Dr John frá New Orleans fallinn frá Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2019 07:36 Dr John hét Malcolm John Rebennack yngri réttu nafni og vann hann á ferli sínum sex sinnum til Grammyverðlauna. Getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Dr John, sem ætíð verður tengdur við tónlistarsenuna í New Orleans, er látinn, 77 ára að aldri. Hann lést í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Greint var frá andláti Dr John á Twitter-síðu tónlistarmannsins. Í frétt BBC segir að í tónlist sinni hafi Dr John blandað saman ólíkum tónlistarstefnum – blús, popptónlist, djass og rokki. Hann hét Malcolm John Rebennack yngri réttu nafni og vann hann á ferli sínum sex sinnum til Grammyverðlauna. Tónlistarferill hans hófst á sjötta áratugnum þar sem hann vakti athygli sem píanóleikari á skemmtistöðum í New Orleans. Hann sló svo í gegn með plötu sinni Gris-Gris sem kom út árið 1968. Hann er þó þekkastur fyrir lag sitt Right Place, Wrong Time frá árinu 1973.Dr John, sem glímdi lengi við fíkniefnadjöfulinn, var tekinn inn í Frægðarhöll rokksins árið 2011. Hann gaf út 35 plötur á ferli sínum. Hann gekk tvívegis í hjónaband og sagði í viðtaki við New York Times að hann ætti „fullt af börnum“.pic.twitter.com/9ph7kisvHx — Dr. John (@akadrjohn) June 6, 2019 Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Dr John, sem ætíð verður tengdur við tónlistarsenuna í New Orleans, er látinn, 77 ára að aldri. Hann lést í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Greint var frá andláti Dr John á Twitter-síðu tónlistarmannsins. Í frétt BBC segir að í tónlist sinni hafi Dr John blandað saman ólíkum tónlistarstefnum – blús, popptónlist, djass og rokki. Hann hét Malcolm John Rebennack yngri réttu nafni og vann hann á ferli sínum sex sinnum til Grammyverðlauna. Tónlistarferill hans hófst á sjötta áratugnum þar sem hann vakti athygli sem píanóleikari á skemmtistöðum í New Orleans. Hann sló svo í gegn með plötu sinni Gris-Gris sem kom út árið 1968. Hann er þó þekkastur fyrir lag sitt Right Place, Wrong Time frá árinu 1973.Dr John, sem glímdi lengi við fíkniefnadjöfulinn, var tekinn inn í Frægðarhöll rokksins árið 2011. Hann gaf út 35 plötur á ferli sínum. Hann gekk tvívegis í hjónaband og sagði í viðtaki við New York Times að hann ætti „fullt af börnum“.pic.twitter.com/9ph7kisvHx — Dr. John (@akadrjohn) June 6, 2019
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira