Cristiane, sem spilar fyrir São Paulo, í heimalandinu var á eldi í dag og afgreiddi Jamaíka í raun upp á sitt einsdæmi.
Hún skoraði fyrsta markið og þannig var staðan í leikhlé. Hún bætti við öðru markinu á 50. mínútu og fullkomnaði þrennuna eftir rétt rúman klukkutíma.
Með því að skora þrennu í dag skrifaði Cristiane sig á spjöld sögurnar en hún er elsti leikmaðurinn til þess að skora þrjú mörk í einum og sama leiknum.
34 - Oldest player to score a World Cup hat-trick:
Women's WC - Cristiane (34y 25d)
Men's WC - Cristiano Ronaldo (33y 130d).
Record.#FIFAWWCpic.twitter.com/edAbkyOwAY
— OptaJohan (@OptaJohan) June 9, 2019
Brassarnir eru því með þrjú stig í C-riðlinum líkt og Ítalía en Ástralía og Jamaíka eru án stiga. Brasilía mætir Ástralíu á fimmtudaginn.