Fótbolti

Svik ef Sarri fer til Juventus

Benedikt Bóas skrifar
Sarri.
Sarri. vísir/getty
Lorenzo Insigne, landsliðsmaður Ítalíu, tók undir orð Jorginho, leikmanns Chelsea, og sagði á blaðamannafundi að fari Maurizio Sarri til Juventus væru það svik við Napoli. Sarri var þrjú ár hjá Napoli áður en hann hélt í víking til Englands til að taka við Chelsea. Nú hefur hann verið orðaður við endurkomu til Ítalíu og það til Juventus – sem er ekki mjög vinsælt meðal stuðningsmanna Napoli.

„Fyrir okkur yrðu þetta svik og ég vona svo sannarlega að hann skipti um skoðun. En hann er atvinnumaður og það má ekki gleyma því að hann gaf okkur allt sem hann átti. Hann var mikilvægur fyrir félagið og ef hann færi til Juventus myndi okkur sárna það en það er ekki hægt að vera reiður að eilífu. Þetta er hans ákvörðun,“ sagði kappinn.

Jorginho hafði sagt svipaða hluti á þriðjudag. „Stuðningsmenn Napoli eru blóðheitir og það er eðlilegt að þeim finnist þetta vera svik en við sjáum til hvað gerist,“ sagði miðjumaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×