Viðbrögð starfsmanna hárrétt við eldi á Nesjavöllum Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 5. júní 2019 11:33 Frá vettvangi í morgun. Vísir/Jói K Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóni Brunavarna Árnessýslu, segir ekkert tjón hafa orðið á húsnæði vegna elds sem kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum upp úr klukkan tíu í morgun. Spennirinn sé þó auðvitað skemmdur og hann sé vafalítið ekki ódýr. „Við æfum hérna reglulega með starfsmönnunum svo við þekkjum aðstæður mjög vel og þá starfsmenn sem hér starfa. Í fyrstu höfðum við ekki miklar áhyggjur af þessu. En við sendum fullt viðbragð, svokallað F1 útkall, svo það var talsverður hópur manna sem lagði af stað upp eftir,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Viðbrögð starfsmanna hjá Orku náttúrunnar hafi verið algjörlega hárrétt. „Þeir opnuðu inn í rýmið og gátu slökkt í þessu með handslökkvitæki eins og þeirra þjálfun býður. Þeir voru síðan búnir að opna þegar við komum á staðinn í báða enda svo rýmið var búið að reykræsa sig. Okkar hlutverk var þá bara að tryggja að ekkert kæmi upp frekar, sem var ekki.“ Starfsmenn hafi náð að upplýsa slökkvilið um að eldurinn væri úti þegar teymið var komið hálfa leið á vettvang. „Svo við gátum slegið af forgangi og þar með minni hætta fyrir fólk í umferðinni af okkur á mikilli ferð.“ Pétur segir að við aðstæður sem þessar sé fyrst og fremst hætta á að eldurinn breiði úr sér og verði meira tjón á virkjuninni. „Það sem má kannski helst líta til er að hér er raforkuframleiðsla í gangi. Ef svona útkall verður til þess að raforkuframleiðsla stöðvist getur það haft heilmikil áhrif á fyrirtæki sem nota afurðina sem héðan kemur. Auðvitað síðan frekari skemmdir á mannvirkinu. Þetta er smíðað þannig að það er hamlandi að eldur geti breytt úr sér. Mest er bara úr járni og óbrennanlegum efnum.“ Ekki er langt síðan slökkviliðsmenn á Suðurlandi brugðust við bruna í Ljósafossvirkjun. „Ljósafoss var svolítið öðruvísi. Þar var gamall spennir utandyra sem er auðvitað auðveldara fyrir okkur að vinna með. Menn þurfa samt að passa sig við vatnsnotkun og annað sem er hættulegt við þessar aðstæður. Þessi spennir er hins vegar innandyra sem getur gert málin flóknari ef ekki er búið að slökkva þegar við komum.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum skömmu eftir klukkan 10 í morgun. 5. júní 2019 10:36 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóni Brunavarna Árnessýslu, segir ekkert tjón hafa orðið á húsnæði vegna elds sem kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum upp úr klukkan tíu í morgun. Spennirinn sé þó auðvitað skemmdur og hann sé vafalítið ekki ódýr. „Við æfum hérna reglulega með starfsmönnunum svo við þekkjum aðstæður mjög vel og þá starfsmenn sem hér starfa. Í fyrstu höfðum við ekki miklar áhyggjur af þessu. En við sendum fullt viðbragð, svokallað F1 útkall, svo það var talsverður hópur manna sem lagði af stað upp eftir,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Viðbrögð starfsmanna hjá Orku náttúrunnar hafi verið algjörlega hárrétt. „Þeir opnuðu inn í rýmið og gátu slökkt í þessu með handslökkvitæki eins og þeirra þjálfun býður. Þeir voru síðan búnir að opna þegar við komum á staðinn í báða enda svo rýmið var búið að reykræsa sig. Okkar hlutverk var þá bara að tryggja að ekkert kæmi upp frekar, sem var ekki.“ Starfsmenn hafi náð að upplýsa slökkvilið um að eldurinn væri úti þegar teymið var komið hálfa leið á vettvang. „Svo við gátum slegið af forgangi og þar með minni hætta fyrir fólk í umferðinni af okkur á mikilli ferð.“ Pétur segir að við aðstæður sem þessar sé fyrst og fremst hætta á að eldurinn breiði úr sér og verði meira tjón á virkjuninni. „Það sem má kannski helst líta til er að hér er raforkuframleiðsla í gangi. Ef svona útkall verður til þess að raforkuframleiðsla stöðvist getur það haft heilmikil áhrif á fyrirtæki sem nota afurðina sem héðan kemur. Auðvitað síðan frekari skemmdir á mannvirkinu. Þetta er smíðað þannig að það er hamlandi að eldur geti breytt úr sér. Mest er bara úr járni og óbrennanlegum efnum.“ Ekki er langt síðan slökkviliðsmenn á Suðurlandi brugðust við bruna í Ljósafossvirkjun. „Ljósafoss var svolítið öðruvísi. Þar var gamall spennir utandyra sem er auðvitað auðveldara fyrir okkur að vinna með. Menn þurfa samt að passa sig við vatnsnotkun og annað sem er hættulegt við þessar aðstæður. Þessi spennir er hins vegar innandyra sem getur gert málin flóknari ef ekki er búið að slökkva þegar við komum.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum skömmu eftir klukkan 10 í morgun. 5. júní 2019 10:36 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum Eldur kom upp í spennuvirki á Nesjavöllum skömmu eftir klukkan 10 í morgun. 5. júní 2019 10:36