Tregðulögmálið Davíð Þorláksson skrifar 5. júní 2019 07:00 Búist er við 14% samdrætti í ferðaþjónustu í ár. Greinin er orðin svo mikilvæg efnahagslífinu að það kallar á endurskoðun á forsendum ríkisfjármála. Forsendur sem var reyndar búið að benda á að voru of bjartsýnar. Og hver eru viðbrögðin við breyttum forsendum? Jú, meðal annars að hætta við lækkun bankaskatts. Lækkun bankaskatts myndi skila sér beint í lægri vöxtum á lánum til heimila og fyrirtækja. Hún myndi spila vel með markmiðum stjórnvalda í húsnæðismálum, myndi styðja við markmið lífskjarasamningsins um lækkun vaxta og bæta kjör allra. Það er með ólíkindum hvað það virðist þurfa mikið að ganga á til að stjórnmálamenn hugleiði að draga úr ríkisútgjöldum. Opinber útgjöld á Íslandi eru þau þriðju hæstu meðal þróaðra ríkja, eða 41% af landsframleiðslu. Það þarf miklar skatttekjur til að standa undir öllum þessum útgjöldum. Skattheimta á Íslandi er enda sú þriðja hæsta meðal þróaðra ríkja, eða 33% af landsframleiðslu. Þjóðin er að eldast og verið er að þróa betri lyf og tækni í heilbrigðisgeiranum sem mun kalla á enn meiri þrýsting á hærri útgjöld. Tæknibreytingar gera það að verkum að störf hverfa og ný skapast sem mun leiða til aukins álags á menntakerfið. Svigrúm til áframhaldandi aukningar ríkisútgjalda er takmarkað. Við munum því ekki geta haldið áfram úti öflugu velferðar- og menntakerfi án þess að forgangsraða og draga úr útgjöldum til málaflokka sem eru utan grunnhlutverks ríkisins. Til þess að það geti gerst verður að afsanna það tregðulögmál sem virðist vera í gildi þegar ríkisútgjöld eru annars vegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun
Búist er við 14% samdrætti í ferðaþjónustu í ár. Greinin er orðin svo mikilvæg efnahagslífinu að það kallar á endurskoðun á forsendum ríkisfjármála. Forsendur sem var reyndar búið að benda á að voru of bjartsýnar. Og hver eru viðbrögðin við breyttum forsendum? Jú, meðal annars að hætta við lækkun bankaskatts. Lækkun bankaskatts myndi skila sér beint í lægri vöxtum á lánum til heimila og fyrirtækja. Hún myndi spila vel með markmiðum stjórnvalda í húsnæðismálum, myndi styðja við markmið lífskjarasamningsins um lækkun vaxta og bæta kjör allra. Það er með ólíkindum hvað það virðist þurfa mikið að ganga á til að stjórnmálamenn hugleiði að draga úr ríkisútgjöldum. Opinber útgjöld á Íslandi eru þau þriðju hæstu meðal þróaðra ríkja, eða 41% af landsframleiðslu. Það þarf miklar skatttekjur til að standa undir öllum þessum útgjöldum. Skattheimta á Íslandi er enda sú þriðja hæsta meðal þróaðra ríkja, eða 33% af landsframleiðslu. Þjóðin er að eldast og verið er að þróa betri lyf og tækni í heilbrigðisgeiranum sem mun kalla á enn meiri þrýsting á hærri útgjöld. Tæknibreytingar gera það að verkum að störf hverfa og ný skapast sem mun leiða til aukins álags á menntakerfið. Svigrúm til áframhaldandi aukningar ríkisútgjalda er takmarkað. Við munum því ekki geta haldið áfram úti öflugu velferðar- og menntakerfi án þess að forgangsraða og draga úr útgjöldum til málaflokka sem eru utan grunnhlutverks ríkisins. Til þess að það geti gerst verður að afsanna það tregðulögmál sem virðist vera í gildi þegar ríkisútgjöld eru annars vegar.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun