Enska landsliðið náði þriðja sætinu á síðasta heimsmeistaramóti sem fór fram í Kanada 2015.
Phil Neville, setti fótboltaskóna sína upp á hilluna árið 2013 eftir að hafa spilað með Manchester United og Everton. Hann tók við enska kvennalandsliðinu árið 2018.
Ensku stelpurnar hafa unnið 10 af 17 leikjum undir hans stjórn og aðeins tapað þremur.
Phil Neville er búinn að velja 23 leikmenn í hópinn sinn og breska ríkisútvarpið fékk nokkar þeirra til að lýsa landsliðsþjálfaranum og má sjá það hér fyrir neðan.
"Tries to be funny"
What do the Lionesses really think of Phil Neville?#FIFAWWC#ChangeTheGamepic.twitter.com/fLgfJiDwf0
— BBC Sport (@BBCSport) June 4, 2019
Enska landsliðið er í riðli með Skotlandi, Argentínu og Japan og er fyrsti leikur liðsins á móti Skotlandi 9. júní. Leikurinn fer fram á Allianzz Riviera leikvanginum í Nice eða þeim sama og íslenska karlalandsliðið sló það enska út úr sextán liða úrslitunum á EM 2016.