Laxinn mættur í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2019 08:38 Veiðimenn mæta í Langá þann 21. júní næstkomandi. Karl Lúðvíksson Laxveiðiárnar eru að opna hver af annari þessa dagana og þrátt fyrir fréttir af vatnsleysi víða virðist laxinn engu að síður vera að ganga. Langá á Mýrum opnar 19. júní, sem sagt á morgun, og það gæti orðið gott þar í opnun og næstu tvær vikur þar sem áin en ekki jafn vatnslítil og flestar árnar á vesturlandi. Langá rennur úr Langavatni sem myndar góðann forða fyrir sumarið en þurrkarnir síðasta mánuðinn hafa engu að síður gert það að verkum að forðinn í vatninu endist líklega fram í miðjan júlí svo fer hún að falla eins og hinar árnar fari ekki að rigna hressilega. Laxinn er mættur í Langá, það fór ekki á milli mála þegar SVFR efndi til göngu meðfram bökkum hennar á laugardaginn var. Töluvert var af laxi í Strengjunum og eins lágu líklega um átta laxar í Glanna. Mest af þessum laxi var vænn tveggja ára lax en nokkuð af smálaxi er farinn að ganga í ánna líka. Áin er í júlívatni svo aðstæður þar eru alls ekki slæmar fyrir laxinn að ganga en í þessu vatni gengur oft stærsti hluti göngunnar upp fossinn Skugga og framhjá laxateljaranum svo það er erfitt að segja til um hversu mikið er gengið upp ánna en miðað við það sem sást á laugardaginn virðist það vera nokkuð magn af fiski miðað við árstíma. Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði
Laxveiðiárnar eru að opna hver af annari þessa dagana og þrátt fyrir fréttir af vatnsleysi víða virðist laxinn engu að síður vera að ganga. Langá á Mýrum opnar 19. júní, sem sagt á morgun, og það gæti orðið gott þar í opnun og næstu tvær vikur þar sem áin en ekki jafn vatnslítil og flestar árnar á vesturlandi. Langá rennur úr Langavatni sem myndar góðann forða fyrir sumarið en þurrkarnir síðasta mánuðinn hafa engu að síður gert það að verkum að forðinn í vatninu endist líklega fram í miðjan júlí svo fer hún að falla eins og hinar árnar fari ekki að rigna hressilega. Laxinn er mættur í Langá, það fór ekki á milli mála þegar SVFR efndi til göngu meðfram bökkum hennar á laugardaginn var. Töluvert var af laxi í Strengjunum og eins lágu líklega um átta laxar í Glanna. Mest af þessum laxi var vænn tveggja ára lax en nokkuð af smálaxi er farinn að ganga í ánna líka. Áin er í júlívatni svo aðstæður þar eru alls ekki slæmar fyrir laxinn að ganga en í þessu vatni gengur oft stærsti hluti göngunnar upp fossinn Skugga og framhjá laxateljaranum svo það er erfitt að segja til um hversu mikið er gengið upp ánna en miðað við það sem sást á laugardaginn virðist það vera nokkuð magn af fiski miðað við árstíma.
Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði