Flóttamannastofnun býr til samráðsvettvang um réttindi LGBTI flóttafólks Heimsljós kynnir 6. júní 2019 14:30 © UNHCR/Markel Redondo Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hleypti á dögunum af stokkunum samráðsvettvangi til að kanna leiðir til að tryggja að LGBTI flóttafólk hljóti betri vernd og geti leitað réttlætis og stuðnings þegar það verður fyrir ofbeldi og mismunun. „Fólk getur óskað eftir stöðu flóttamanns, og gerir það, á grundvelli ótta við ofsóknir vegna kynhneigðar og/eða kynvitundar. Það á skilið sömu mannréttindi og allir aðrir. Það skal koma fram við alla lesbíska, samkynhneigða, tvíkynhneigða, trans og intersex (LGBTI) einstaklinga á flótta, vegalaust fólk í eigin landi og ríkisfangslausa einstaklinga, sem jafningja að virðingu og réttindum,“ segir í grein á vef UNHCR. Þar segir að í mörgum löndum séu sambönd fólks af sama kyni refsiverð, jafnvel að viðurlagðri dauðarefsingu. LGBTI flóttafólk sé varnarlaust á ferð sinni í leit að öryggi í heimalöndum sínum og meðan það er vegalaust. Fram kemur í greininni að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vinni að því að halda LGBTI flóttafólki öruggu með verkefnum sem eru örugg og mismuna ekki, í samvinnu við utanaðkomandi aðila til að veita stuðning, örugg rými og finna lausnir. „Á tímum þegar hatursorðræða um flóttafólk er í sögulegu hámarki verðum við að taka harða afstöðu gegn hvers kyns andúð, þar á meðal hómófóbíu, transfóbíu og bífóbíu,“ segir í greinni. Fyrsta samráðið við LGBTI-samtök og -baráttufólk fór fram í Genf um miðjan maí og þar endurómaði þema ársins sem valið var fyrir alþjóðlegan dag gegn hómófóbíu, transfóbíu og bífóbíu (IDAHOT), „réttlæti og vernd fyrir alla“. Frekara samráð mun eiga sér stað víða um heim á næstu mánuðum. „UNHCR hefur unnið af krafti að því að tryggja að LGBTI hælisleitendur og flóttafólk sé verndað hvar sem það er, en við þurfum að vera virkari. Þess vegna er svo mikilvægt að heyra frá og vinna með einstaklingum og samtökum sem hafa sérþekkingu á þessum málum,“ sagði Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. Á meðan sambönd fólks af sama kyni eru enn refsiverð í yfir 70 löndum um allan heim verður enn margt LGBTI fólk fyrir alvarlegum mannréttindabrotum og ofsóknum í heimalöndum sínum. Þessir einstaklingar eru þvingaðir til að leita öryggis og verndar erlendis og standa oft frammi fyrir svipaðri eða jafnvel meiri hættu við komu til nágrannalandanna. „Það er mikilvægt að við búum til öruggt rými fyrir LGBTI hælisleitendur og flóttafólk svo það finni sig ekki knúið til að fela kynhneigð sína og kynvitund í sjálfsvörn,“ sagði Grandi og benti á að UNHCR hefði á undanförnum árum fjárfest í leiðbeiningum, verkfærum og þjálfun um LGBTI málefni fyrir starfsfólk sitt og samstarfsaðila. Flóttamannafulltrúinn sagði að á undanförnum árum hafi margt gott verið gert, svo sem samstarf með LGBTI leiðtogum í Afríku til að ná til fólks og fjölga þeim sem nýta sér þjónustu, uppbygging á tengslaneti við atvinnurekendur til að skapa atvinnutækifæri fyrir LGBTI flóttafólk í Ameríkuríkjum og stofnun LGBTI stuðningshópa fyrir ungmenni í Mið-Austurlöndum. „Baráttan fyrir LGBTI réttindum er um okkur öll. Hún snýst um fjölbreytileika okkar og manngæsku. Við ættum öll að vera virk í baráttunni gegn hómófóbíu, transfóbíu og bífóbíu,“ sagði hann.Grein UNHCRÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hleypti á dögunum af stokkunum samráðsvettvangi til að kanna leiðir til að tryggja að LGBTI flóttafólk hljóti betri vernd og geti leitað réttlætis og stuðnings þegar það verður fyrir ofbeldi og mismunun. „Fólk getur óskað eftir stöðu flóttamanns, og gerir það, á grundvelli ótta við ofsóknir vegna kynhneigðar og/eða kynvitundar. Það á skilið sömu mannréttindi og allir aðrir. Það skal koma fram við alla lesbíska, samkynhneigða, tvíkynhneigða, trans og intersex (LGBTI) einstaklinga á flótta, vegalaust fólk í eigin landi og ríkisfangslausa einstaklinga, sem jafningja að virðingu og réttindum,“ segir í grein á vef UNHCR. Þar segir að í mörgum löndum séu sambönd fólks af sama kyni refsiverð, jafnvel að viðurlagðri dauðarefsingu. LGBTI flóttafólk sé varnarlaust á ferð sinni í leit að öryggi í heimalöndum sínum og meðan það er vegalaust. Fram kemur í greininni að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vinni að því að halda LGBTI flóttafólki öruggu með verkefnum sem eru örugg og mismuna ekki, í samvinnu við utanaðkomandi aðila til að veita stuðning, örugg rými og finna lausnir. „Á tímum þegar hatursorðræða um flóttafólk er í sögulegu hámarki verðum við að taka harða afstöðu gegn hvers kyns andúð, þar á meðal hómófóbíu, transfóbíu og bífóbíu,“ segir í greinni. Fyrsta samráðið við LGBTI-samtök og -baráttufólk fór fram í Genf um miðjan maí og þar endurómaði þema ársins sem valið var fyrir alþjóðlegan dag gegn hómófóbíu, transfóbíu og bífóbíu (IDAHOT), „réttlæti og vernd fyrir alla“. Frekara samráð mun eiga sér stað víða um heim á næstu mánuðum. „UNHCR hefur unnið af krafti að því að tryggja að LGBTI hælisleitendur og flóttafólk sé verndað hvar sem það er, en við þurfum að vera virkari. Þess vegna er svo mikilvægt að heyra frá og vinna með einstaklingum og samtökum sem hafa sérþekkingu á þessum málum,“ sagði Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. Á meðan sambönd fólks af sama kyni eru enn refsiverð í yfir 70 löndum um allan heim verður enn margt LGBTI fólk fyrir alvarlegum mannréttindabrotum og ofsóknum í heimalöndum sínum. Þessir einstaklingar eru þvingaðir til að leita öryggis og verndar erlendis og standa oft frammi fyrir svipaðri eða jafnvel meiri hættu við komu til nágrannalandanna. „Það er mikilvægt að við búum til öruggt rými fyrir LGBTI hælisleitendur og flóttafólk svo það finni sig ekki knúið til að fela kynhneigð sína og kynvitund í sjálfsvörn,“ sagði Grandi og benti á að UNHCR hefði á undanförnum árum fjárfest í leiðbeiningum, verkfærum og þjálfun um LGBTI málefni fyrir starfsfólk sitt og samstarfsaðila. Flóttamannafulltrúinn sagði að á undanförnum árum hafi margt gott verið gert, svo sem samstarf með LGBTI leiðtogum í Afríku til að ná til fólks og fjölga þeim sem nýta sér þjónustu, uppbygging á tengslaneti við atvinnurekendur til að skapa atvinnutækifæri fyrir LGBTI flóttafólk í Ameríkuríkjum og stofnun LGBTI stuðningshópa fyrir ungmenni í Mið-Austurlöndum. „Baráttan fyrir LGBTI réttindum er um okkur öll. Hún snýst um fjölbreytileika okkar og manngæsku. Við ættum öll að vera virk í baráttunni gegn hómófóbíu, transfóbíu og bífóbíu,“ sagði hann.Grein UNHCRÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent