Þriðjungur dómara á Íslandi er konur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. júní 2019 06:15 Aðeins ein kona á sæti í Hæstarétti, Gréta Baldursdóttir. Fréttablaðið/Eyþór Rúmur þriðjungur dómara við íslenska dómstóla er konur. Í dómarastétt er 41 karl og 24 konur. Þetta kemur fram í ársskýrslu dómstólasýslunnar fyrir 2018 sem birt var í gær. Átta karlar og sjö konur eru í Landsrétti en hjá héraðsdómstólunum dæma 16 konur og 26 karlar. Mestur er kynjahallinn í Hæstarétti þar sem aðeins einn af átta dómurum er kona. Konum hefur fjölgað smám saman í dómarastétt á undanförnum árum og ætla má að fjölgun útskrifaðra kvenna úr lagadeildum hafi áfram áhrif á þá þróun. Dómarar við Hæstarétt mega fara á eftirlaun við 65 ára aldur en geta setið í embætti til sjötugs. Gréta Baldursdóttir er orðin 65 ára og Þorgeir Örlygsson er 67 ára. Hann er hins vegar forseti réttarins til ársloka 2021. Þá liggur ekki fyrir hvort Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson hyggjast gegna dómarastörfum áfram þegar þeir ná 65 ára aldri í haust. Vegna breytinga á hlutverki Hæstaréttar og fækkunar hæstaréttardómara niður í sjö verður ekki skipað í embætti þess dómara sem næst lætur af störfum. Dómskerfið gekk í gegnum miklar breytingar á síðasta ári með tilkomu Landsréttar og nýrrar stofnunar um stjórnsýslu dómstólanna; dómstólasýslunnar. Þá breyttist hlutverk Hæstaréttar og er málum nú aðeins áfrýjað til Hæstaréttar að fengnu leyfi dómsins. Málskotsbeiðnir til Hæstaréttar voru 69 árið 2018. Af þeim voru 15 beiðnir samþykktar. Hjá hinum nýja áfrýjunardómstól, Landsrétti, voru kveðnir upp 258 dómar í fyrra. Dómar í sakamálum voru 98. Í tæplega helmingi þeirra var niðurstaða héraðsdóms staðfest, breytt að einhverju leyti í 41 máli en breytt verulega eða snúið við í 16 málum. Af málatölum héraðsdómstólanna er dregin sú ályktun í ársskýrslunni að réttarkerfið hafi náð jafnvægi eftir mikinn málafjölda hjá dómstólunum í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Rúmlega 33.000 mál voru skráð hjá héraðsdómstólum landsins árið 2009 en þeim hefur fækkað um meira en helming, en um 15.000 mál voru skráð hjá héraðsdómstólunum í fyrra sem er nálægt meðaltali síðustu fimm ára. Uppkveðnir rannsóknarúrskurðir voru 906 á árinu, fleiri en nokkru sinni á síðustu tíu árum. Bæði gæsluvarðhaldsúrskurðum og heimildum til húsleitar fjölgaði á árinu samanborið við árin á undan. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Rúmur þriðjungur dómara við íslenska dómstóla er konur. Í dómarastétt er 41 karl og 24 konur. Þetta kemur fram í ársskýrslu dómstólasýslunnar fyrir 2018 sem birt var í gær. Átta karlar og sjö konur eru í Landsrétti en hjá héraðsdómstólunum dæma 16 konur og 26 karlar. Mestur er kynjahallinn í Hæstarétti þar sem aðeins einn af átta dómurum er kona. Konum hefur fjölgað smám saman í dómarastétt á undanförnum árum og ætla má að fjölgun útskrifaðra kvenna úr lagadeildum hafi áfram áhrif á þá þróun. Dómarar við Hæstarétt mega fara á eftirlaun við 65 ára aldur en geta setið í embætti til sjötugs. Gréta Baldursdóttir er orðin 65 ára og Þorgeir Örlygsson er 67 ára. Hann er hins vegar forseti réttarins til ársloka 2021. Þá liggur ekki fyrir hvort Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson hyggjast gegna dómarastörfum áfram þegar þeir ná 65 ára aldri í haust. Vegna breytinga á hlutverki Hæstaréttar og fækkunar hæstaréttardómara niður í sjö verður ekki skipað í embætti þess dómara sem næst lætur af störfum. Dómskerfið gekk í gegnum miklar breytingar á síðasta ári með tilkomu Landsréttar og nýrrar stofnunar um stjórnsýslu dómstólanna; dómstólasýslunnar. Þá breyttist hlutverk Hæstaréttar og er málum nú aðeins áfrýjað til Hæstaréttar að fengnu leyfi dómsins. Málskotsbeiðnir til Hæstaréttar voru 69 árið 2018. Af þeim voru 15 beiðnir samþykktar. Hjá hinum nýja áfrýjunardómstól, Landsrétti, voru kveðnir upp 258 dómar í fyrra. Dómar í sakamálum voru 98. Í tæplega helmingi þeirra var niðurstaða héraðsdóms staðfest, breytt að einhverju leyti í 41 máli en breytt verulega eða snúið við í 16 málum. Af málatölum héraðsdómstólanna er dregin sú ályktun í ársskýrslunni að réttarkerfið hafi náð jafnvægi eftir mikinn málafjölda hjá dómstólunum í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Rúmlega 33.000 mál voru skráð hjá héraðsdómstólum landsins árið 2009 en þeim hefur fækkað um meira en helming, en um 15.000 mál voru skráð hjá héraðsdómstólunum í fyrra sem er nálægt meðaltali síðustu fimm ára. Uppkveðnir rannsóknarúrskurðir voru 906 á árinu, fleiri en nokkru sinni á síðustu tíu árum. Bæði gæsluvarðhaldsúrskurðum og heimildum til húsleitar fjölgaði á árinu samanborið við árin á undan.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira