Henry Cejudo í sögubækurnar Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. júní 2019 06:35 Cejudo með bæði beltin og gullmedalíuna. Vísir/Getty UFC 238 fór fram í nótt í Chicago þar sem tveir titilbardagar fóru fram. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Henry Cejudo og Marlon Moraes. Fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo fór upp í bantamvigt til að ná öðrum titli. Bantamvigtartitillinn var laus eftir að T.J. Dillashaw lét beltið af hendi eftir fall á lyfjaprófi. Moraes byrjaði bardagann mjög vel og lét Cejudo finna vel fyrir því með spörkum. Moraes lét kné fylgja kviði og hélt áfram að sparka í Cejudo í 2. lotu. Um miðbik lotunnar snéri Cejudo hins vegar taflinu við og byrjuðu sóknir hans að skila árangri. Í 3. lotu byrjaði Moraes að fjara út. Cejudo náði Moraes niður og lét þung högg dynja á Moraes í gólfinu en sá brasilíski var orðinn verulega þreyttur á þessum tímapunkti. Cejudo kláraði Moraes að lokum með tæknilegu rothöggi í gólfinu þegar níu sekúndur voru eftir af 3. lotu. Cejudo er þar með ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma í UFC. Hann er nú meðal þeirra Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes sem höfðu áður leikið það eftir að vera meistarar í tveimur flokkum á sama tíma. Cejudo sagðist reyndar vera þrefaldur meistari og telur hann gullverðlaunin frá Ólympíuleikunum 2008 með. Valentina Shevchenko átti frábæra frammistöðu þegar hún kláraði Jessica Eye í 2. lotu. Shevchenko stjórnaði Eye í gólfinu í 1. lotu og naut mikilla yfirburða. Snemma í 2. lotu smellhitti Shevchenko með hásparki sem rotaði Eye. Þetta var fyrsta titilvörn Shevchenko og gæti hún haldið beltinu lengi. Tony Ferguson sigraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi í besta bardaga kvöldsins. Það var mikið fjör og mikill hraði í bardaganum og sóttu báðir ákaft frá fyrstu mínútu. Ferguson var að hafa betur og var Cerrone nokkuð illa farinn eftir 2. lotu. Áður en 2. lota hófst var auga Cerrone illa bólgið og töldu læknarnir að Cerrone gæti ekki haldið áfram. Dómarinn stöðvaði því bardagann og sigraði Ferguson eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Hallærislegasti bardagamaður UFC reynir að komast í sögubækurnar UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. 8. júní 2019 10:45 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Sjá meira
UFC 238 fór fram í nótt í Chicago þar sem tveir titilbardagar fóru fram. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Henry Cejudo og Marlon Moraes. Fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo fór upp í bantamvigt til að ná öðrum titli. Bantamvigtartitillinn var laus eftir að T.J. Dillashaw lét beltið af hendi eftir fall á lyfjaprófi. Moraes byrjaði bardagann mjög vel og lét Cejudo finna vel fyrir því með spörkum. Moraes lét kné fylgja kviði og hélt áfram að sparka í Cejudo í 2. lotu. Um miðbik lotunnar snéri Cejudo hins vegar taflinu við og byrjuðu sóknir hans að skila árangri. Í 3. lotu byrjaði Moraes að fjara út. Cejudo náði Moraes niður og lét þung högg dynja á Moraes í gólfinu en sá brasilíski var orðinn verulega þreyttur á þessum tímapunkti. Cejudo kláraði Moraes að lokum með tæknilegu rothöggi í gólfinu þegar níu sekúndur voru eftir af 3. lotu. Cejudo er þar með ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma í UFC. Hann er nú meðal þeirra Conor McGregor, Daniel Cormier og Amanda Nunes sem höfðu áður leikið það eftir að vera meistarar í tveimur flokkum á sama tíma. Cejudo sagðist reyndar vera þrefaldur meistari og telur hann gullverðlaunin frá Ólympíuleikunum 2008 með. Valentina Shevchenko átti frábæra frammistöðu þegar hún kláraði Jessica Eye í 2. lotu. Shevchenko stjórnaði Eye í gólfinu í 1. lotu og naut mikilla yfirburða. Snemma í 2. lotu smellhitti Shevchenko með hásparki sem rotaði Eye. Þetta var fyrsta titilvörn Shevchenko og gæti hún haldið beltinu lengi. Tony Ferguson sigraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi í besta bardaga kvöldsins. Það var mikið fjör og mikill hraði í bardaganum og sóttu báðir ákaft frá fyrstu mínútu. Ferguson var að hafa betur og var Cerrone nokkuð illa farinn eftir 2. lotu. Áður en 2. lota hófst var auga Cerrone illa bólgið og töldu læknarnir að Cerrone gæti ekki haldið áfram. Dómarinn stöðvaði því bardagann og sigraði Ferguson eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Hallærislegasti bardagamaður UFC reynir að komast í sögubækurnar UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. 8. júní 2019 10:45 Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Sjá meira
Hallærislegasti bardagamaður UFC reynir að komast í sögubækurnar UFC 238 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar eru á dagskrá. Í aðalbardaga kvöldsins berst Henry Cejudo sem reynir eins og hann getur að vera aðeins öðruvísi. 8. júní 2019 10:45