Engin venjuleg tengsl Jill Esposito skrifar 7. júní 2019 07:00 Þegar til staðar er sterkt og varanlegt samband, á borð við það sem er á milli Bandaríkjanna og Íslands, gleymist oft að fagna stórum áföngum. Velgengnin verður?… venjuleg? Í dag náum við enn öðrum áfanganum í Reykjavík með stofnun fyrsta viðskiptasamráðs Bandaríkjanna og Íslands. Viðskiptasamráðið, sem tilkynnt var í sögulegri heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Íslands í febrúar, kemur til með að efla efnahagstengsl þjóða okkar enn frekar. Manisha Singh, aðstoðarutanríkisráðherra á sviði efnahagsmála, orku og umhverfis og hæst setti stjórnarerindreki efnahagsmála í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, mun leiða sendinefnd Bandaríkjanna. Viðskiptasamráðinu er ætlað að auka enn viðskipti og beina erlenda fjárfestingu milli landanna tveggja.Nú þegar tala tölurnar sínu máli Árið 2017 námu heildarviðskipti milli Bandaríkjanna og Íslands um 346 milljörðum króna. Bandaríkin eru langstærsta viðskiptaland Íslands. Þau eru stærsti markaður Íslendinga fyrir sjávar- og landbúnaðarafurðir og nam útflutningurinn um 24 milljörðum króna árið 2018. Íslenskur þorskur og íslenskt lambakjöt er enda auðfundið í bandarískum verslunum. Tvíhliða viðskiptatengsl við önnur ríki blikna í samanburði þegar tölurnar eru bornar saman. Samkvæmt Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar t.d. út landbúnaðarafurðir fyrir 3.289 milljarða króna til Bandaríkjanna árið 2018, en aðeins fyrir 1.575 milljarða til Þýskalands og 24 milljónir til Kína. Í flokknum „aðrar vörur“ nam útflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna 2.704 milljörðum króna en útflutningur til Þýskalands nam 877 milljónum og einungis 12 milljónum til Kína. Möguleikarnir á enn frekari vexti eru miklir, sérstaklega ef horft er til þess jákvæða viðhorfs sem Bandaríkjamenn hafa til Íslands. Það jákvæða viðhorf sést vel á því að um 30% ferðamanna til Íslands eru Bandaríkjamenn og námu tekjur af komu þeirra um 167 milljörðum króna árið 2017. Sjá má jákvæð áhrif ferðamennskunnar í nánast öllum starfsgreinum á Íslandi. Auk þess er ekki hægt að setja verðmiða á gildi persónulegu tengslanna sem myndast milli Bandaríkjamanna og Íslendinga. Á ráðstefnu um viðskipti á norðurslóðum í Washington 23. maí síðastliðinn lagði utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, einnig áherslu á sterk viðskiptatengsl landanna og benti á að þriðjungur allrar beinnar, erlendrar fjárfestingar á Íslandi kæmi frá Bandaríkjunum, sem er meira en frá nokkru öðru landi.Hvers vegna skiptir allt þetta máli? Vegna þess að efnahagsleg velgengni eins lands kemur öllum til góða. Við njótum þess öll að hafa aðgang að sterkum, stöðugum mörkuðum fyrir vörur okkar og þjónustu. Þetta á sérstaklega við um markaði sem byggjast á frjálsum, sanngjörnum og gagnkvæmum viðskiptum. Bandaríkin og Ísland ná vel saman efnahagslega vegna þess að löndin fylgja sömu gildum. Báðar þjóðir trúa á réttarreglur, gagnsæi og hugverkavernd. Auk tilkomumikilla útflutningstalna sem koma fram hér að framan leggja Bandaríkin áherslu á það hvernig viðskiptum er háttað og fagna þar öllum samburði við aðrar þjóðir. Sem dæmi hafa Bandaríkin kynnt til sögunnar W-GDP (Women’s Global Development Prosperity Initiative), sem er heildræn nálgun til að flýta fyrir fullri þátttöku kvenna í alþjóðahagkerfinu. Bandaríkin lögðu einnig áherslu á frumkvöðlastarf kvenna á GES-ráðstefnunni, sem Bandaríkjamenn héldu ásamt Hollendingum nú í mánuðinum.Þetta frumkvæði rímar vel við þau merku skref sem Íslendingar hafa tekið í átt að kynjajafnrétti. Raunar er það eitt af markmiðum viðskiptasamráðs landanna að deila þekkingu og hugmyndum um efnahagslega valdeflingu kvenna. Eitt af því ánægjulegasta í embættistíð minni hefur verið að sjá hversu einbeittir íslenskir frumkvöðlar og fyrirtækjaeigendur eru þegar kemur að því að færa efnahagstengsl landanna upp á næsta stig. Sem dæmi mun sendiráðið fara fyrir stærstu sendinefnd Íslendinga til þessa á SelectUSA Investment Summit, ráðstefnu til að greiða fyrir erlendum fjárfestingum á Bandaríkjamarkaði sem fram fer í Washington í þessum mánuði. Þessum litlu áföngum náum við á hverjum degi, allt frá Kísildalnum til Íslenska sjávarklasans á Granda, til að auka hagsæld bæði Bandaríkjamanna og Íslendinga. Sambandið er sterkt og öflugt – og þrátt fyrir að það sé orðið að vana tel ég vel þess virði að fagna því.Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þegar til staðar er sterkt og varanlegt samband, á borð við það sem er á milli Bandaríkjanna og Íslands, gleymist oft að fagna stórum áföngum. Velgengnin verður?… venjuleg? Í dag náum við enn öðrum áfanganum í Reykjavík með stofnun fyrsta viðskiptasamráðs Bandaríkjanna og Íslands. Viðskiptasamráðið, sem tilkynnt var í sögulegri heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Íslands í febrúar, kemur til með að efla efnahagstengsl þjóða okkar enn frekar. Manisha Singh, aðstoðarutanríkisráðherra á sviði efnahagsmála, orku og umhverfis og hæst setti stjórnarerindreki efnahagsmála í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, mun leiða sendinefnd Bandaríkjanna. Viðskiptasamráðinu er ætlað að auka enn viðskipti og beina erlenda fjárfestingu milli landanna tveggja.Nú þegar tala tölurnar sínu máli Árið 2017 námu heildarviðskipti milli Bandaríkjanna og Íslands um 346 milljörðum króna. Bandaríkin eru langstærsta viðskiptaland Íslands. Þau eru stærsti markaður Íslendinga fyrir sjávar- og landbúnaðarafurðir og nam útflutningurinn um 24 milljörðum króna árið 2018. Íslenskur þorskur og íslenskt lambakjöt er enda auðfundið í bandarískum verslunum. Tvíhliða viðskiptatengsl við önnur ríki blikna í samanburði þegar tölurnar eru bornar saman. Samkvæmt Hagstofu Íslands fluttu Íslendingar t.d. út landbúnaðarafurðir fyrir 3.289 milljarða króna til Bandaríkjanna árið 2018, en aðeins fyrir 1.575 milljarða til Þýskalands og 24 milljónir til Kína. Í flokknum „aðrar vörur“ nam útflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna 2.704 milljörðum króna en útflutningur til Þýskalands nam 877 milljónum og einungis 12 milljónum til Kína. Möguleikarnir á enn frekari vexti eru miklir, sérstaklega ef horft er til þess jákvæða viðhorfs sem Bandaríkjamenn hafa til Íslands. Það jákvæða viðhorf sést vel á því að um 30% ferðamanna til Íslands eru Bandaríkjamenn og námu tekjur af komu þeirra um 167 milljörðum króna árið 2017. Sjá má jákvæð áhrif ferðamennskunnar í nánast öllum starfsgreinum á Íslandi. Auk þess er ekki hægt að setja verðmiða á gildi persónulegu tengslanna sem myndast milli Bandaríkjamanna og Íslendinga. Á ráðstefnu um viðskipti á norðurslóðum í Washington 23. maí síðastliðinn lagði utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, einnig áherslu á sterk viðskiptatengsl landanna og benti á að þriðjungur allrar beinnar, erlendrar fjárfestingar á Íslandi kæmi frá Bandaríkjunum, sem er meira en frá nokkru öðru landi.Hvers vegna skiptir allt þetta máli? Vegna þess að efnahagsleg velgengni eins lands kemur öllum til góða. Við njótum þess öll að hafa aðgang að sterkum, stöðugum mörkuðum fyrir vörur okkar og þjónustu. Þetta á sérstaklega við um markaði sem byggjast á frjálsum, sanngjörnum og gagnkvæmum viðskiptum. Bandaríkin og Ísland ná vel saman efnahagslega vegna þess að löndin fylgja sömu gildum. Báðar þjóðir trúa á réttarreglur, gagnsæi og hugverkavernd. Auk tilkomumikilla útflutningstalna sem koma fram hér að framan leggja Bandaríkin áherslu á það hvernig viðskiptum er háttað og fagna þar öllum samburði við aðrar þjóðir. Sem dæmi hafa Bandaríkin kynnt til sögunnar W-GDP (Women’s Global Development Prosperity Initiative), sem er heildræn nálgun til að flýta fyrir fullri þátttöku kvenna í alþjóðahagkerfinu. Bandaríkin lögðu einnig áherslu á frumkvöðlastarf kvenna á GES-ráðstefnunni, sem Bandaríkjamenn héldu ásamt Hollendingum nú í mánuðinum.Þetta frumkvæði rímar vel við þau merku skref sem Íslendingar hafa tekið í átt að kynjajafnrétti. Raunar er það eitt af markmiðum viðskiptasamráðs landanna að deila þekkingu og hugmyndum um efnahagslega valdeflingu kvenna. Eitt af því ánægjulegasta í embættistíð minni hefur verið að sjá hversu einbeittir íslenskir frumkvöðlar og fyrirtækjaeigendur eru þegar kemur að því að færa efnahagstengsl landanna upp á næsta stig. Sem dæmi mun sendiráðið fara fyrir stærstu sendinefnd Íslendinga til þessa á SelectUSA Investment Summit, ráðstefnu til að greiða fyrir erlendum fjárfestingum á Bandaríkjamarkaði sem fram fer í Washington í þessum mánuði. Þessum litlu áföngum náum við á hverjum degi, allt frá Kísildalnum til Íslenska sjávarklasans á Granda, til að auka hagsæld bæði Bandaríkjamanna og Íslendinga. Sambandið er sterkt og öflugt – og þrátt fyrir að það sé orðið að vana tel ég vel þess virði að fagna því.Höfundur er starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar