Fimm slasaðir eftir að skemmtiferðaskip lenti á fljótabát Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 12:31 Hér má sjá skipið eftir að það rakst á fljótabátinn Andrea Merola/AP Ítalskt skemmtiferðaskip rakst í morgun á fljótabát í Giudecca-skipaskurðinum í Feneyjum á Ítalíu. Vélarbilun olli því ekki var unnt að hægja á ferð skipsins á leið þess í gegn um skurðinn og fór það því af nokkrum krafti utan í bryggjuna við skurðinn, auk þess sem það klessti á áðurnefndan bát, með þeim afleiðingum að fimm slösuðust. Á myndbandi af atvikinu má sjá þegar skipið, MSC Opera, siglir í átt að höfninni og bátnum, á meðan vegfarendur á bryggjunni hlaupa í burtu.#BREAKING: Tourists flee as cruise liner smashes into dock in Venice pic.twitter.com/DSIjHckYxk — Russian Market (@russian_market) June 2, 2019 „MSC Opera lenti í vélarbilun sem skipstjórinn lét vita af um leið og hún varð honum ljós,“ sagði Davide Calderan, forsvarsmaður dráttarbátafyrirtækisins sem sér nú um að koma skemmtiferðaskipinu í legupláss sitt. Hann segir vélarbilunina hafa valdið því að ekki hafi verið hægt að draga úr afli vélarinnar og hraði skipsins því aukist jafnt og þétt án þess að skipstjórinn fengi rönd við reist, með fyrrgreindum afleiðingum. Dráttarbátarnir tveir sem fylgja áttu skipinu inn í Giudecca-skurðinn reyndu að hægja á ferð skipsins en tilraunir til þess voru árangurslausar. Ein af keðjunum sem tengdu skipið við bátana slitnaði undan álaginu, enda um stórt og þungt skip að ræða.Ágreiningur í Feneyjum um ágæti skemmtiferðaskipa Atvikið hefur virkað sem eldur á bál skemmtiferðaskipaandstæðinga í Feneyjum, en lengi hefur verið deilt um hvort siglingar skipa eins og þess sem hér átti í hlut sé borginni til góðs. Andstæðingar skipanna segja þau valda skaða, bæði á borginni sjálfri, sem og lífríki hafsins í nágrenni hennar. Öldurnar sem verða til af völdum skipanna sverfi undirstöðu borgarinnar og valdi flóðum innan hennar. Umhverfisráðherra Ítalíu, Sergio Costa, ritaði færslu á Twitter í dag þar sem hann sagðist leggjast gegn því að skemmtiferðaskip sigldu í gegn um Giudecca-skurðinn. „Það sem gerðist í höfn Feneyja staðfestir það sem við höfum sagt um nokkra hríð. Skemmtiferðaskip eiga ekki að fá að sigla niður Giudecca. Við höfum unnið að því að koma þeim burt í nokkra mánuði, og við nálgumst úrlausn málsins.“ Hafnaryfirvöld í Feneyjum segja þá að unnið sé að því að vinna úr atvikinu og opna skurðinn sem lokaðist við atvikið.Ekki fyrsta vélarbilun MSC Opera Árekstur skipsins var annað tilfelli vélarbilunar þessa sama skemmtiferðaskips, en árið 2011 varð bilun til þess að tvö þúsund manns urðu að fara frá borði í Stokkhólmi og fljúga til síns heima, í stað þess að halda för sinni frá Southampton í Englandi áfram til Sankti Pétursborgar í Rússlandi. Heimahöfn skipsins er í Panama, en skipið er í eigu fyrirtækisins MSC Cruises, ítalsks fyrirtækis sem hefur höfuðstöðvar í Genf í Sviss. Meðal þeirrar afþreyingar sem hið þrettán þilfara MSC Opera hefur upp á að bjóða fyrir yfir 2500 farþega er bíósalur, ballherbergi og vatnsrennibrautagarður. Ítalía Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Ítalskt skemmtiferðaskip rakst í morgun á fljótabát í Giudecca-skipaskurðinum í Feneyjum á Ítalíu. Vélarbilun olli því ekki var unnt að hægja á ferð skipsins á leið þess í gegn um skurðinn og fór það því af nokkrum krafti utan í bryggjuna við skurðinn, auk þess sem það klessti á áðurnefndan bát, með þeim afleiðingum að fimm slösuðust. Á myndbandi af atvikinu má sjá þegar skipið, MSC Opera, siglir í átt að höfninni og bátnum, á meðan vegfarendur á bryggjunni hlaupa í burtu.#BREAKING: Tourists flee as cruise liner smashes into dock in Venice pic.twitter.com/DSIjHckYxk — Russian Market (@russian_market) June 2, 2019 „MSC Opera lenti í vélarbilun sem skipstjórinn lét vita af um leið og hún varð honum ljós,“ sagði Davide Calderan, forsvarsmaður dráttarbátafyrirtækisins sem sér nú um að koma skemmtiferðaskipinu í legupláss sitt. Hann segir vélarbilunina hafa valdið því að ekki hafi verið hægt að draga úr afli vélarinnar og hraði skipsins því aukist jafnt og þétt án þess að skipstjórinn fengi rönd við reist, með fyrrgreindum afleiðingum. Dráttarbátarnir tveir sem fylgja áttu skipinu inn í Giudecca-skurðinn reyndu að hægja á ferð skipsins en tilraunir til þess voru árangurslausar. Ein af keðjunum sem tengdu skipið við bátana slitnaði undan álaginu, enda um stórt og þungt skip að ræða.Ágreiningur í Feneyjum um ágæti skemmtiferðaskipa Atvikið hefur virkað sem eldur á bál skemmtiferðaskipaandstæðinga í Feneyjum, en lengi hefur verið deilt um hvort siglingar skipa eins og þess sem hér átti í hlut sé borginni til góðs. Andstæðingar skipanna segja þau valda skaða, bæði á borginni sjálfri, sem og lífríki hafsins í nágrenni hennar. Öldurnar sem verða til af völdum skipanna sverfi undirstöðu borgarinnar og valdi flóðum innan hennar. Umhverfisráðherra Ítalíu, Sergio Costa, ritaði færslu á Twitter í dag þar sem hann sagðist leggjast gegn því að skemmtiferðaskip sigldu í gegn um Giudecca-skurðinn. „Það sem gerðist í höfn Feneyja staðfestir það sem við höfum sagt um nokkra hríð. Skemmtiferðaskip eiga ekki að fá að sigla niður Giudecca. Við höfum unnið að því að koma þeim burt í nokkra mánuði, og við nálgumst úrlausn málsins.“ Hafnaryfirvöld í Feneyjum segja þá að unnið sé að því að vinna úr atvikinu og opna skurðinn sem lokaðist við atvikið.Ekki fyrsta vélarbilun MSC Opera Árekstur skipsins var annað tilfelli vélarbilunar þessa sama skemmtiferðaskips, en árið 2011 varð bilun til þess að tvö þúsund manns urðu að fara frá borði í Stokkhólmi og fljúga til síns heima, í stað þess að halda för sinni frá Southampton í Englandi áfram til Sankti Pétursborgar í Rússlandi. Heimahöfn skipsins er í Panama, en skipið er í eigu fyrirtækisins MSC Cruises, ítalsks fyrirtækis sem hefur höfuðstöðvar í Genf í Sviss. Meðal þeirrar afþreyingar sem hið þrettán þilfara MSC Opera hefur upp á að bjóða fyrir yfir 2500 farþega er bíósalur, ballherbergi og vatnsrennibrautagarður.
Ítalía Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira