Joðtöflur rjúka út eftir velgengni Tsjernóbílþáttanna Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 22:52 Hjúpurinn yfir kjarnaofni fjögur í Tjsernóbíl sem sprakk nóttina örlagaríku árið 1986. Slysið er talið alvarlegasta kjarnorkuslys í sögunni. Vísir/EPA Sala á joðtöflum í Noregi hefur stóraukist eftir að þáttaröð um kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl voru frumsýndir fyrir rúmum mánuði. Yfirmaður geislavarna þar segir þættina áminningu um að þó að líkurnar á stórslysi séu litlar þurfi fólk að vera búið undir það. Á þeim fimm vikum sem liðnar eru frá því að fyrsti þáttur raðarinnar „Tsjernóbíl“ var frumsýndur hafa 1.900 joðtöflur verið seldar í Noregi. Það eru tvöfalt fleiri töflur en seldar voru vikurnar fimm á undan, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Joð kemur í veg fyrir að skjaldkirtill fólks safni í sig geislavirku efni. Þáttaröðin nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Hún segir frá atburðum þegar kjarnaofn sprakk í Tsjernóbíl-kjarnorkuverinu í Úkraínu, sem þá var hluti af Sovétríkjunum, aðfaranótt 26. apríl árið 1986. Astrid Liland, yfirmaður neyðarundirbúnings Geislavarna- og kjarnorkuöryggisstofnunar Noregs, segir þáttaröðina gefa glögga mynd af því sem gerðist. „Þáttaröðin minnir okkur á að hlutirnir geta farið alvarlega úrskeiðis. Þó að líkurnar á sambærilegum hamförum séu litlar verður fólk að vera undirbúið,“ segir Liland. Fjöldi kjarnorkuvera er í Evrópu. Ef til kjarnorkuslyss kæmi segir Liland nauðsynlegt að hafa joðtöflur til taks. Mælt sé með því að fólk yngra en fertugt, ófrískar konur og mæður með börn á brjósti eigi joðtöflur til öryggis. Hægt er að kaupa joðtöflur án lyfseðils í Noregi. Noregur Tsjernobyl Tengdar fréttir Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00 Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08 Segir Íslendinga illa búna undir kjarnorkuhörmungar Ásta Guðrún Helgadóttir segir okkur mikla eftirbáta Norðmanna þegar kemur að viðbragðsáætlun við kjarnorkumengun af einhverju tagi. 3. júní 2019 22:11 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Sala á joðtöflum í Noregi hefur stóraukist eftir að þáttaröð um kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl voru frumsýndir fyrir rúmum mánuði. Yfirmaður geislavarna þar segir þættina áminningu um að þó að líkurnar á stórslysi séu litlar þurfi fólk að vera búið undir það. Á þeim fimm vikum sem liðnar eru frá því að fyrsti þáttur raðarinnar „Tsjernóbíl“ var frumsýndur hafa 1.900 joðtöflur verið seldar í Noregi. Það eru tvöfalt fleiri töflur en seldar voru vikurnar fimm á undan, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins NRK. Joð kemur í veg fyrir að skjaldkirtill fólks safni í sig geislavirku efni. Þáttaröðin nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Hún segir frá atburðum þegar kjarnaofn sprakk í Tsjernóbíl-kjarnorkuverinu í Úkraínu, sem þá var hluti af Sovétríkjunum, aðfaranótt 26. apríl árið 1986. Astrid Liland, yfirmaður neyðarundirbúnings Geislavarna- og kjarnorkuöryggisstofnunar Noregs, segir þáttaröðina gefa glögga mynd af því sem gerðist. „Þáttaröðin minnir okkur á að hlutirnir geta farið alvarlega úrskeiðis. Þó að líkurnar á sambærilegum hamförum séu litlar verður fólk að vera undirbúið,“ segir Liland. Fjöldi kjarnorkuvera er í Evrópu. Ef til kjarnorkuslyss kæmi segir Liland nauðsynlegt að hafa joðtöflur til taks. Mælt sé með því að fólk yngra en fertugt, ófrískar konur og mæður með börn á brjósti eigi joðtöflur til öryggis. Hægt er að kaupa joðtöflur án lyfseðils í Noregi.
Noregur Tsjernobyl Tengdar fréttir Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00 Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08 Segir Íslendinga illa búna undir kjarnorkuhörmungar Ásta Guðrún Helgadóttir segir okkur mikla eftirbáta Norðmanna þegar kemur að viðbragðsáætlun við kjarnorkumengun af einhverju tagi. 3. júní 2019 22:11 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Skapari Tsjernóbíl vonar að áhorfendur taki þáttunum ekki sem heilögum sannleik "Það síðasta sem ég vildi segja við fólk er þetta: "Nú þegar þú hefur horft á þættina þá veistu sannleikann,“ Nei, þú veist hann ekki,“ segir Craig Mazin, skapari og aðalframleiðandi Tsjernóbíl-þáttanna vinsælu sem luku göngu sinni um helgina. 5. júní 2019 20:00
Ferðamönnum í Tsjernóbíl fjölgað um tugi prósenta eftir samnefnda þætti Ferðaskrifstofa sem býður upp á ferðir til Tsjernóbíl segir bókanir hafa aukist um 40% síðan samnefnd þáttaröð hóf göngu sína á HBO í maí. 4. júní 2019 19:08
Segir Íslendinga illa búna undir kjarnorkuhörmungar Ásta Guðrún Helgadóttir segir okkur mikla eftirbáta Norðmanna þegar kemur að viðbragðsáætlun við kjarnorkumengun af einhverju tagi. 3. júní 2019 22:11