Hope Solo: Karlremban er rótgróin innan FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 11:00 Hope Solo er einn besti markvörður sögunnar. Getty/Mike Ehrmann Bandaríska knattspyrnukonan HopeSolo varði mark bandaríska landsliðsins þegar liðið varð heimsmeistari fyrir fjórum árum síðan. Nú lætur hún skotin drynja á Alþjóða knattspyrnusambandinu og vill fá má meiri samtakamátt meðal knattspyrnusambanda heimsins. HopeSolo gagnrýnir mikinn mismun á verðlaunafé fyrir landslið á HM karla og HM kvenna. Eins og hún kemst sjálf að orði þá sýnir þetta að „karlremban sé rótgróin innan FIFA“ en það er mjög sláandi munur á verðlaunafénu.FIFA hefur tvöfaldað peninginn sem landsliðið á HM kvenna fá frá því á HM 2015. Landsliðin skipta á milli sína 24 milljónum punda á HM í ár. Eins og Knattspyrnusamband Íslands þekkir vel þá skiptu karlalandsliðin með sér 315 milljónum punda fyrir að komast á HM karla í Rússlandi 2018. Hér erum við að tala um í íslenskum krónum, 3,8 milljarða á móti 50 milljörðum. Það eru 24 lið á HM kvenna en voru 32 lið á HM í Rússlandi fyrir ári síðan. Leikmannasamtök Ástralíu segja muninn vera dæmi um mismunun milli kynjanna innan Alþjóða knattspyrnusambandsins en þrátt fyrir að peningurinn til kvennalandsliðanna hafi tvöfaldast frá 2015 þá hefur munurinn á milli kynja engu að síður aukist um 21 milljón punda eða 3,3 milljarða íslenskra króna. FIFA hækkað nefnilega verulega peninginn sem karlalandsliðinu fengu. „Það er engin leið til að afsaka slíkt í dag,“ segir HopeSolo við breska ríkisútvarpið.US World Cup winner Hope Solo says that the disparity in prize money at the men's and women's World Cups shows that "male chauvinism is entrenched" in Fifa. Read https://t.co/6820JLOcEvpic.twitter.com/K9hDKz1N8p — BBC Sport (@BBCSport) June 6, 2019Solo fer líka fyrir kærumáli bandarísku landsliðskvennanna á hendur bandaríska knattspyrnusambandinu. Konurnar vilja jafnrétti í greiðslum milli kynjanna en bandaríska kvennalandsliðið stendur karlalandsliðinu miklu framar í fótboltanum sem ætti að gera körlunum enn erfitt að fá mun meiri pening en konurnar. Staðreynd málsins er hins vegar allt önnur, karlarnir fá miklu meiri pening frá bandaríska sambandinu. „Ef ég segi alveg eins og er þá sýnir þetta mér að karlremban er enn rótgróin innan FIFA og þessi munur er spegilmynd af því,“ sagði HopeSolo. „Við eigum ekki að þurfa að fara með þetta fyrir dómara eða senda bréf til FIFA,“ sagði Solo. HM kvenna í Frakklandi hefst á föstudaginn. FIFA segir að verðlaunafé á HM kvenna hafi fimmfaldast frá HM 2007 og að þjóðirnar séu einnig að fá mun meiri pening í undirbúning sinn fyrir keppnina.Solo hefur kallað eftir stuðningi við ástralska sambandið í baráttu þess. „Það er ekki nóg að það sé bara eitt samband eða eitt land í baráttunni. Öll knattspyrnusambönd ættu að standa saman að baki þessu til að hjálpa kvennafótboltanum að vaxa og dafna,“ sagði Solo. „Ég hef gert mitt besta í að biðla til annarra knattspyrnusambanda og við höfum verið saman að leita leiða en niðurstaða okkar er að karlremban er bara enn svo áberandi í knattspyrnuheiminum í dag,“ sagði HopoSolo. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Sjá meira
Bandaríska knattspyrnukonan HopeSolo varði mark bandaríska landsliðsins þegar liðið varð heimsmeistari fyrir fjórum árum síðan. Nú lætur hún skotin drynja á Alþjóða knattspyrnusambandinu og vill fá má meiri samtakamátt meðal knattspyrnusambanda heimsins. HopeSolo gagnrýnir mikinn mismun á verðlaunafé fyrir landslið á HM karla og HM kvenna. Eins og hún kemst sjálf að orði þá sýnir þetta að „karlremban sé rótgróin innan FIFA“ en það er mjög sláandi munur á verðlaunafénu.FIFA hefur tvöfaldað peninginn sem landsliðið á HM kvenna fá frá því á HM 2015. Landsliðin skipta á milli sína 24 milljónum punda á HM í ár. Eins og Knattspyrnusamband Íslands þekkir vel þá skiptu karlalandsliðin með sér 315 milljónum punda fyrir að komast á HM karla í Rússlandi 2018. Hér erum við að tala um í íslenskum krónum, 3,8 milljarða á móti 50 milljörðum. Það eru 24 lið á HM kvenna en voru 32 lið á HM í Rússlandi fyrir ári síðan. Leikmannasamtök Ástralíu segja muninn vera dæmi um mismunun milli kynjanna innan Alþjóða knattspyrnusambandsins en þrátt fyrir að peningurinn til kvennalandsliðanna hafi tvöfaldast frá 2015 þá hefur munurinn á milli kynja engu að síður aukist um 21 milljón punda eða 3,3 milljarða íslenskra króna. FIFA hækkað nefnilega verulega peninginn sem karlalandsliðinu fengu. „Það er engin leið til að afsaka slíkt í dag,“ segir HopeSolo við breska ríkisútvarpið.US World Cup winner Hope Solo says that the disparity in prize money at the men's and women's World Cups shows that "male chauvinism is entrenched" in Fifa. Read https://t.co/6820JLOcEvpic.twitter.com/K9hDKz1N8p — BBC Sport (@BBCSport) June 6, 2019Solo fer líka fyrir kærumáli bandarísku landsliðskvennanna á hendur bandaríska knattspyrnusambandinu. Konurnar vilja jafnrétti í greiðslum milli kynjanna en bandaríska kvennalandsliðið stendur karlalandsliðinu miklu framar í fótboltanum sem ætti að gera körlunum enn erfitt að fá mun meiri pening en konurnar. Staðreynd málsins er hins vegar allt önnur, karlarnir fá miklu meiri pening frá bandaríska sambandinu. „Ef ég segi alveg eins og er þá sýnir þetta mér að karlremban er enn rótgróin innan FIFA og þessi munur er spegilmynd af því,“ sagði HopeSolo. „Við eigum ekki að þurfa að fara með þetta fyrir dómara eða senda bréf til FIFA,“ sagði Solo. HM kvenna í Frakklandi hefst á föstudaginn. FIFA segir að verðlaunafé á HM kvenna hafi fimmfaldast frá HM 2007 og að þjóðirnar séu einnig að fá mun meiri pening í undirbúning sinn fyrir keppnina.Solo hefur kallað eftir stuðningi við ástralska sambandið í baráttu þess. „Það er ekki nóg að það sé bara eitt samband eða eitt land í baráttunni. Öll knattspyrnusambönd ættu að standa saman að baki þessu til að hjálpa kvennafótboltanum að vaxa og dafna,“ sagði Solo. „Ég hef gert mitt besta í að biðla til annarra knattspyrnusambanda og við höfum verið saman að leita leiða en niðurstaða okkar er að karlremban er bara enn svo áberandi í knattspyrnuheiminum í dag,“ sagði HopoSolo.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu