í vítaspyrnukeppninni lét Luis Suarez verja frá sér fyrsta víti Úrúgvæ. Perú skoraði úr öllum sínum vítum og er því komið í undanúrslitin. Perú mun því mæta Síle í undanúrslitunum en leikurinn fer fram í Gremio á miðvikudagskvöldið. Í hinum undanúrslitunum mætast Brasilía og Argentína, á þriðjudagskvöldið. Báðir leikirnir sem og úrslitaleikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Uruguay 0-0 (4-5 pens) Peru FT: Suarez Guerrero Cavani Ruidiaz Stuani Yotun Bentancur Advincula Torreira Flores Peru defeat Uruguay on penalties to reach the #CopaAmerica semi-finals. pic.twitter.com/zSUSunIjv4 — Squawka News (@SquawkaNews) June 29, 2019