Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júní 2019 13:00 Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. Forsætisráðherra verði að ákveða sjálf hvort hún bregðist við umkvörtunum hans. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Benedikt hefði sent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf þar sem hann tilkynnti henni að hann hefði dregið umsókn sína til baka. Benedikt segir í samtali við fréttastofu að hann dragi umsóknina til baka eftir að Sigríður Benediktsdóttir formaður hæfisnefndar hafi tjáð sér í viðtali að ekki yrði horft til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Frumvarp þess efnis er nú til umræðu á Alþingi. „Það er vitað að ríkisstjórnin hefur sett það sem forgangsmál að breyta Seðlabankanum, sameina Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann í eina stofnun, og gera breytingar á stjórnsýslu Seðlabankans. Það er augljóslega allt önnur staða sem verður þegar þessar breytingar verða komnar í gegn og mér finnst mjög óeðlilegt að nefndin taki ekki tillit til þess. Þegar á að gera svona breytingar eiga stjórnvöld að vanda sig.“Líti til framtíðar Benedikt segir að forsætisráðherra verði að ákveða það sjálf hvort hún vilji bregðast við umkvörtunum hans. Hann hefði sjálfur gert það í hennar sporum. „Þá myndi ég hafa sett þá reglu strax frá upphafi að auðvitað eigi að líta til framtíðar. Það á að gera það alltaf þegar við horfum á stjórnsýsluna og ekki vera að binda okkur í reglur sem eru að falla úr gildi. Mér finnst þetta svolítil synd vegna þess að þarna er verið að leggja í viðamiklar breytingar sem munu hafa áhrif um langan tíma og að þar skuli menn bregðast með þessum hætti.“ Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Tveir umsækjendanna, þeir Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, og Vilhjálmur Bjarnason lektor, kvörtuðu vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefndina. Þeir sögðust telja Sigríði vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, dró umsókn um stöðu seðlabankastjóra til baka. Starf hæfisnefndar sé í „hæsta máta óeðlilegt“. Hann varar forsætisráðherra við mistökum. 14. júní 2019 06:15 Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30 Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka. Forsætisráðherra verði að ákveða sjálf hvort hún bregðist við umkvörtunum hans. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Benedikt hefði sent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf þar sem hann tilkynnti henni að hann hefði dregið umsókn sína til baka. Benedikt segir í samtali við fréttastofu að hann dragi umsóknina til baka eftir að Sigríður Benediktsdóttir formaður hæfisnefndar hafi tjáð sér í viðtali að ekki yrði horft til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Frumvarp þess efnis er nú til umræðu á Alþingi. „Það er vitað að ríkisstjórnin hefur sett það sem forgangsmál að breyta Seðlabankanum, sameina Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann í eina stofnun, og gera breytingar á stjórnsýslu Seðlabankans. Það er augljóslega allt önnur staða sem verður þegar þessar breytingar verða komnar í gegn og mér finnst mjög óeðlilegt að nefndin taki ekki tillit til þess. Þegar á að gera svona breytingar eiga stjórnvöld að vanda sig.“Líti til framtíðar Benedikt segir að forsætisráðherra verði að ákveða það sjálf hvort hún vilji bregðast við umkvörtunum hans. Hann hefði sjálfur gert það í hennar sporum. „Þá myndi ég hafa sett þá reglu strax frá upphafi að auðvitað eigi að líta til framtíðar. Það á að gera það alltaf þegar við horfum á stjórnsýsluna og ekki vera að binda okkur í reglur sem eru að falla úr gildi. Mér finnst þetta svolítil synd vegna þess að þarna er verið að leggja í viðamiklar breytingar sem munu hafa áhrif um langan tíma og að þar skuli menn bregðast með þessum hætti.“ Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Tveir umsækjendanna, þeir Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, og Vilhjálmur Bjarnason lektor, kvörtuðu vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefndina. Þeir sögðust telja Sigríði vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans.
Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, dró umsókn um stöðu seðlabankastjóra til baka. Starf hæfisnefndar sé í „hæsta máta óeðlilegt“. Hann varar forsætisráðherra við mistökum. 14. júní 2019 06:15 Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30 Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00
Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, dró umsókn um stöðu seðlabankastjóra til baka. Starf hæfisnefndar sé í „hæsta máta óeðlilegt“. Hann varar forsætisráðherra við mistökum. 14. júní 2019 06:15
Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. 15. maí 2019 07:30
Sigríður leiðir hæfnisnefnd um skipun seðlabankastjóra Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla, fer fyrir hæfnisnefndinni sem falið er að meta hæfni 16 umsækjenda um embætti seðlabankastjóra. 7. maí 2019 13:24