Fótbolti

KSÍ sendi Tyrkjunum kveðju á Facebook

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar og Burak Yilmaz fyrir leikinn í gær.
Aron Einar og Burak Yilmaz fyrir leikinn í gær. vísir/getty
Knattspyrnusamband Ísland skrifaði langan póst á Facebook-síðu sína í gærkvöldi eftir að Ísland vann 2-1 sigur á Tyrklandi í undankeppni EM 2020.

Margt hefur gengið á í undanfara leiksins og voru Tyrkirnir meðal annars ósáttir með bið í Leifsstöð, mann með þvottabursta í Leifsstöð og margt fleira.

Þeir náðu þó ekki að nýta þann pirring inni á vellinum í gær því íslenska liðið var mikið betri aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi 2-1 í hálfleik. Það urðu svo lokatölurnar.

„Íslenska knattspyrnusambandið vill þakka tyrkneska liðinu og fylgdarmönnum fyrir góðan leik í Reykjavík í kvöld,“ skrifaði KSÍ á síðu sína.

„Það er von okkar að við höldum áfram að bera virðingu fyrir hvor öðru, innan og utan vallar, og óskum öllum góðrar ferðar heim og góðs sumar,“ en færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×