Ekkert bólar á stórum áheitum til Notre Dame Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2019 23:30 Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman, auk þess að kirkjuspíran, sem var frá átjándu öld, hrundi. Getty Ekkert fjármagn hefur enn skilað sér frá þeim frönsku auðmönnum og fyrirtækjum sem hétu því að leggja háar fjárhæðir til uppbyggingar dómkirkjunnar Notre Dame í París eftir stórbrunann 15. apríl síðastliðinn. Þetta er haft eftir talsmönnum kirkjunnar og framkvæmdaaðila. Í frétt AP segir frá því að það séu smærri framlög frá frönskum og bandarískum einstaklingum sem sé uppistaðan í fyrstu greiðslunni úr sjóði þar sem einkaaðilar gátu lagt inn fé til uppbyggingar kirkjunnar. Fyrsta greiðslan nemur 3,6 milljónum evra, um hálfum milljarði íslenskra króna, en fjármagnið nýtist til að greiða reikninga og laun þeirra 150 verkamanna sem vinna nú að uppbyggingunni.Vilja vita í hvað peningarnir fara Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman, auk þess að kirkjuspíran, sem var frá átjándu öld, hrundi. Þó tókst að bjarga stærstum hluta listaverkasafns kirkjunnar. Talið er að skammhlaup hafi valdið því að eldurinn kom upp. „Þeir sem hétu mestu hafa ekki greitt. Ekki sent,“ segir Andre Finot, upplýsingafulltrúi Notre Dame. Segir hann að auðmennirnir hafi margir gert þá kröfu að vita nákvæmlega í hvað peningar þeirra fara og hvort þeir séu því samþykkir. Ekki að peningarnir fari bara í laun verkamanna.Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman.GettyHöfrungahlaup Margir af auðugustu mönnum Frakklands og fyrirtæki hétu á öðrum milljarði evra, 142 milljörðum íslenskra króna, eftir að eldurinn kom upp. Var mikið rætt um nauðsyn þess að endurreisa kirkjuna, sem er eitt helsta kennileiti frönsku höfuðborgarinnar sem milljónir heimsækja á ári hverju. Francois Pinault hjá Artemis, móðurfélagi Gucci og Saint Laurent, hét 100 milljónum evra og sagði Patrick Pouyanne, stjórnarformaður franska orkurisans Total, að fyrirtækið myndi jafna þá upphæð. Bernard Arnault, stjórnarformaður LVMH, sem á tískumerkin Louis Vuitton og Dior, hét 200 milljónum evra, líkt og Bettencourt Schueller stofnunin, sem á merkið L'Oréal. Ekkert af þessu fé hefur enn skilað sér til þeirra sem halda utan um framkvæmdir að sögn Finot. AP segir frá því að talsmenn sumra fyrirtækja hafi sagt að vilji sé til að styrkirnir skili sér í listrænni uppbyggingu, sem yrði þá að loknu hreinsunarstarfi og á síðari stigum. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Óttast að úrkoma valdi frekari skemmdum á Notre-Dame Sérfræðingar óttast að mikil úrkoma kunni að leiða til enn frekari skemmda og hruns. 23. apríl 2019 12:31 Skammhlaup líklegasta skýring brunans í Notre-Dame Rannsakendur í Frakklandi telja að skammhlaup sé líklegasta skýringin á brunanum sem kom upp í Notre-Dame í París á mánudag. 18. apríl 2019 17:11 Nágrannar Notre Dame varaðir við blýi í kjölfar brunans Lögregla hvetur fólk í nágrenni við dómkirkjuna til þess að losa sig við allt ryk í húsnæði sínu. 28. apríl 2019 09:57 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Ekkert fjármagn hefur enn skilað sér frá þeim frönsku auðmönnum og fyrirtækjum sem hétu því að leggja háar fjárhæðir til uppbyggingar dómkirkjunnar Notre Dame í París eftir stórbrunann 15. apríl síðastliðinn. Þetta er haft eftir talsmönnum kirkjunnar og framkvæmdaaðila. Í frétt AP segir frá því að það séu smærri framlög frá frönskum og bandarískum einstaklingum sem sé uppistaðan í fyrstu greiðslunni úr sjóði þar sem einkaaðilar gátu lagt inn fé til uppbyggingar kirkjunnar. Fyrsta greiðslan nemur 3,6 milljónum evra, um hálfum milljarði íslenskra króna, en fjármagnið nýtist til að greiða reikninga og laun þeirra 150 verkamanna sem vinna nú að uppbyggingunni.Vilja vita í hvað peningarnir fara Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman, auk þess að kirkjuspíran, sem var frá átjándu öld, hrundi. Þó tókst að bjarga stærstum hluta listaverkasafns kirkjunnar. Talið er að skammhlaup hafi valdið því að eldurinn kom upp. „Þeir sem hétu mestu hafa ekki greitt. Ekki sent,“ segir Andre Finot, upplýsingafulltrúi Notre Dame. Segir hann að auðmennirnir hafi margir gert þá kröfu að vita nákvæmlega í hvað peningar þeirra fara og hvort þeir séu því samþykkir. Ekki að peningarnir fari bara í laun verkamanna.Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman.GettyHöfrungahlaup Margir af auðugustu mönnum Frakklands og fyrirtæki hétu á öðrum milljarði evra, 142 milljörðum íslenskra króna, eftir að eldurinn kom upp. Var mikið rætt um nauðsyn þess að endurreisa kirkjuna, sem er eitt helsta kennileiti frönsku höfuðborgarinnar sem milljónir heimsækja á ári hverju. Francois Pinault hjá Artemis, móðurfélagi Gucci og Saint Laurent, hét 100 milljónum evra og sagði Patrick Pouyanne, stjórnarformaður franska orkurisans Total, að fyrirtækið myndi jafna þá upphæð. Bernard Arnault, stjórnarformaður LVMH, sem á tískumerkin Louis Vuitton og Dior, hét 200 milljónum evra, líkt og Bettencourt Schueller stofnunin, sem á merkið L'Oréal. Ekkert af þessu fé hefur enn skilað sér til þeirra sem halda utan um framkvæmdir að sögn Finot. AP segir frá því að talsmenn sumra fyrirtækja hafi sagt að vilji sé til að styrkirnir skili sér í listrænni uppbyggingu, sem yrði þá að loknu hreinsunarstarfi og á síðari stigum.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Óttast að úrkoma valdi frekari skemmdum á Notre-Dame Sérfræðingar óttast að mikil úrkoma kunni að leiða til enn frekari skemmda og hruns. 23. apríl 2019 12:31 Skammhlaup líklegasta skýring brunans í Notre-Dame Rannsakendur í Frakklandi telja að skammhlaup sé líklegasta skýringin á brunanum sem kom upp í Notre-Dame í París á mánudag. 18. apríl 2019 17:11 Nágrannar Notre Dame varaðir við blýi í kjölfar brunans Lögregla hvetur fólk í nágrenni við dómkirkjuna til þess að losa sig við allt ryk í húsnæði sínu. 28. apríl 2019 09:57 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Óttast að úrkoma valdi frekari skemmdum á Notre-Dame Sérfræðingar óttast að mikil úrkoma kunni að leiða til enn frekari skemmda og hruns. 23. apríl 2019 12:31
Skammhlaup líklegasta skýring brunans í Notre-Dame Rannsakendur í Frakklandi telja að skammhlaup sé líklegasta skýringin á brunanum sem kom upp í Notre-Dame í París á mánudag. 18. apríl 2019 17:11
Nágrannar Notre Dame varaðir við blýi í kjölfar brunans Lögregla hvetur fólk í nágrenni við dómkirkjuna til þess að losa sig við allt ryk í húsnæði sínu. 28. apríl 2019 09:57