Bjarki Már og Arnór geta hjálpað Alfreð að landa titlinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. maí 2019 14:00 Alfreð hættir með Kiel eftir tímabilið. vísir/getty Alfreð Gíslason vann um helgina EHF-bikarinn með þýska stórveldinu Kiel og er því morgunljóst að hann kveður félagið í sumar með tveimur titlum á þessu tímabili eftir að vinna bikarinn líka. Þetta var hvorki meira né minna en 20. titilinn sem að Alfreð vinnur sem þjálfari Kiel á glæstum ellefu árum hjá félaginu en hann hefur sex sinnum orðið Þýskalandsmeistari, sex sinnum bikarmeistari, unnið Meistaradeildina tvisvar sinnum og nú EHF-bikarinn auk fleiri titla. Alfreð hefur ekki gert Kiel að Þýskalandsmeistara síðan árið 2015 og útlitið gæti verið betra þegar að þjár umferðir eru eftir en öll von er ekki úti enn. Flensburg er í toppsætinu, tveimur stigum á undan Kiel þegar að þrjár umferðir og sex stig eru eftir í pottinum.Dieser Moment, in dem die Zeit still zu stehen scheint... Ab 11 Uhr feiert Kiel den EHF-Pokalsieger 2019 in der Forstbaumschule! #WirSindKiel #NurMitEuch #WeisseWand #Alfred20 pic.twitter.com/j2fs6UoicP— THW Kiel (@thw_handball) May 19, 2019 Kiel á nokkuð þægilega leiki á eftir gegn Minden og Hannover á heimavelli og Lemgo á útivelli en lærisveinar Alfreðs unnu fyrri leiki liðanna alla nokkuð sannfærandi. Flensburg á aðeins erfiðara prógram eftir en það mætir Stuttgart í næsta leik sem er öruggur sigur en eftir það eru leikir gegn Füchse Berlín á heimavelli og svo gegn spútnikliði Bergischer á útivelli í lokaumferðinni. Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse geta lagt stein í götu Flensburg á leiðinni að titlinum 29. maí og þannig hjálpað Alfreð að kveðja Kiel með Þýskalandsmeistaratitli og sömu sögu má segja um Arnór Þór Gunnarsson og félaga hans í Bergischer. Flensburg vann leikina á móti þessum liðum í fyrri umferðinni nokkuð þægilega og er ansi líklegt til þess að klára mótið með þremur sigrum og vinna deildina annað árið í röð. Alfreð þarf allavega að treysta á hjálp frá íslensku landsliðshornamönnunum.Staðan á toppnum: 1. Flensburg 58 stig (+169) 2. Kiel 56 stig (+180)Síðustu þrír hjá Flensburg: 23.05 Stuttgart - Flensburg (fyrri leikur 29-21 sigur) 29.05 Flensburg - Füchse Berlín (fyrri leikur 30-25 sigur) 09.06 Bergischer - Flensburg (fyrri leikur 25-23 sigur)Síðustu þrír hjá Kiel: 26.05 Kiel - Minden (fyrri leikur 37-29 sigur) 29.05 Lemgo - Kiel (fyrri leikur 28-24 sigur) 09.06 Kiel - Hannover (fyrri leikur 32-25 sigur) Þýski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Alfreð Gíslason vann um helgina EHF-bikarinn með þýska stórveldinu Kiel og er því morgunljóst að hann kveður félagið í sumar með tveimur titlum á þessu tímabili eftir að vinna bikarinn líka. Þetta var hvorki meira né minna en 20. titilinn sem að Alfreð vinnur sem þjálfari Kiel á glæstum ellefu árum hjá félaginu en hann hefur sex sinnum orðið Þýskalandsmeistari, sex sinnum bikarmeistari, unnið Meistaradeildina tvisvar sinnum og nú EHF-bikarinn auk fleiri titla. Alfreð hefur ekki gert Kiel að Þýskalandsmeistara síðan árið 2015 og útlitið gæti verið betra þegar að þjár umferðir eru eftir en öll von er ekki úti enn. Flensburg er í toppsætinu, tveimur stigum á undan Kiel þegar að þrjár umferðir og sex stig eru eftir í pottinum.Dieser Moment, in dem die Zeit still zu stehen scheint... Ab 11 Uhr feiert Kiel den EHF-Pokalsieger 2019 in der Forstbaumschule! #WirSindKiel #NurMitEuch #WeisseWand #Alfred20 pic.twitter.com/j2fs6UoicP— THW Kiel (@thw_handball) May 19, 2019 Kiel á nokkuð þægilega leiki á eftir gegn Minden og Hannover á heimavelli og Lemgo á útivelli en lærisveinar Alfreðs unnu fyrri leiki liðanna alla nokkuð sannfærandi. Flensburg á aðeins erfiðara prógram eftir en það mætir Stuttgart í næsta leik sem er öruggur sigur en eftir það eru leikir gegn Füchse Berlín á heimavelli og svo gegn spútnikliði Bergischer á útivelli í lokaumferðinni. Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse geta lagt stein í götu Flensburg á leiðinni að titlinum 29. maí og þannig hjálpað Alfreð að kveðja Kiel með Þýskalandsmeistaratitli og sömu sögu má segja um Arnór Þór Gunnarsson og félaga hans í Bergischer. Flensburg vann leikina á móti þessum liðum í fyrri umferðinni nokkuð þægilega og er ansi líklegt til þess að klára mótið með þremur sigrum og vinna deildina annað árið í röð. Alfreð þarf allavega að treysta á hjálp frá íslensku landsliðshornamönnunum.Staðan á toppnum: 1. Flensburg 58 stig (+169) 2. Kiel 56 stig (+180)Síðustu þrír hjá Flensburg: 23.05 Stuttgart - Flensburg (fyrri leikur 29-21 sigur) 29.05 Flensburg - Füchse Berlín (fyrri leikur 30-25 sigur) 09.06 Bergischer - Flensburg (fyrri leikur 25-23 sigur)Síðustu þrír hjá Kiel: 26.05 Kiel - Minden (fyrri leikur 37-29 sigur) 29.05 Lemgo - Kiel (fyrri leikur 28-24 sigur) 09.06 Kiel - Hannover (fyrri leikur 32-25 sigur)
Þýski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira