Drottning íslenskra fjalla nú hluti af Vatnajökulsþjóðgarði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. júní 2019 13:15 Herðubreið er gjarnan kölluð drottning íslenskra fjalla. Vísir/Vilhelm „Við erum að stækka Vatnajökulsþjóðgarð sem er auðvitað mikilvægt skref í náttúruvernd,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Hann undirritaði reglugerð í Herðubreiðarlindum í hádeginu í dag sem stækkar þjóðgarðinn um 560 ferkílómetra. „Við erum að taka hér undir um 0,5 prósent af Íslandi sem bætist þarna undir þjóðgarðinn og þar með talið einstakar jarðminjar og lindarsvæði, víðerni á hálendinu og svo náttúrulega drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. Hún mun nú tilheyra stærsta þjóðgarði í Vestur Evrópu. Þannig að þetta er ekki slæm gjöf á 75 ára afmæli lýðveldisins.“Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirrita reglugerðina.Mynd/Sigríður Víðis JónsdóttirSvæðið sem verður nú partur af þjóðgarðinum tilheyrir Herðubreiðarfriðlandi sem stofnað var árið 1974. Auk Herðubreiðar má finna á svæðinu miklar náttúruperlur á borð við víðfeðmar hraunbreiður í Ódáðahrauni, Herðubreiðarlindir við rætur drottningarinnar og Grafarlönd, gróðurvinjar í miðju eyðilandinu svo eitthvað sé nefnt. Þarna eru líka menningarminjar en í Lindarhrauni má finna Eyvindarkofa þar sem Eyvindur Jónsson, Fjalla-Eyvindur, hafði vetursetu veturinn 1774 til 1775. Í janúar í fyrra hófst formlegt umsóknarferli vegna tilnefningar Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO og mun niðurstaða heimsminjanefndar liggja fyrir 5. júlí næstkomandi. Svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs óskaði eftir stækkun þjóðgarðsins og er hún jafnframt liður í áðurnefndu tilnefningarferli fyrir heimsminjaskrána. Guðmundur Ingi segir að til standi að styrkja innviði á svæðinu. „Við höfum þegar tryggt fjármagn núna í sumar til að auka við landvörslu á svæðinu,“ segir hann. „Síðan er að koma inn meira fjármagn fyrir merkingar og gönguleiðir. Þannig að það er uppbygging í náttúruvernd í Vatnajökulsþjóðgarði með þessu stóra skrefi.“Fjöldi fólks lagði leið sína að Þorsteinsskála við Herðubreið til að fylgjast með undirrituninni.Mynd/Sigríður Víðis Jónsdóttir Skútustaðahreppur Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Við erum að stækka Vatnajökulsþjóðgarð sem er auðvitað mikilvægt skref í náttúruvernd,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Hann undirritaði reglugerð í Herðubreiðarlindum í hádeginu í dag sem stækkar þjóðgarðinn um 560 ferkílómetra. „Við erum að taka hér undir um 0,5 prósent af Íslandi sem bætist þarna undir þjóðgarðinn og þar með talið einstakar jarðminjar og lindarsvæði, víðerni á hálendinu og svo náttúrulega drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. Hún mun nú tilheyra stærsta þjóðgarði í Vestur Evrópu. Þannig að þetta er ekki slæm gjöf á 75 ára afmæli lýðveldisins.“Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirrita reglugerðina.Mynd/Sigríður Víðis JónsdóttirSvæðið sem verður nú partur af þjóðgarðinum tilheyrir Herðubreiðarfriðlandi sem stofnað var árið 1974. Auk Herðubreiðar má finna á svæðinu miklar náttúruperlur á borð við víðfeðmar hraunbreiður í Ódáðahrauni, Herðubreiðarlindir við rætur drottningarinnar og Grafarlönd, gróðurvinjar í miðju eyðilandinu svo eitthvað sé nefnt. Þarna eru líka menningarminjar en í Lindarhrauni má finna Eyvindarkofa þar sem Eyvindur Jónsson, Fjalla-Eyvindur, hafði vetursetu veturinn 1774 til 1775. Í janúar í fyrra hófst formlegt umsóknarferli vegna tilnefningar Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO og mun niðurstaða heimsminjanefndar liggja fyrir 5. júlí næstkomandi. Svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs óskaði eftir stækkun þjóðgarðsins og er hún jafnframt liður í áðurnefndu tilnefningarferli fyrir heimsminjaskrána. Guðmundur Ingi segir að til standi að styrkja innviði á svæðinu. „Við höfum þegar tryggt fjármagn núna í sumar til að auka við landvörslu á svæðinu,“ segir hann. „Síðan er að koma inn meira fjármagn fyrir merkingar og gönguleiðir. Þannig að það er uppbygging í náttúruvernd í Vatnajökulsþjóðgarði með þessu stóra skrefi.“Fjöldi fólks lagði leið sína að Þorsteinsskála við Herðubreið til að fylgjast með undirrituninni.Mynd/Sigríður Víðis Jónsdóttir
Skútustaðahreppur Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira