Oddur Grétarsson var markahæstur í liði Balingen-Weilstetten sem styrkti stöðu sína á toppi þýsku B-deildarinnar í næst síðustu umferð deildarinnar í dag.
Balingen vann Eintracht Hagen með miklum yfirburðum 32-19 í dag. Oddur skoraði sex mörk fyrir Balingen, þar af fjögur úr vítum.
Þegar ein umferð er eftir af deildinni er Balingen með 59 stig í efsta sæti, tveimur stigum á undan Nordhorn-Lingen sem getur jafnað þá að stigum í lokaumferðinni.
Balingen mætir Grosswallstadt í síðustu umferðinni, sem situr í 17. sæti deildarinnar, og mun því að öllum líkindum tryggja sér sigurinn í deildinni á lokadaginn, en sæti í Bundesligunni á næstu leiktíð er komið í hús.
Handbolti