Sterkt viðskiptasamband Liam Fox skrifar 30. maí 2019 07:45 Það var mér mikil ánægja að þiggja boð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um að sækja Ísland heim fyrr í þessum mánuði. Heimsóknin veitti mér tækifæri til að styrkja enn frekar þau sterku viðskiptatengsl sem eru á milli Bretlands og Íslands, einn lykilþáttinn í okkar mjög svo mikilvæga sambandi. Ísland hefur verið einn af okkar nánustu samstarfsaðilum í undirbúningnum fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Það hefur komið skýrt fram í samtölum okkar að ríkisstjórnir beggja landa vilja koma auga á og grípa þau tækifæri sem Brexit getur skapað. Þessi sameiginlega jákvæðni og velvilji sannfærir mig um það að þetta frábæra samstarf sem við eigum við Ísland muni halda áfram löngu eftir útgöngu okkar úr Evrópusambandinu. Í hugum flestra Breta snúast viðskipti við Ísland mest um fisk. Breskir „fish and chips“-staðir treysta á íslenskan fisk. Útflutningur á fiski til Bretlands er augljóslega mjög mikilvægur fyrir Ísland, en það á einnig við um þá 5.000 starfsmenn í Norðaustur-Englandi og víðar í Bretlandi, hverra störf eru háð þessum innflutningi. En það sem einnig kom á óvart í heimsókn minni var að sjá allan þann fjölbreytileika sem er í fjárfestingum íslenskra aðila í hátæknigeiranum í Bretlandi. Þetta á sérstaklega við um okkar framsæknu fjármálaþjónustu, framleiðslutækni, tölvuleikja- og gervilimatækni, en fjárfestinga Íslendinga gætir líka á sviðum eins og innviðum og fasteignum. Ég upplifði sjálfur það mikla traust sem íslenskir fjárfestar hafa á Bretlandi og þeirra trú á því að Bretland sé einn af mest aðlaðandi mörkuðum í heiminum. Þetta endurspeglar styrk bresks hagkerfis og hversu auðvelt það er að stunda þar viðskipti. Bretland er í fyrsta sæti yfir staði fyrir beina erlenda fjárfestingu í Evrópu, og var í því þriðja í heiminum í fyrra, næst á eftir Kína og Bandaríkjunum. Bretland laðaði til sín áhættufjárfestingu fyrir 6,3 milljarða sterlingspunda, andvirði tæplega 1.000 milljarða króna, meira en nokkurt annað land í Evrópu. Og það er ekki einungis vöxtur í fjárfestingum í tæknigeiranum. Bein erlend fjárfesting í Bretlandi jókst um 20% árið 2018, á sama tíma og hún minnkaði um 19% á heimsvísu og 73% í Evrópu, samkvæmt mati Alþjóðaviðskiptamiðstöðvarinnar (UNCTAD). Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið jafn lítið í 46 ár. Seðlabankinn breytti nýverið hagvaxtarspá sinni fyrir Bretland í ár úr 1,2% í 1,5%, sem er hærra en á evrusvæðinu og í Þýskalandi. Á síðasta fjárhagsári var sett nýtt met í útflutningi á breskri vöru og þjónustu, eða fyrir 640 milljarða punda, sem samsvarar um 100.000 milljörðum íslenskra króna. Mig langar að sjá fleiri íslensk fyrirtæki nýta sér þau tækifæri sem í boði eru í Bretlandi. Ég sé einnig frekari tækifæri á Íslandi fyrir breska sérþekkingu, og þá sérstaklega í stórum verkefnum í sviði innviða, svo sem stækkun flugvallarins, nýja Landspítalanum, þróun miðborgar Reykjavíkur, húsnæðismálum og fyrirhuguðum endurbótum á þjóðarleikvanginum. Það eru einnig tækifæri fyrir fjármálafyrirtæki, á sviði netöryggis og tækni á sviði heilbrigðisvísinda. Breska sendiráðið í Reykjavík getur aðstoðað við að tengja saman íslensk fyrirtæki og breska þekkingu og breska birgja á heimsmælikvarða. Ég er sannfærður um að sameiginlegur skilningur okkar á mikilvægi þess að stuðla að frjálsum viðskiptum og vaxandi bein tengsl þjóða okkar í gegnum allan þann fjölda af Bretum og Íslendingum sem heimsækja, vinna og stunda nám í löndum hvorra annarra, muni tryggja að tvíhliða samband þjóðanna geti aðeins orðið sterkara á komandi árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það var mér mikil ánægja að þiggja boð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um að sækja Ísland heim fyrr í þessum mánuði. Heimsóknin veitti mér tækifæri til að styrkja enn frekar þau sterku viðskiptatengsl sem eru á milli Bretlands og Íslands, einn lykilþáttinn í okkar mjög svo mikilvæga sambandi. Ísland hefur verið einn af okkar nánustu samstarfsaðilum í undirbúningnum fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Það hefur komið skýrt fram í samtölum okkar að ríkisstjórnir beggja landa vilja koma auga á og grípa þau tækifæri sem Brexit getur skapað. Þessi sameiginlega jákvæðni og velvilji sannfærir mig um það að þetta frábæra samstarf sem við eigum við Ísland muni halda áfram löngu eftir útgöngu okkar úr Evrópusambandinu. Í hugum flestra Breta snúast viðskipti við Ísland mest um fisk. Breskir „fish and chips“-staðir treysta á íslenskan fisk. Útflutningur á fiski til Bretlands er augljóslega mjög mikilvægur fyrir Ísland, en það á einnig við um þá 5.000 starfsmenn í Norðaustur-Englandi og víðar í Bretlandi, hverra störf eru háð þessum innflutningi. En það sem einnig kom á óvart í heimsókn minni var að sjá allan þann fjölbreytileika sem er í fjárfestingum íslenskra aðila í hátæknigeiranum í Bretlandi. Þetta á sérstaklega við um okkar framsæknu fjármálaþjónustu, framleiðslutækni, tölvuleikja- og gervilimatækni, en fjárfestinga Íslendinga gætir líka á sviðum eins og innviðum og fasteignum. Ég upplifði sjálfur það mikla traust sem íslenskir fjárfestar hafa á Bretlandi og þeirra trú á því að Bretland sé einn af mest aðlaðandi mörkuðum í heiminum. Þetta endurspeglar styrk bresks hagkerfis og hversu auðvelt það er að stunda þar viðskipti. Bretland er í fyrsta sæti yfir staði fyrir beina erlenda fjárfestingu í Evrópu, og var í því þriðja í heiminum í fyrra, næst á eftir Kína og Bandaríkjunum. Bretland laðaði til sín áhættufjárfestingu fyrir 6,3 milljarða sterlingspunda, andvirði tæplega 1.000 milljarða króna, meira en nokkurt annað land í Evrópu. Og það er ekki einungis vöxtur í fjárfestingum í tæknigeiranum. Bein erlend fjárfesting í Bretlandi jókst um 20% árið 2018, á sama tíma og hún minnkaði um 19% á heimsvísu og 73% í Evrópu, samkvæmt mati Alþjóðaviðskiptamiðstöðvarinnar (UNCTAD). Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki verið jafn lítið í 46 ár. Seðlabankinn breytti nýverið hagvaxtarspá sinni fyrir Bretland í ár úr 1,2% í 1,5%, sem er hærra en á evrusvæðinu og í Þýskalandi. Á síðasta fjárhagsári var sett nýtt met í útflutningi á breskri vöru og þjónustu, eða fyrir 640 milljarða punda, sem samsvarar um 100.000 milljörðum íslenskra króna. Mig langar að sjá fleiri íslensk fyrirtæki nýta sér þau tækifæri sem í boði eru í Bretlandi. Ég sé einnig frekari tækifæri á Íslandi fyrir breska sérþekkingu, og þá sérstaklega í stórum verkefnum í sviði innviða, svo sem stækkun flugvallarins, nýja Landspítalanum, þróun miðborgar Reykjavíkur, húsnæðismálum og fyrirhuguðum endurbótum á þjóðarleikvanginum. Það eru einnig tækifæri fyrir fjármálafyrirtæki, á sviði netöryggis og tækni á sviði heilbrigðisvísinda. Breska sendiráðið í Reykjavík getur aðstoðað við að tengja saman íslensk fyrirtæki og breska þekkingu og breska birgja á heimsmælikvarða. Ég er sannfærður um að sameiginlegur skilningur okkar á mikilvægi þess að stuðla að frjálsum viðskiptum og vaxandi bein tengsl þjóða okkar í gegnum allan þann fjölda af Bretum og Íslendingum sem heimsækja, vinna og stunda nám í löndum hvorra annarra, muni tryggja að tvíhliða samband þjóðanna geti aðeins orðið sterkara á komandi árum.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun