Eflingarfólk ánægt með skilaboð SA um lífskjarasamning Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. júní 2019 06:15 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, við undirritun samninganna í byrjun apríl. vísir/vilhelm „Við teljum það ánægjulegt að Samtök atvinnulífsins séu að senda þessi skilaboð til sinna aðildarfélaga. Þarna er að okkar mati verið að viðurkenna þau sjónarmið við höfum uppi í þessu máli og almennt,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, um póst sem SA sendu aðildarfyrirtækjum sínum í gær. Í póstinum, sem er undirritaður af formanni og framkvæmdastjóra SA, segir að með lífskjarasamningnum hafi sérstök áhersla verið lögð á kjarabætur til tekjulágra. Því sé mikilvægt að umsamdar hækkanir skili sér óskertar. „Örfá dæmi eru um að launagreiðslur umfram lágmarkskjör kjarasamninga hafi verið skertar með beinni vísan til Lífskjarasamningsins. Það er mjög óheppileg tilvísun enda gengið út frá því að launaliðir samningsins kæmu óbreyttir til framkvæmda frá gildistöku samkvæmt efni þeirra,“ segir enn fremur í póstinum. Viðar segir að skilaboðin séu þau að heiðra eigi samkomulagið í einu og öllu. Þar með talið það sem snýr að svokölluðum yfirborgunum eins og mál Capital Hotel snúist um. Ákveðnar lagahliðar þess máls séu enn í skoðun hjá lögmanni Eflingar. „Við áttum okkur auðvitað á því að SA geta auðvitað ekki ábyrgst launagreiðslur umfram taxta á einstaka vinnustöðum. Það sem skiptir okkur máli eru hin almennu skilaboð og að það fari ekki að myndast einhver túlkun hjá atvinnurekendum að það sé sjálfsagðasti hlutur í heimi að ætla að fjármagna launahækkanir samningsins með því að afnema bara þær yfirborganir sem fyrir voru,“ segir Viðar. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
„Við teljum það ánægjulegt að Samtök atvinnulífsins séu að senda þessi skilaboð til sinna aðildarfélaga. Þarna er að okkar mati verið að viðurkenna þau sjónarmið við höfum uppi í þessu máli og almennt,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, um póst sem SA sendu aðildarfyrirtækjum sínum í gær. Í póstinum, sem er undirritaður af formanni og framkvæmdastjóra SA, segir að með lífskjarasamningnum hafi sérstök áhersla verið lögð á kjarabætur til tekjulágra. Því sé mikilvægt að umsamdar hækkanir skili sér óskertar. „Örfá dæmi eru um að launagreiðslur umfram lágmarkskjör kjarasamninga hafi verið skertar með beinni vísan til Lífskjarasamningsins. Það er mjög óheppileg tilvísun enda gengið út frá því að launaliðir samningsins kæmu óbreyttir til framkvæmda frá gildistöku samkvæmt efni þeirra,“ segir enn fremur í póstinum. Viðar segir að skilaboðin séu þau að heiðra eigi samkomulagið í einu og öllu. Þar með talið það sem snýr að svokölluðum yfirborgunum eins og mál Capital Hotel snúist um. Ákveðnar lagahliðar þess máls séu enn í skoðun hjá lögmanni Eflingar. „Við áttum okkur auðvitað á því að SA geta auðvitað ekki ábyrgst launagreiðslur umfram taxta á einstaka vinnustöðum. Það sem skiptir okkur máli eru hin almennu skilaboð og að það fari ekki að myndast einhver túlkun hjá atvinnurekendum að það sé sjálfsagðasti hlutur í heimi að ætla að fjármagna launahækkanir samningsins með því að afnema bara þær yfirborganir sem fyrir voru,“ segir Viðar.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira