Samvinnuverkefni Lilja Alfreðsdóttir skrifar 4. júní 2019 07:00 Nýverið samþykkti ríkisstjórnin að veita 45 milljónum kr. til aðgerðaáætlunar til að efla menntaúrræði á Suðurnesjum. Aðgerðirnar eru liður í viðbrögðum stjórnvalda við gjaldþroti Wow air í lok mars. Með menntun stuðlum við að framþróun og uppbyggingu og þegar mæta þarf áskorunum af þessu tagi horfum við sérstaklega til aðgerða sem skapað geta tækifæri til framtíðar. Í byrjun apríl fundaði ég með fulltrúum fræðsluaðila og íbúum Suðurnesja og í kjölfarið var stofnaður starfshópur um málið innan ráðuneytisins. Hlutverk hans var að móta aðgerðaáætlun sem byggir á sýn heimamanna og stjórnvalda ásamt því að vakta og miðla upplýsingum um stöðu og þróun mála, með sérstakri áherslu á greiningu á aðstæðum þeirra hópa sem verst stæðu. Markmið aðgerðanna er meðal annars að aðgengi að námi á öllum skólastigum sé tryggt, að þjónusta við fólk með annað móðurmál en íslensku sé tryggð og að ekki verði fall í þátttöku barna og ungmenna í frístunda- og íþróttastarfi eða tónlistarnámi. Þá er sérstök áhersla á að fyrirbyggja athafnaleysi yfir sumarmánuðina m.a. með sumarstarfsemi menntastofnana á svæðinu. Gott samráð er við fræðsluaðila á svæðinu, svo sem Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Keili, svo og Vinnumálastofnun. Teknar hafa verið saman hugmyndir þeirra sem nýst geta ólíkum hópum á svæðinu. Í fyrri hluta áætlunarinnar verður meðal annars áhersla á íþrótta- og æskulýðsstarf , raunfærnimat með náms- og starfsráðgjöf og styttri námslínur og námskeið. Það er fjölbreytt námsframboð á Suðurnesjum og fræðsluaðilar þar vinna frábært starf, við það viljum við styðja. Þar hefur orðið umtalsverð fólksfjölgun á síðustu árum og því er mikilvægt að innviðir geti tekið við þeim sem vilja stunda nám – til þess horfum við meðal annars með fyrirhugaðri stækkun á húsakynnum Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Forsenda velferðar og lífsgæða á Íslandi er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf þar sem til staðar eru störf fyrir menntað fólk sem stuðlar að nýsköpun og þróun. Það er samvinnuverkefni okkar að skapa slíkar aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Nýverið samþykkti ríkisstjórnin að veita 45 milljónum kr. til aðgerðaáætlunar til að efla menntaúrræði á Suðurnesjum. Aðgerðirnar eru liður í viðbrögðum stjórnvalda við gjaldþroti Wow air í lok mars. Með menntun stuðlum við að framþróun og uppbyggingu og þegar mæta þarf áskorunum af þessu tagi horfum við sérstaklega til aðgerða sem skapað geta tækifæri til framtíðar. Í byrjun apríl fundaði ég með fulltrúum fræðsluaðila og íbúum Suðurnesja og í kjölfarið var stofnaður starfshópur um málið innan ráðuneytisins. Hlutverk hans var að móta aðgerðaáætlun sem byggir á sýn heimamanna og stjórnvalda ásamt því að vakta og miðla upplýsingum um stöðu og þróun mála, með sérstakri áherslu á greiningu á aðstæðum þeirra hópa sem verst stæðu. Markmið aðgerðanna er meðal annars að aðgengi að námi á öllum skólastigum sé tryggt, að þjónusta við fólk með annað móðurmál en íslensku sé tryggð og að ekki verði fall í þátttöku barna og ungmenna í frístunda- og íþróttastarfi eða tónlistarnámi. Þá er sérstök áhersla á að fyrirbyggja athafnaleysi yfir sumarmánuðina m.a. með sumarstarfsemi menntastofnana á svæðinu. Gott samráð er við fræðsluaðila á svæðinu, svo sem Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Keili, svo og Vinnumálastofnun. Teknar hafa verið saman hugmyndir þeirra sem nýst geta ólíkum hópum á svæðinu. Í fyrri hluta áætlunarinnar verður meðal annars áhersla á íþrótta- og æskulýðsstarf , raunfærnimat með náms- og starfsráðgjöf og styttri námslínur og námskeið. Það er fjölbreytt námsframboð á Suðurnesjum og fræðsluaðilar þar vinna frábært starf, við það viljum við styðja. Þar hefur orðið umtalsverð fólksfjölgun á síðustu árum og því er mikilvægt að innviðir geti tekið við þeim sem vilja stunda nám – til þess horfum við meðal annars með fyrirhugaðri stækkun á húsakynnum Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Forsenda velferðar og lífsgæða á Íslandi er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf þar sem til staðar eru störf fyrir menntað fólk sem stuðlar að nýsköpun og þróun. Það er samvinnuverkefni okkar að skapa slíkar aðstæður.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun