Kanna nýtingu jarðhita við Bolaöldu Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. júní 2019 06:00 Frá Hellisheiðarvirkjun. „Þetta er algjörlega á frumstigi en við værum náttúrulega ekki að sækja um svæðið nema vegna þess að við teldum það áhugavert,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri jarðhitafyrirtækisins Reykjavík Geothermal, um fyrirhugaðar rannsóknir á háhita við Bolaöldu á Hellisheiði. Fyrirtækið fékk úthlutað rannsóknarleyfi frá Orkustofnun í byrjun desember með fyrirhugaða virkjun í huga með allt að 100 MW uppsettu afli. „Það er stefnan og við teljum það hugsanlegt að þetta svæði standi undir 100 MW án þess að hafa rannsakað það,“ segir Gunnar Örn. Reykjavík Geothermal, sem var stofnað árið 2008 af Guðmundi Þóroddssyni, fyrrverandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, hefur að undanförnu einbeitt sér að verkefnum erlendis. Gunnar Örn segir að stefnt sé að því að hefja rannsóknir á árinu en leyfið gildir til ársloka 2021. „Við stefnum á að vera komnir með einhverjar niðurstöður innan þess tíma um hvort svæðið sé áhugavert eða ekki. Ef það reynist áhugavert er auðvitað langt ferli fram undan.“ Eldri rannsóknir á svæðinu sem unnar voru af Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) hafi gefið einhverjar vísbendingar. Svæðið sem um ræðir liggur að hluta til við hliðina á Hellisheiðarvirkjunarsvæðinu. „Við myndum fara í þessar rannsóknir í einhverju samstarfi við ÍSOR.“ Aðspurður segir Gunnar að það sé of snemmt að tala um hvernig möguleg raforka á svæðinu yrði nýtt. „Við erum ekki í samstarfi við neinn. Þetta er algjörlega að okkar frumkvæði. Við ætlum bara að taka eitt skref í einu en teljum að það sé alveg rúm fyrir meiri orkuframleiðslu á Íslandi. Hvað hún verður notuð í verður tíminn bara að leiða í ljós.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
„Þetta er algjörlega á frumstigi en við værum náttúrulega ekki að sækja um svæðið nema vegna þess að við teldum það áhugavert,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri jarðhitafyrirtækisins Reykjavík Geothermal, um fyrirhugaðar rannsóknir á háhita við Bolaöldu á Hellisheiði. Fyrirtækið fékk úthlutað rannsóknarleyfi frá Orkustofnun í byrjun desember með fyrirhugaða virkjun í huga með allt að 100 MW uppsettu afli. „Það er stefnan og við teljum það hugsanlegt að þetta svæði standi undir 100 MW án þess að hafa rannsakað það,“ segir Gunnar Örn. Reykjavík Geothermal, sem var stofnað árið 2008 af Guðmundi Þóroddssyni, fyrrverandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, hefur að undanförnu einbeitt sér að verkefnum erlendis. Gunnar Örn segir að stefnt sé að því að hefja rannsóknir á árinu en leyfið gildir til ársloka 2021. „Við stefnum á að vera komnir með einhverjar niðurstöður innan þess tíma um hvort svæðið sé áhugavert eða ekki. Ef það reynist áhugavert er auðvitað langt ferli fram undan.“ Eldri rannsóknir á svæðinu sem unnar voru af Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) hafi gefið einhverjar vísbendingar. Svæðið sem um ræðir liggur að hluta til við hliðina á Hellisheiðarvirkjunarsvæðinu. „Við myndum fara í þessar rannsóknir í einhverju samstarfi við ÍSOR.“ Aðspurður segir Gunnar að það sé of snemmt að tala um hvernig möguleg raforka á svæðinu yrði nýtt. „Við erum ekki í samstarfi við neinn. Þetta er algjörlega að okkar frumkvæði. Við ætlum bara að taka eitt skref í einu en teljum að það sé alveg rúm fyrir meiri orkuframleiðslu á Íslandi. Hvað hún verður notuð í verður tíminn bara að leiða í ljós.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira