Guðjón Valur kvaddur: Kem kannski einn daginn aftur sem áhorfandi með stóran maga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2019 15:45 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Getty Það var tilfinningaþrungin stund þegar Rhein-Neckar Löwen kvaddi nokkra leikmenn sína að loknum síðasta heimaleik sínum á tímabilinu í gær, þeirra á meðal Guðjón Val Sigurðsson. Guðjón Valur var raunar að kveðja í annað sinn þar sem hann var einnig hjá liðinu frá 2008 til 2011, áður en hann hélt til AG Kaupmannahafnar í Danmörku. Nú er hann á leið til PSG í Frakklandi. „Þú ert meðal bestu leikmanna heims í þinni stöðu. Það er engin spurning,“ sagði kynnirinn um Guðjón Val. „Þú ert mikil fyrirmynd, gefur alltaf 100 prósent og við eigum þér margt að þakka. Við óskum þér alls hins besta í París.“ „Manni líður eins og maður sé í sinni eigin jarðaför,“ sagði Guðjón Valur þegar hann tók til máls. „Í annað sinn segi ég bless en í þetta sinn segi ég ekki sjáumst síðar. Ég mun ekki koma í þriðja skiptið.“ „Ég vil þakka félaginu kærlega fyrir, öllum samstarfsmönnum og þessum frábæra leikmannahópi. Hér hef ég eignast marga vini. Stemningin í búningsklefanum er ótrúleg og er alltaf gaman að koma í vinnuna þar sem maður heyrir lélega brandara frá Bogdan og Vladan,“ sagði hann en þeir Bodgan Radivojevic og Vladan Lipovina voru einnig kvaddir í gær. „Ég mun sakna þess mest úr æfingahöllinni.“ Rhein-Neckar Löwen tapaði raunar leiknum í gær, 29-26, fyrir Ludwigshafen og bað Guðjón Valur stuðningsmenn afsökunar á því áður en hann ávarpaði þá. „En takk kærlega fyrir þessi þrjú. Okkur fjölskyldunni, og sérstaklega litla syni okkar, leið eins og heima. Takk kærlega fyrir stuðninginn ykkar, hjálpsemi og hvernig þið standið þétt við bak liðsins. Ég óska ykkur alls hins besta í framtíðinni og kannski kem ég einn daginn aftur hingað sem áhorfandi með stóran maga.“ Jason, sonur Guðjóns Vals, stóð við hlið föður síns á sviðinu í gær og kvaddi líka einfaldlega með því að segja „tschüss!“ Myndband frá gærkvöldinu má sjá hér fyrir neðan en það kemur að Guðjóni Val þegar um fimm mínútur eru liðnar af því. Þýski handboltinn Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Sjá meira
Það var tilfinningaþrungin stund þegar Rhein-Neckar Löwen kvaddi nokkra leikmenn sína að loknum síðasta heimaleik sínum á tímabilinu í gær, þeirra á meðal Guðjón Val Sigurðsson. Guðjón Valur var raunar að kveðja í annað sinn þar sem hann var einnig hjá liðinu frá 2008 til 2011, áður en hann hélt til AG Kaupmannahafnar í Danmörku. Nú er hann á leið til PSG í Frakklandi. „Þú ert meðal bestu leikmanna heims í þinni stöðu. Það er engin spurning,“ sagði kynnirinn um Guðjón Val. „Þú ert mikil fyrirmynd, gefur alltaf 100 prósent og við eigum þér margt að þakka. Við óskum þér alls hins besta í París.“ „Manni líður eins og maður sé í sinni eigin jarðaför,“ sagði Guðjón Valur þegar hann tók til máls. „Í annað sinn segi ég bless en í þetta sinn segi ég ekki sjáumst síðar. Ég mun ekki koma í þriðja skiptið.“ „Ég vil þakka félaginu kærlega fyrir, öllum samstarfsmönnum og þessum frábæra leikmannahópi. Hér hef ég eignast marga vini. Stemningin í búningsklefanum er ótrúleg og er alltaf gaman að koma í vinnuna þar sem maður heyrir lélega brandara frá Bogdan og Vladan,“ sagði hann en þeir Bodgan Radivojevic og Vladan Lipovina voru einnig kvaddir í gær. „Ég mun sakna þess mest úr æfingahöllinni.“ Rhein-Neckar Löwen tapaði raunar leiknum í gær, 29-26, fyrir Ludwigshafen og bað Guðjón Valur stuðningsmenn afsökunar á því áður en hann ávarpaði þá. „En takk kærlega fyrir þessi þrjú. Okkur fjölskyldunni, og sérstaklega litla syni okkar, leið eins og heima. Takk kærlega fyrir stuðninginn ykkar, hjálpsemi og hvernig þið standið þétt við bak liðsins. Ég óska ykkur alls hins besta í framtíðinni og kannski kem ég einn daginn aftur hingað sem áhorfandi með stóran maga.“ Jason, sonur Guðjóns Vals, stóð við hlið föður síns á sviðinu í gær og kvaddi líka einfaldlega með því að segja „tschüss!“ Myndband frá gærkvöldinu má sjá hér fyrir neðan en það kemur að Guðjóni Val þegar um fimm mínútur eru liðnar af því.
Þýski handboltinn Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Fleiri fréttir Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti