(Lækkun) og hækkun – en samt besta verð? Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar 6. júní 2019 07:00 Þann 24. maí lækkaði Lífeyrissjóður verslunarmanna fasta vexti verðtryggðra sjóðfélagalána úr 3,6% í 3,4%. Breytilegir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána sem voru 2,06% hækkuðu aftur á móti um 0,2% í 2,26%. Helsta ástæða hækkunarinnar var sú að ástæða var talin til að breyta vaxtaviðmiði sem áður hafði miðast við breytingu á ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokksins HFF150434. Svo hefur borið við að viðskipti með þennan skuldabréfaflokk hafa farið verulega minnkandi og hann því ekki lengur talinn eins virkt vaxtaviðmið eins og flokkurinn var á sínum tíma. Sú góða frétt að fastir verðtryggðir vextir lækkuðu þótti sumum ekki frétt en gagnrýndu þó harðlega 0,2% hækkun breytilegu vaxtanna. Eins og að framan greinir var það þó ekki illkvittni eða græðgi sem réð því að vextir hækkuðu um 0,2% heldur breyting frá vaxtaviðmiði sem þótti úrelt og ekki gefa nægjanlega góða mynd vegna lítilla viðskipta með viðkomandi viðmiðunarflokk. Í framtíðinni mun, við ákvarðanir um vaxtabreytingar, verða litið til ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa sem og samanburðarhæfra skuldabréfa ásamt vaxtakjara á markaði fyrir sambærileg lán, að teknu tilliti til áhættumats sjóðsins. Breytilegir verðtryggðir vextir sjóðsfélagalána hafa lækkað verulega undanfarið eða úr 3,86% í ágúst 2016 niður í 2,06% í maí 2019. Þeirri miklu lækkun fagna væntanlega þeir fjölmörgu lántakendur sem notið hafa góðs af. Það eru hagsmunir sjóðfélaga og lántakenda almennt að lánsvextir sjóðsins séu hagstæðir og í takti við markaðsaðstæður hverju sinni. Sé horft til framtíðar geta breytilegir vextir að sjálfsögðu lækkað jafnt sem hækkað. Vextir Lífeyrissjóðs verslunarmanna eru eftir nýjustu breytingar sem fyrr með allra hagstæðustu lánakostum sem bjóðast. Samkvæmt síðunni Aurbjorg.is eru verðtryggðir breytilegir vextir Lífeyrissjóðsins eftir breytingu þriðju lægstu vextir á markaðnum í samanburði þeirra fjórtán aðila sem samanburðurinn nær til. Eru vextirnir til dæmis langt undir vöxtum húsnæðislána viðskiptabankanna. Fyrir breytinguna voru vextirnir lægstu markaðsvextir breytilegra verðtryggðra lána sem buðust. Verðtryggðir fastir vextir Lífeyrissjóðsins eru jafnframt samkvæmt sama samanburði næst lægstu verðtryggðu lánsvextir á markaði í dag og þar sem uppgreiðslugjöld eru engin hjá Lífeyrissjóðnum, ólíkt t.d. viðskiptabönkunum með 1% uppgreiðslugjald, eiga lántakendur auðveldara en ella með að færa lán sín telji þeir aðra og hagfelldari kosti bjóðast. Gagnrýnin umræða er oft af hinu góða en þá ber að halda á lofti sem flestum hliðum.F.h. stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Sjá meira
Þann 24. maí lækkaði Lífeyrissjóður verslunarmanna fasta vexti verðtryggðra sjóðfélagalána úr 3,6% í 3,4%. Breytilegir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána sem voru 2,06% hækkuðu aftur á móti um 0,2% í 2,26%. Helsta ástæða hækkunarinnar var sú að ástæða var talin til að breyta vaxtaviðmiði sem áður hafði miðast við breytingu á ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokksins HFF150434. Svo hefur borið við að viðskipti með þennan skuldabréfaflokk hafa farið verulega minnkandi og hann því ekki lengur talinn eins virkt vaxtaviðmið eins og flokkurinn var á sínum tíma. Sú góða frétt að fastir verðtryggðir vextir lækkuðu þótti sumum ekki frétt en gagnrýndu þó harðlega 0,2% hækkun breytilegu vaxtanna. Eins og að framan greinir var það þó ekki illkvittni eða græðgi sem réð því að vextir hækkuðu um 0,2% heldur breyting frá vaxtaviðmiði sem þótti úrelt og ekki gefa nægjanlega góða mynd vegna lítilla viðskipta með viðkomandi viðmiðunarflokk. Í framtíðinni mun, við ákvarðanir um vaxtabreytingar, verða litið til ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa sem og samanburðarhæfra skuldabréfa ásamt vaxtakjara á markaði fyrir sambærileg lán, að teknu tilliti til áhættumats sjóðsins. Breytilegir verðtryggðir vextir sjóðsfélagalána hafa lækkað verulega undanfarið eða úr 3,86% í ágúst 2016 niður í 2,06% í maí 2019. Þeirri miklu lækkun fagna væntanlega þeir fjölmörgu lántakendur sem notið hafa góðs af. Það eru hagsmunir sjóðfélaga og lántakenda almennt að lánsvextir sjóðsins séu hagstæðir og í takti við markaðsaðstæður hverju sinni. Sé horft til framtíðar geta breytilegir vextir að sjálfsögðu lækkað jafnt sem hækkað. Vextir Lífeyrissjóðs verslunarmanna eru eftir nýjustu breytingar sem fyrr með allra hagstæðustu lánakostum sem bjóðast. Samkvæmt síðunni Aurbjorg.is eru verðtryggðir breytilegir vextir Lífeyrissjóðsins eftir breytingu þriðju lægstu vextir á markaðnum í samanburði þeirra fjórtán aðila sem samanburðurinn nær til. Eru vextirnir til dæmis langt undir vöxtum húsnæðislána viðskiptabankanna. Fyrir breytinguna voru vextirnir lægstu markaðsvextir breytilegra verðtryggðra lána sem buðust. Verðtryggðir fastir vextir Lífeyrissjóðsins eru jafnframt samkvæmt sama samanburði næst lægstu verðtryggðu lánsvextir á markaði í dag og þar sem uppgreiðslugjöld eru engin hjá Lífeyrissjóðnum, ólíkt t.d. viðskiptabönkunum með 1% uppgreiðslugjald, eiga lántakendur auðveldara en ella með að færa lán sín telji þeir aðra og hagfelldari kosti bjóðast. Gagnrýnin umræða er oft af hinu góða en þá ber að halda á lofti sem flestum hliðum.F.h. stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar