Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2019 11:43 Frá vettvangi í Garðabæ í fyrra. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrirtækið Geymslur af kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl í fyrra. Tveir menn sem urðu fyrir tjóni í brunanum vegna eigna sem þeir höfðu geymt í geymslum í húsnæðinu stefndu fyrirtækinu og kröfðust bóta. Dómar voru kveðnir upp í morgun en þeir hafa ekki verið birtir á vef dómstólsins. Mál þeirra eru fordæmisgefandi fyrir meira en fimmtíu einstaklinga sem einnig hafa stefnt Geymslum vegna brunans en Guðni Á. Haraldsson er lögmaður hópsins. Hann segist frekar eiga von á því að skjólstæðingar sínir áfrýi málinu til Landsréttar heldur en ekki. „Geymslur voru sýknaðar en málskostnaður var felldur niður,“ segir Guðni um niðurstöðuna í samtali við Vísi.Bruninn kom upp í húsnæði Geymslna í Garðabæ í fyrra. Brunans varð vart að morgni til en slökkvistarf stóð fram á nótt.vísir/vilhelmSýkna á þeirri forsendu að um húsaleigusamning var að ræða Fyrir dómi nú var aðeins deilt um bótaskyldu fyrirtækisins en upphæð hugsanlegra bóta geymd. „Það var ekki viðurkennt að félagið bæri skaðabótaábyrgð og bótaskyldu á þessu tjóni sem var óskilgreint. Geymslur voru sýknaðar á þeirri forsendu að þetta væri húsaleigusamningur en ekki geymslusamningur,“ segir Guðni. Hann segir að í samningum skjólstæðinga sinna við Geymslur hafi sérstaklega verið tekið fram að um húsaleigusamning væri að ræða. „Við sögðum að þarna væri verið að koma sér undan lögunum með þessu en dómurinn féllst ekki á það,“ segir Guðni. Næstu skref eru að kynna öllum hlutaðeigandi dóminn segir Guðni og taka svo ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Spurður út í það hvort að Geymslur hafi á fyrri stigum boðið skjólstæðingum hans bætur vegna brunans segir hann svo ekki vera. „Þeir buðu aldrei neinar bætur og sögðu bara við fólkið „Þið getið farið hérna út í bæ og skoðað í einhverjum kerjum hvort þið eigið eitthvað þar.“ Það var öllu hafnað og engin viðleitni til að koma til móts við fólkið af hálfu Geymslna,“ segir Guðni. Garðabær Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Slökkviliðið nýtti sér hitadróna í Miðhrauni Með þessum hætti fengu slökkviliðsmenn upplýsingar um hvar mestur hiti væri í húsnæðinu og hvernig væri best að sækja að eldinum. 6. apríl 2018 15:34 Undirbúa hópmálsókn gegn Geymslum Hópur fólks sem missti eigur sínar í brunanum hjá Geymslum í Garðabæ í byrjun apríl síðastliðinn undirbýr nú að leita réttar síns með málsókn á hendur eigendum Geymslna. 11. maí 2018 08:32 Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00 Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrirtækið Geymslur af kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl í fyrra. Tveir menn sem urðu fyrir tjóni í brunanum vegna eigna sem þeir höfðu geymt í geymslum í húsnæðinu stefndu fyrirtækinu og kröfðust bóta. Dómar voru kveðnir upp í morgun en þeir hafa ekki verið birtir á vef dómstólsins. Mál þeirra eru fordæmisgefandi fyrir meira en fimmtíu einstaklinga sem einnig hafa stefnt Geymslum vegna brunans en Guðni Á. Haraldsson er lögmaður hópsins. Hann segist frekar eiga von á því að skjólstæðingar sínir áfrýi málinu til Landsréttar heldur en ekki. „Geymslur voru sýknaðar en málskostnaður var felldur niður,“ segir Guðni um niðurstöðuna í samtali við Vísi.Bruninn kom upp í húsnæði Geymslna í Garðabæ í fyrra. Brunans varð vart að morgni til en slökkvistarf stóð fram á nótt.vísir/vilhelmSýkna á þeirri forsendu að um húsaleigusamning var að ræða Fyrir dómi nú var aðeins deilt um bótaskyldu fyrirtækisins en upphæð hugsanlegra bóta geymd. „Það var ekki viðurkennt að félagið bæri skaðabótaábyrgð og bótaskyldu á þessu tjóni sem var óskilgreint. Geymslur voru sýknaðar á þeirri forsendu að þetta væri húsaleigusamningur en ekki geymslusamningur,“ segir Guðni. Hann segir að í samningum skjólstæðinga sinna við Geymslur hafi sérstaklega verið tekið fram að um húsaleigusamning væri að ræða. „Við sögðum að þarna væri verið að koma sér undan lögunum með þessu en dómurinn féllst ekki á það,“ segir Guðni. Næstu skref eru að kynna öllum hlutaðeigandi dóminn segir Guðni og taka svo ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Spurður út í það hvort að Geymslur hafi á fyrri stigum boðið skjólstæðingum hans bætur vegna brunans segir hann svo ekki vera. „Þeir buðu aldrei neinar bætur og sögðu bara við fólkið „Þið getið farið hérna út í bæ og skoðað í einhverjum kerjum hvort þið eigið eitthvað þar.“ Það var öllu hafnað og engin viðleitni til að koma til móts við fólkið af hálfu Geymslna,“ segir Guðni.
Garðabær Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Slökkviliðið nýtti sér hitadróna í Miðhrauni Með þessum hætti fengu slökkviliðsmenn upplýsingar um hvar mestur hiti væri í húsnæðinu og hvernig væri best að sækja að eldinum. 6. apríl 2018 15:34 Undirbúa hópmálsókn gegn Geymslum Hópur fólks sem missti eigur sínar í brunanum hjá Geymslum í Garðabæ í byrjun apríl síðastliðinn undirbýr nú að leita réttar síns með málsókn á hendur eigendum Geymslna. 11. maí 2018 08:32 Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00 Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Slökkviliðið nýtti sér hitadróna í Miðhrauni Með þessum hætti fengu slökkviliðsmenn upplýsingar um hvar mestur hiti væri í húsnæðinu og hvernig væri best að sækja að eldinum. 6. apríl 2018 15:34
Undirbúa hópmálsókn gegn Geymslum Hópur fólks sem missti eigur sínar í brunanum hjá Geymslum í Garðabæ í byrjun apríl síðastliðinn undirbýr nú að leita réttar síns með málsókn á hendur eigendum Geymslna. 11. maí 2018 08:32
Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00
Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19