Ótrúleg atburðarás þegar Gummersbach féll í fyrsta skipti Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. júní 2019 19:15 Ótrúlegt klúður vísir/getty Handboltastórveldið Gummersbach mun ekki leika meðal þeirra bestu í Þýskalandi á næstu leiktíð eftir algjörlega ótrúlega atburðarás í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Gummersbach mætti lærisveinum Hannesar Jóns Jónssonar í Bietigheim í fallbaráttuslag í lokaumferðinni en á sama tíma var Ludwigshafen í heimsókn hjá Minden. Þessi þrjú lið voru í þremur neðstu sætunum fyrir lokaumferðina en Ludwigshafen þurfti að treysta á að leikur Gummersbach og Bietigheim myndi enda með jafntefli auk þess sem þeir þyrftu að vinna sinn leik gegn Minden. Bietigheim stóð verr af vígi gagnvart Gummersbach og nægði því ekkert annað en sigur. Reynsluboltinn Mimi Kraus batt endann á lokasókn Bietigheim með því að skjóta boltanum framhjá markinu þegar rúmar fimmtán sekúndur lifðu leiks. Leikmenn Gummersbach virðast ekki hafa verið meðvitaðir um stöðuna í leik Ludwigshafen og Minden því í stað þess að bruna í sókn og freista þess að vinna leikinn létu þeir tímann renna út. Á sama tíma var Ludwigshafen hins vegar að tryggja sér eins marks sigur á Minden sem þýðir að Gummersbach og Bietigheim fara niður um deild. Gummersbach er eina liðið sem hefur verið í efstu deild allt frá stofnun Bundesligunnar árið 1966 og hefur félagið 12 sinnum orðið þýskur meistari.Check this ending of Bietigheim - Gummersbach out! Gummersbach had the opportunity for the win, but hoped Ludwigshafen would lose. And now Gummersbach is relegated for the first time ever! pic.twitter.com/dZq6gWKJtH— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 9, 2019 Þýski handboltinn Tengdar fréttir Flensburg varði titilinn | Alfreð kvaddi með silfri og Guðjón með tíu mörkum Síðasta umferðin í þýska handboltanum fór fram í dag. 9. júní 2019 14:39 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Handboltastórveldið Gummersbach mun ekki leika meðal þeirra bestu í Þýskalandi á næstu leiktíð eftir algjörlega ótrúlega atburðarás í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Gummersbach mætti lærisveinum Hannesar Jóns Jónssonar í Bietigheim í fallbaráttuslag í lokaumferðinni en á sama tíma var Ludwigshafen í heimsókn hjá Minden. Þessi þrjú lið voru í þremur neðstu sætunum fyrir lokaumferðina en Ludwigshafen þurfti að treysta á að leikur Gummersbach og Bietigheim myndi enda með jafntefli auk þess sem þeir þyrftu að vinna sinn leik gegn Minden. Bietigheim stóð verr af vígi gagnvart Gummersbach og nægði því ekkert annað en sigur. Reynsluboltinn Mimi Kraus batt endann á lokasókn Bietigheim með því að skjóta boltanum framhjá markinu þegar rúmar fimmtán sekúndur lifðu leiks. Leikmenn Gummersbach virðast ekki hafa verið meðvitaðir um stöðuna í leik Ludwigshafen og Minden því í stað þess að bruna í sókn og freista þess að vinna leikinn létu þeir tímann renna út. Á sama tíma var Ludwigshafen hins vegar að tryggja sér eins marks sigur á Minden sem þýðir að Gummersbach og Bietigheim fara niður um deild. Gummersbach er eina liðið sem hefur verið í efstu deild allt frá stofnun Bundesligunnar árið 1966 og hefur félagið 12 sinnum orðið þýskur meistari.Check this ending of Bietigheim - Gummersbach out! Gummersbach had the opportunity for the win, but hoped Ludwigshafen would lose. And now Gummersbach is relegated for the first time ever! pic.twitter.com/dZq6gWKJtH— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 9, 2019
Þýski handboltinn Tengdar fréttir Flensburg varði titilinn | Alfreð kvaddi með silfri og Guðjón með tíu mörkum Síðasta umferðin í þýska handboltanum fór fram í dag. 9. júní 2019 14:39 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Flensburg varði titilinn | Alfreð kvaddi með silfri og Guðjón með tíu mörkum Síðasta umferðin í þýska handboltanum fór fram í dag. 9. júní 2019 14:39