Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2019 11:43 Frá vettvangi í Garðabæ í fyrra. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrirtækið Geymslur af kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl í fyrra. Tveir menn sem urðu fyrir tjóni í brunanum vegna eigna sem þeir höfðu geymt í geymslum í húsnæðinu stefndu fyrirtækinu og kröfðust bóta. Dómar voru kveðnir upp í morgun en þeir hafa ekki verið birtir á vef dómstólsins. Mál þeirra eru fordæmisgefandi fyrir meira en fimmtíu einstaklinga sem einnig hafa stefnt Geymslum vegna brunans en Guðni Á. Haraldsson er lögmaður hópsins. Hann segist frekar eiga von á því að skjólstæðingar sínir áfrýi málinu til Landsréttar heldur en ekki. „Geymslur voru sýknaðar en málskostnaður var felldur niður,“ segir Guðni um niðurstöðuna í samtali við Vísi.Bruninn kom upp í húsnæði Geymslna í Garðabæ í fyrra. Brunans varð vart að morgni til en slökkvistarf stóð fram á nótt.vísir/vilhelmSýkna á þeirri forsendu að um húsaleigusamning var að ræða Fyrir dómi nú var aðeins deilt um bótaskyldu fyrirtækisins en upphæð hugsanlegra bóta geymd. „Það var ekki viðurkennt að félagið bæri skaðabótaábyrgð og bótaskyldu á þessu tjóni sem var óskilgreint. Geymslur voru sýknaðar á þeirri forsendu að þetta væri húsaleigusamningur en ekki geymslusamningur,“ segir Guðni. Hann segir að í samningum skjólstæðinga sinna við Geymslur hafi sérstaklega verið tekið fram að um húsaleigusamning væri að ræða. „Við sögðum að þarna væri verið að koma sér undan lögunum með þessu en dómurinn féllst ekki á það,“ segir Guðni. Næstu skref eru að kynna öllum hlutaðeigandi dóminn segir Guðni og taka svo ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Spurður út í það hvort að Geymslur hafi á fyrri stigum boðið skjólstæðingum hans bætur vegna brunans segir hann svo ekki vera. „Þeir buðu aldrei neinar bætur og sögðu bara við fólkið „Þið getið farið hérna út í bæ og skoðað í einhverjum kerjum hvort þið eigið eitthvað þar.“ Það var öllu hafnað og engin viðleitni til að koma til móts við fólkið af hálfu Geymslna,“ segir Guðni. Garðabær Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Slökkviliðið nýtti sér hitadróna í Miðhrauni Með þessum hætti fengu slökkviliðsmenn upplýsingar um hvar mestur hiti væri í húsnæðinu og hvernig væri best að sækja að eldinum. 6. apríl 2018 15:34 Undirbúa hópmálsókn gegn Geymslum Hópur fólks sem missti eigur sínar í brunanum hjá Geymslum í Garðabæ í byrjun apríl síðastliðinn undirbýr nú að leita réttar síns með málsókn á hendur eigendum Geymslna. 11. maí 2018 08:32 Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00 Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrirtækið Geymslur af kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl í fyrra. Tveir menn sem urðu fyrir tjóni í brunanum vegna eigna sem þeir höfðu geymt í geymslum í húsnæðinu stefndu fyrirtækinu og kröfðust bóta. Dómar voru kveðnir upp í morgun en þeir hafa ekki verið birtir á vef dómstólsins. Mál þeirra eru fordæmisgefandi fyrir meira en fimmtíu einstaklinga sem einnig hafa stefnt Geymslum vegna brunans en Guðni Á. Haraldsson er lögmaður hópsins. Hann segist frekar eiga von á því að skjólstæðingar sínir áfrýi málinu til Landsréttar heldur en ekki. „Geymslur voru sýknaðar en málskostnaður var felldur niður,“ segir Guðni um niðurstöðuna í samtali við Vísi.Bruninn kom upp í húsnæði Geymslna í Garðabæ í fyrra. Brunans varð vart að morgni til en slökkvistarf stóð fram á nótt.vísir/vilhelmSýkna á þeirri forsendu að um húsaleigusamning var að ræða Fyrir dómi nú var aðeins deilt um bótaskyldu fyrirtækisins en upphæð hugsanlegra bóta geymd. „Það var ekki viðurkennt að félagið bæri skaðabótaábyrgð og bótaskyldu á þessu tjóni sem var óskilgreint. Geymslur voru sýknaðar á þeirri forsendu að þetta væri húsaleigusamningur en ekki geymslusamningur,“ segir Guðni. Hann segir að í samningum skjólstæðinga sinna við Geymslur hafi sérstaklega verið tekið fram að um húsaleigusamning væri að ræða. „Við sögðum að þarna væri verið að koma sér undan lögunum með þessu en dómurinn féllst ekki á það,“ segir Guðni. Næstu skref eru að kynna öllum hlutaðeigandi dóminn segir Guðni og taka svo ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Spurður út í það hvort að Geymslur hafi á fyrri stigum boðið skjólstæðingum hans bætur vegna brunans segir hann svo ekki vera. „Þeir buðu aldrei neinar bætur og sögðu bara við fólkið „Þið getið farið hérna út í bæ og skoðað í einhverjum kerjum hvort þið eigið eitthvað þar.“ Það var öllu hafnað og engin viðleitni til að koma til móts við fólkið af hálfu Geymslna,“ segir Guðni.
Garðabær Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Slökkviliðið nýtti sér hitadróna í Miðhrauni Með þessum hætti fengu slökkviliðsmenn upplýsingar um hvar mestur hiti væri í húsnæðinu og hvernig væri best að sækja að eldinum. 6. apríl 2018 15:34 Undirbúa hópmálsókn gegn Geymslum Hópur fólks sem missti eigur sínar í brunanum hjá Geymslum í Garðabæ í byrjun apríl síðastliðinn undirbýr nú að leita réttar síns með málsókn á hendur eigendum Geymslna. 11. maí 2018 08:32 Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00 Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Slökkviliðið nýtti sér hitadróna í Miðhrauni Með þessum hætti fengu slökkviliðsmenn upplýsingar um hvar mestur hiti væri í húsnæðinu og hvernig væri best að sækja að eldinum. 6. apríl 2018 15:34
Undirbúa hópmálsókn gegn Geymslum Hópur fólks sem missti eigur sínar í brunanum hjá Geymslum í Garðabæ í byrjun apríl síðastliðinn undirbýr nú að leita réttar síns með málsókn á hendur eigendum Geymslna. 11. maí 2018 08:32
Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00
Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19