Fótbolti

Hefur ekki sagt markvörðunum frá því hver byrjar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson er kominn heim í Val.
Hannes Þór Halldórsson er kominn heim í Val. vísir/vilhelm
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er ekki búinn að segja neinum leikmanni landsliðsins hvort þeir verði í byrjunarliðinu eða ekki í leiknum á móti Albaníu á morgun.

Hannes Þór Halldórsson er ekki lengur með öruggt byrjunarliðssæti í íslenska liðinu því ólíkt því sem áður hefur verið þá var sænski þjálfarinn ekki tilbúinn að segja að Hannes væri markvörður númer eitt.

Erik Hamrén var spurður út í val sitt á markverði liðsins á blaðamannafundi í dag. Erik sagðist vera búinn að ákveða sig en að hann hefði ekki sagt markvörðunum frá því hver þeirra verði í markinu á Laugardalsvellinum á morgun.

Íslensku landsliðsmennirnir fá að vita það í kvöld hvernig byrjunarliðið lítur út á móti Albaníu og það verður líka í fyrsta sinn sem Hannes fær upplýsingar um það hvort hann missi sæti sitt í liðinu eða ekki.

Markverður íslenska liðsins eru Hannes Þór Halldórsson, Ögmundur Kristinsson og Ingvar Jónsson. Ingvar kom inn fyrir Rúnar Alex Rúnarsson sem meiddist. Það má því búast við því fyrir fram að valið standi á milli Hannesar og Ögmundar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×