Kvartanir sérsveitarmanna í skoðun Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. júní 2019 06:15 Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. Fréttablaðið/GVA Kvartanir nokkurra lögreglumanna undan yfirmanni sínum, Haraldi Jóhannessyni ríkislögreglustjóra, eru til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu. Kvartanirnar lúta annars vegar að framkomu og hátterni ríkislögreglustjóra í garð þeirra og hins vegar að vinnuaðstæðum og heildarskipulagi sérsveitarinnar á landsvísu. Hjá ríkislögreglustjóra starfa rúmlega 100 lögreglumenn í nokkrum deildum; alþjóðadeild, fjarskiptadeild, greiningardeild, sérsveit og stoðdeild. Flestir þeirra, 46 menn, eru í sérsveitinni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ríkir óánægja með áherslur ríkislögreglustjóra um dreifingu sérsveitarinnar og fækkun sérsveitarmanna á landsbyggðinni. Sérsveitarmönnum hefur fækkað mjög á Akureyri á undanförnum árum og nú er þar aðeins einn sérsveitarmaður með starfsstöð. Aðrir sérsveitarmenn eru í Reykjavík. Samkvæmt heimildum blaðsins lýtur óánægja þeirra sem kvartað hafa undan ríkislögreglustjóra meðal annars að því hvernig hann hafi fækkað mönnum í sérsveitinni úti á landi og aðferðum við þá fækkun. Menn hafi verið færðir úr starfi sínu í sérsveit eða þrýst á þá að flytja sig í aðrar deildir án þess að staða sérsveitarmanns sé auglýst og ekkert gert til að bregðast við fækkuninni á Akureyri. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við lýsa áhyggjum af því að viðbragðstími sveitarinnar lengist mjög hafi hún aðeins eina starfsstöð á landinu; í Reykjavík. Allir lögreglumenn landsins sæki stuðning til sérsveitarinnar og treysti á hana. Þingmaðurinn Albertína Friðbjörg Elíasdóttir beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um málefni sérsveitarinnar í fyrra. Í svari ráðherra kemur fram að engin ákvörðun hafi verið tekin um að leggja niður starfsstöð sérsveitarinnar á Akureyri. Samkvæmt reglugerð sé forræði á sérsveitinni hjá ríkislögreglustjóra og því í hans höndum að meta þörf á liðsmönnum og dreifingu sveitarinnar á landsvísu. Ráðuneytið hefur ekki viljað veita upplýsingar um meðferð kvartana lögreglumannanna á þeim grundvelli að ráðuneytið tjái sig ekki um mál einstaka starfsmanna. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ring of Gyges semur tónlist fyrir sjálfa sig Meðlimir í proggmetal sveitinni Ring of Gyges eyddu viku saman á Breiðdalsvík að semja nýja plötu. Þeir segja plötuna verða þyngri en þær fyrri ?2 3. júní 2019 08:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Kvartanir nokkurra lögreglumanna undan yfirmanni sínum, Haraldi Jóhannessyni ríkislögreglustjóra, eru til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu. Kvartanirnar lúta annars vegar að framkomu og hátterni ríkislögreglustjóra í garð þeirra og hins vegar að vinnuaðstæðum og heildarskipulagi sérsveitarinnar á landsvísu. Hjá ríkislögreglustjóra starfa rúmlega 100 lögreglumenn í nokkrum deildum; alþjóðadeild, fjarskiptadeild, greiningardeild, sérsveit og stoðdeild. Flestir þeirra, 46 menn, eru í sérsveitinni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ríkir óánægja með áherslur ríkislögreglustjóra um dreifingu sérsveitarinnar og fækkun sérsveitarmanna á landsbyggðinni. Sérsveitarmönnum hefur fækkað mjög á Akureyri á undanförnum árum og nú er þar aðeins einn sérsveitarmaður með starfsstöð. Aðrir sérsveitarmenn eru í Reykjavík. Samkvæmt heimildum blaðsins lýtur óánægja þeirra sem kvartað hafa undan ríkislögreglustjóra meðal annars að því hvernig hann hafi fækkað mönnum í sérsveitinni úti á landi og aðferðum við þá fækkun. Menn hafi verið færðir úr starfi sínu í sérsveit eða þrýst á þá að flytja sig í aðrar deildir án þess að staða sérsveitarmanns sé auglýst og ekkert gert til að bregðast við fækkuninni á Akureyri. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við lýsa áhyggjum af því að viðbragðstími sveitarinnar lengist mjög hafi hún aðeins eina starfsstöð á landinu; í Reykjavík. Allir lögreglumenn landsins sæki stuðning til sérsveitarinnar og treysti á hana. Þingmaðurinn Albertína Friðbjörg Elíasdóttir beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um málefni sérsveitarinnar í fyrra. Í svari ráðherra kemur fram að engin ákvörðun hafi verið tekin um að leggja niður starfsstöð sérsveitarinnar á Akureyri. Samkvæmt reglugerð sé forræði á sérsveitinni hjá ríkislögreglustjóra og því í hans höndum að meta þörf á liðsmönnum og dreifingu sveitarinnar á landsvísu. Ráðuneytið hefur ekki viljað veita upplýsingar um meðferð kvartana lögreglumannanna á þeim grundvelli að ráðuneytið tjái sig ekki um mál einstaka starfsmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Ring of Gyges semur tónlist fyrir sjálfa sig Meðlimir í proggmetal sveitinni Ring of Gyges eyddu viku saman á Breiðdalsvík að semja nýja plötu. Þeir segja plötuna verða þyngri en þær fyrri ?2 3. júní 2019 08:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Ring of Gyges semur tónlist fyrir sjálfa sig Meðlimir í proggmetal sveitinni Ring of Gyges eyddu viku saman á Breiðdalsvík að semja nýja plötu. Þeir segja plötuna verða þyngri en þær fyrri ?2 3. júní 2019 08:30