Noregur er komið á blað á HM í fótbolta í Frakklandi eftir öruggan 3-0 sigur á Nígeríu í 1.umferð A-riðils í dag.
Þær norsku höfðu talsverða yfirburði í leiknum og voru komnar í forystu eftir sautján mínútur þegar Guro Reiten, leikmaður Chelsea, skoraði. Lisa-Marie Utland tvöfaldaði forystuna á 34 mínútu og strax í kjölfarið gerði Osinachi Ohale sjálfsmark.
Noregur því með þriggja marka forystu í leikhléið en ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og öruggur sigur Noregs því staðreynd.
María Þórisdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Noregi.

