Tiger snýr aftur á Pebble Beach Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. júní 2019 13:00 Tiger er klár í slaginn. vísir/getty Tiger Woods hefur leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag á kunnuglegum slóðum, Pebble Beach golfvellinum í Kaliforníu, þar sem hann vakti heimsathygli sem 25 ára kylfingur árið 2000. Tiger sem er einn besti kylfingur allra tíma vantar einn sigur til að jafna met Sam Snead yfir flesta sigra á PGA-mótaröðinni (82). Í ár eru nítján ár liðin síðan Tiger vann þriðja risatitil sinn á Pebble Beach þegar hann vann mótið með slíkum yfirburðum að annað eins hefur varla sést. Tiger var sá eini sem kom í hús að mótinu loknu undir pari vallarins og var með fimmtán högga forskot á næsta kylfing. Það reyndist kveikja í Tiger sem vann næstu þrjú risamót og var því handhafi allra risatitlanna á sama tíma. Einn helsti keppinautur Tiger er Brooks Koepka sem hefur unnið Opna bandaríska meistaramótið undanfarin tvö ár. Með sigri í ár getur Koepka orðið annar maðurinn í 119 ára sögu mótsins sem vinnur þrjú ár í röð. Tiger spilar með Jordan Spieth og Justin Rose fyrstu tvo dagana. Útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Golf klukkan 19.00 í kvöld. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods hefur leik á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag á kunnuglegum slóðum, Pebble Beach golfvellinum í Kaliforníu, þar sem hann vakti heimsathygli sem 25 ára kylfingur árið 2000. Tiger sem er einn besti kylfingur allra tíma vantar einn sigur til að jafna met Sam Snead yfir flesta sigra á PGA-mótaröðinni (82). Í ár eru nítján ár liðin síðan Tiger vann þriðja risatitil sinn á Pebble Beach þegar hann vann mótið með slíkum yfirburðum að annað eins hefur varla sést. Tiger var sá eini sem kom í hús að mótinu loknu undir pari vallarins og var með fimmtán högga forskot á næsta kylfing. Það reyndist kveikja í Tiger sem vann næstu þrjú risamót og var því handhafi allra risatitlanna á sama tíma. Einn helsti keppinautur Tiger er Brooks Koepka sem hefur unnið Opna bandaríska meistaramótið undanfarin tvö ár. Með sigri í ár getur Koepka orðið annar maðurinn í 119 ára sögu mótsins sem vinnur þrjú ár í röð. Tiger spilar með Jordan Spieth og Justin Rose fyrstu tvo dagana. Útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Golf klukkan 19.00 í kvöld.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira