Anthony Smith þaggaði niður í heimamönnum Pétur Marinó Jónsson skrifar 1. júní 2019 20:40 Vísir/Getty UFC heimsótti Svíþjóð í kvöld þar sem þeir Alexander Gustafsson og Anthony Smith mættust í aðalbardaga kvöldsins. Þeir Gustafsson og Smith eru meðal þeirra bestu í léttþungavigt UFC en báðir hafa nýlega tapað fyrir meistaranum Jon Jones. Svíinn Gustafsson var á heimavelli og fékk frábæran stuðning frá áhorfendum. Gustafsson byrjaði bardagann mjög rólega en komst betur inn í bardagann þegar á leið. Smith sótti meira fyrstu tvær loturnar en í 3. lotu virtist Gustafsson ná að finna taktinn. Gustafsson náði fínni fellu í lok lotunnar og var allt í járnum. Í 4. lotu komst Smith hins vegar í yfirburðarstöðu í gólfinu eftir misheppnað kast hjá Gustafsson. Smith náði að komast á bak Gustafsson, fletja hann út og festa Gustafsson í gólfinu. Smith náði þungum höggum í gólfinu, komst undir hökuna á Gustafsson og læsti hengingunni. Gustafsson tappaði því út eftir tæpar þrjár mínútur í 4. lotu og Smith búinn að næla sér í besta sigur ferilsins. Gustafsson var svekktur eftir bardagann og ýjaði að því að hann væri hættur. Gustafsson sagði að „sýningunni væri lokið“ og skildi hanskana eftir í búrinu til marks um að hann væri hættur. Alexander Rakic náði síðan mögnuðum sigri á Jimi Manuwa en hann rotaði hann með hásparki eftir 42 sekúndur í 1. lotu. Nákvæmt háspark og verður rothöggið eflaust eitt af rothöggum ársins þegar árið verður gert upp. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Nær Gustafsson að halda sér nálægt toppnum? Í dag er UFC með bardagakvöld í Svíþjóð þar sem heimamaðurinn Alexander Gustafsson mætir Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins. 1. júní 2019 14:00 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sjá meira
UFC heimsótti Svíþjóð í kvöld þar sem þeir Alexander Gustafsson og Anthony Smith mættust í aðalbardaga kvöldsins. Þeir Gustafsson og Smith eru meðal þeirra bestu í léttþungavigt UFC en báðir hafa nýlega tapað fyrir meistaranum Jon Jones. Svíinn Gustafsson var á heimavelli og fékk frábæran stuðning frá áhorfendum. Gustafsson byrjaði bardagann mjög rólega en komst betur inn í bardagann þegar á leið. Smith sótti meira fyrstu tvær loturnar en í 3. lotu virtist Gustafsson ná að finna taktinn. Gustafsson náði fínni fellu í lok lotunnar og var allt í járnum. Í 4. lotu komst Smith hins vegar í yfirburðarstöðu í gólfinu eftir misheppnað kast hjá Gustafsson. Smith náði að komast á bak Gustafsson, fletja hann út og festa Gustafsson í gólfinu. Smith náði þungum höggum í gólfinu, komst undir hökuna á Gustafsson og læsti hengingunni. Gustafsson tappaði því út eftir tæpar þrjár mínútur í 4. lotu og Smith búinn að næla sér í besta sigur ferilsins. Gustafsson var svekktur eftir bardagann og ýjaði að því að hann væri hættur. Gustafsson sagði að „sýningunni væri lokið“ og skildi hanskana eftir í búrinu til marks um að hann væri hættur. Alexander Rakic náði síðan mögnuðum sigri á Jimi Manuwa en hann rotaði hann með hásparki eftir 42 sekúndur í 1. lotu. Nákvæmt háspark og verður rothöggið eflaust eitt af rothöggum ársins þegar árið verður gert upp. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Nær Gustafsson að halda sér nálægt toppnum? Í dag er UFC með bardagakvöld í Svíþjóð þar sem heimamaðurinn Alexander Gustafsson mætir Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins. 1. júní 2019 14:00 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sjá meira
Nær Gustafsson að halda sér nálægt toppnum? Í dag er UFC með bardagakvöld í Svíþjóð þar sem heimamaðurinn Alexander Gustafsson mætir Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins. 1. júní 2019 14:00