Vantar að fylla eitt skarð í framlínunni Hjörvar Ólafsson skrifar 31. maí 2019 11:00 Erik Hamrén og Freyr Alexandersson opinbera í dag hverjir munu mæta Albönum og Tyrkjum Getty/ Jean Catuffe Erik Hamrén og Freyr Alexandersson tilkynna í dag hvernig leikmannahópur íslenska karlalalandsliðsins í knattspyrnu mun líta út í leikjunum gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 sem fram fara á Laugardalsvellinum um miðjan júnímánuð. Næstu leikir íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í undankeppni EM 2020 eru gríðarlega mikilvægir fyrir framhaldið en fyrir þennan legg leikja eru Ísland og Albanía með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í þriðja til fjórða sæti riðilsins og Tyrkland í öðru sæti með fullt hús stiga eða sex stig. Líklegast þykir að baráttan um annað sætið í riðlinum og beint sæti í lokakeppni mótsins verði á endanum á milli Íslands og Tyrklands og Albanía geti einnig blandað sér í þá baráttu. Af þeim sökum eru fjögur stig lífsnauðsynleg fyrir framhaldið og sex stig myndu koma liðinu í vænlega stöðu.Alfreð Finnbogason missir af leikjunum.vísir/gettyNánast sterkasta sveitin sem mætir til leiks Hamrén og Freyr hafa aldrei getað stillt upp liði sem samanstendur af sterkustu leikmönnum liðsins eftir að þeir tóku við stjórnartaumunum hjá liðinu síðasta haust en ef að líkum lætur komast þeir ansi nærri því þegar íslenska liðið etur kappi við Albana og Tyrki. Leikmenn sem misstu af leikjum liðsins í Þjóðadeildinni og fyrstu leikjum undankeppninnar fyrir EM 2020 eru margir hverjir að skríða saman og aðrir komnir í töluvert betra leikform en þeir voru í fyrir og eftir síðustu áramót. Af þeim leikmönnum sem mynduðu hópinn í síðasta leik íslenska liðsins í undankeppninni sem var tapleikur á móti Frakklandi er Alfreð Finnbogason sá eini sem vitað er að verður fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Viðar Örn Kjartansson eða Albert Guðmundsson koma sterkast til greina sem fremstu menn liðsins í leikjunum tveimur sem fram undan eru.Nokkrir koma til greina í framherjasveitina Baráttan um að fylla skarð Alfreðs í hópnum er síðan að öllum líkindum á milli Björns Bergmanns Sigurðarsonar og Andra Rúnars Bjarnasonar. Spurning er hversu langt Jón Daði Böðvarsson er kominn í ferli sínu við að hrista af sér meiðslin sem haldið hafa honum utan vallar síðustu mánuði. Þá gera Árni Vilhjálmsson, Elías Már Ómarsson og Kjartan Henry Finnbogason einnig tilkall til þess að vera í hópnum með frammistöðu sinni undanfarið. Emil Hallfreðsson hefur svo náð sér af þeim meiðslum sem urðu til þess að hann gat ekki leikið í fyrstu tveimur leikjum undankeppninnar og gera má ráð fyrir að hann komi inn í hópinn þá á kostnað annað hvort Rúnars Más Sigurjónssonar eða Guðlaugs Victors Pálssonar.Arnór Sigurðsson skoraði fimm mörk í rússnesku úrvalsdeildinni á tímabilinu.vísir/gettyMargir leikmenn koma í verkefnið í góðu formi Það hafa þó nokkrir leikmenn sem búist er við að verði í leikmannahópnum sem kynntur verður í dag verið að gera það gott undandarið. Rúnar Alex Rúnarsson átti góða leiki á lokakaflanum með Dijon þegar liðið bjargaði sér frá falli, Ögmundur Kristinsson var valinn leikmaður ársins hjá gríska liðinu Larissa og Hannes Þór Halldórsson hefur verið einn af fáum ljósum punktum í slæmu gengi Vals í sumar. Hörður Björgvin Magnússon er fastamaður í liði CSKA Moskvu, Ragnar Sigurðsson sömuleiðis lykilleikmaður í vörn Rostov og Kári Árnason og samherjar hans hjá tyrkneska liðinu Gençlerbirliği fóru upp um deild. Aron Einar Gunnarsson átti gott keppnistímabil með Cardiff City þrátt fyrir fall liðsins úr ensku úrvalsdeildinni, Gylfi Þór var einkar góður fyrir Everton á leiktíðinni og Emil Hallfreðsson sneri aftur inn á völlinn í búningi Udinese. Arnór Sigurðsson hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með CSKA Moskvu í Rússlandi og Albert fann netmöskva andstæðinga sinna með AZ Alkmaar undir lok leiktíðarinnar og Viðar Örn er búinn að skora fimm mörk fyrir Hammarby. Þá eru Arnór Ingvi Traustason og félagar hans hjá Malmö í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Sjá meira
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson tilkynna í dag hvernig leikmannahópur íslenska karlalalandsliðsins í knattspyrnu mun líta út í leikjunum gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 sem fram fara á Laugardalsvellinum um miðjan júnímánuð. Næstu leikir íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í undankeppni EM 2020 eru gríðarlega mikilvægir fyrir framhaldið en fyrir þennan legg leikja eru Ísland og Albanía með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í þriðja til fjórða sæti riðilsins og Tyrkland í öðru sæti með fullt hús stiga eða sex stig. Líklegast þykir að baráttan um annað sætið í riðlinum og beint sæti í lokakeppni mótsins verði á endanum á milli Íslands og Tyrklands og Albanía geti einnig blandað sér í þá baráttu. Af þeim sökum eru fjögur stig lífsnauðsynleg fyrir framhaldið og sex stig myndu koma liðinu í vænlega stöðu.Alfreð Finnbogason missir af leikjunum.vísir/gettyNánast sterkasta sveitin sem mætir til leiks Hamrén og Freyr hafa aldrei getað stillt upp liði sem samanstendur af sterkustu leikmönnum liðsins eftir að þeir tóku við stjórnartaumunum hjá liðinu síðasta haust en ef að líkum lætur komast þeir ansi nærri því þegar íslenska liðið etur kappi við Albana og Tyrki. Leikmenn sem misstu af leikjum liðsins í Þjóðadeildinni og fyrstu leikjum undankeppninnar fyrir EM 2020 eru margir hverjir að skríða saman og aðrir komnir í töluvert betra leikform en þeir voru í fyrir og eftir síðustu áramót. Af þeim leikmönnum sem mynduðu hópinn í síðasta leik íslenska liðsins í undankeppninni sem var tapleikur á móti Frakklandi er Alfreð Finnbogason sá eini sem vitað er að verður fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Viðar Örn Kjartansson eða Albert Guðmundsson koma sterkast til greina sem fremstu menn liðsins í leikjunum tveimur sem fram undan eru.Nokkrir koma til greina í framherjasveitina Baráttan um að fylla skarð Alfreðs í hópnum er síðan að öllum líkindum á milli Björns Bergmanns Sigurðarsonar og Andra Rúnars Bjarnasonar. Spurning er hversu langt Jón Daði Böðvarsson er kominn í ferli sínu við að hrista af sér meiðslin sem haldið hafa honum utan vallar síðustu mánuði. Þá gera Árni Vilhjálmsson, Elías Már Ómarsson og Kjartan Henry Finnbogason einnig tilkall til þess að vera í hópnum með frammistöðu sinni undanfarið. Emil Hallfreðsson hefur svo náð sér af þeim meiðslum sem urðu til þess að hann gat ekki leikið í fyrstu tveimur leikjum undankeppninnar og gera má ráð fyrir að hann komi inn í hópinn þá á kostnað annað hvort Rúnars Más Sigurjónssonar eða Guðlaugs Victors Pálssonar.Arnór Sigurðsson skoraði fimm mörk í rússnesku úrvalsdeildinni á tímabilinu.vísir/gettyMargir leikmenn koma í verkefnið í góðu formi Það hafa þó nokkrir leikmenn sem búist er við að verði í leikmannahópnum sem kynntur verður í dag verið að gera það gott undandarið. Rúnar Alex Rúnarsson átti góða leiki á lokakaflanum með Dijon þegar liðið bjargaði sér frá falli, Ögmundur Kristinsson var valinn leikmaður ársins hjá gríska liðinu Larissa og Hannes Þór Halldórsson hefur verið einn af fáum ljósum punktum í slæmu gengi Vals í sumar. Hörður Björgvin Magnússon er fastamaður í liði CSKA Moskvu, Ragnar Sigurðsson sömuleiðis lykilleikmaður í vörn Rostov og Kári Árnason og samherjar hans hjá tyrkneska liðinu Gençlerbirliği fóru upp um deild. Aron Einar Gunnarsson átti gott keppnistímabil með Cardiff City þrátt fyrir fall liðsins úr ensku úrvalsdeildinni, Gylfi Þór var einkar góður fyrir Everton á leiktíðinni og Emil Hallfreðsson sneri aftur inn á völlinn í búningi Udinese. Arnór Sigurðsson hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með CSKA Moskvu í Rússlandi og Albert fann netmöskva andstæðinga sinna með AZ Alkmaar undir lok leiktíðarinnar og Viðar Örn er búinn að skora fimm mörk fyrir Hammarby. Þá eru Arnór Ingvi Traustason og félagar hans hjá Malmö í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Sjá meira