Vinnur með raunveruleika og ímyndun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. maí 2019 07:00 "Mig langaði til að prófa spennusagnaformið, ná lesandanum og reyna að halda honum spenntum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Röskun er glæpasaga eftir Írisi Ösp Ingjaldsdóttur og jafnframt fyrsta skáldsaga hennar. „Ég hef aðallega skrifað smásögur,“ segir Íris sem sótti á sínum tíma námskeið í skapandi skrifum hjá Þorvaldi Þorsteinssyni og Björgu Árnadóttur og lærði einnig leikritun hjá Hlín Agnarsdóttur. „Þessi námskeið nýttust mér, bæði í sambandi við hugmyndavinnu og einnig sem hvatning til að halda áfram að skrifa,“ segir hún. Röskun er gefin út af Sölku. „Ég er mjög lánsöm að þær Dögg og Anna Lea hjá Sölku hafi haft trú á sögunni og mér sem höfundi, þær eru miklir fagmenn.“ Spurð hvers vegna hún haf i ákveðið að skrifa glæpasögu segir hún: „Mig langaði til að prófa spennusagnaformið, ná lesandanum og reyna að halda honum spenntum í gegnum söguna. Í Röskun er ég að vinna með mörkin á milli raunveruleika og ímyndunar. Sagan fjallar um Heru sem er nýflutt í nýja íbúð. Eftir flutningana fer henni að líða undarlega. Hún finnur fyrir óþægilegri nærveru, upplifir óhugnanlega atburði og fer að glíma við þá spurningu hvað sé raunverulegt og hvað ímyndað. Hugmyndin mín var að lesandinn þyrfti að svara þessum spurningum um leið og hún. Síðan fléttast inn önnur saga um Stellu sem bjó áður í íbúðinni með fjölskyldu sinni. Eftir því sem líður á söguna kemur ýmislegt í ljós sem útskýrir upplifun Heru. Ég hef strax fengið mjög jákvæð viðbrögð frá lesendum sem tala margir um að hafa átt erfitt með að leggja bókina frá sér og er bjartsýn á framhaldið.“Aðdáandi Stephen King Íris les ýmiss konar bækur, meðal annars spennusögur og fagurbókmenntir. „Ég hef haft minni tíma til að lesa en ég gjarnan vildi en lesturinn hefur aukist síðan ég byrjaði í leshring með skemmtilegum konum. Ég mæli með því fyrir alla að koma sér í slíkan félagsskap. Það sem ég leita eftir í bók er góð persónusköpun og einhverju sem knýr söguna áfram. Þegar kemur að spennusögum er ég mikill Stephen King aðdáandi. Hann á flottar perlur inn á milli og er til dæmis snillingur í að dýpka persónusköpun með endurlitum þar sem hann varpar ljósi á hvað persónan er að upplifa.“ Fleiri hugmyndir Íris starfar sem lögfræðingur og er spurð hvort það sé eitthvað í því starfi sem nýtist henni við skriftirnar. „Í vinnunni er ég alltaf að vinna með texta og þarf að stytta hann, gera hann hnitmiðaðan og koma því vel til skila sem ég vil segja. Ég held að þetta hljóti að þjálfa mann heilmikið.“ Hún segist ætla að halda áfram að skrifa. „Mig langar til að halda áfram með spennusagnafornið. Ég er komin með fleiri hugmyndir og ætla að vinna áfram með þær.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Röskun er glæpasaga eftir Írisi Ösp Ingjaldsdóttur og jafnframt fyrsta skáldsaga hennar. „Ég hef aðallega skrifað smásögur,“ segir Íris sem sótti á sínum tíma námskeið í skapandi skrifum hjá Þorvaldi Þorsteinssyni og Björgu Árnadóttur og lærði einnig leikritun hjá Hlín Agnarsdóttur. „Þessi námskeið nýttust mér, bæði í sambandi við hugmyndavinnu og einnig sem hvatning til að halda áfram að skrifa,“ segir hún. Röskun er gefin út af Sölku. „Ég er mjög lánsöm að þær Dögg og Anna Lea hjá Sölku hafi haft trú á sögunni og mér sem höfundi, þær eru miklir fagmenn.“ Spurð hvers vegna hún haf i ákveðið að skrifa glæpasögu segir hún: „Mig langaði til að prófa spennusagnaformið, ná lesandanum og reyna að halda honum spenntum í gegnum söguna. Í Röskun er ég að vinna með mörkin á milli raunveruleika og ímyndunar. Sagan fjallar um Heru sem er nýflutt í nýja íbúð. Eftir flutningana fer henni að líða undarlega. Hún finnur fyrir óþægilegri nærveru, upplifir óhugnanlega atburði og fer að glíma við þá spurningu hvað sé raunverulegt og hvað ímyndað. Hugmyndin mín var að lesandinn þyrfti að svara þessum spurningum um leið og hún. Síðan fléttast inn önnur saga um Stellu sem bjó áður í íbúðinni með fjölskyldu sinni. Eftir því sem líður á söguna kemur ýmislegt í ljós sem útskýrir upplifun Heru. Ég hef strax fengið mjög jákvæð viðbrögð frá lesendum sem tala margir um að hafa átt erfitt með að leggja bókina frá sér og er bjartsýn á framhaldið.“Aðdáandi Stephen King Íris les ýmiss konar bækur, meðal annars spennusögur og fagurbókmenntir. „Ég hef haft minni tíma til að lesa en ég gjarnan vildi en lesturinn hefur aukist síðan ég byrjaði í leshring með skemmtilegum konum. Ég mæli með því fyrir alla að koma sér í slíkan félagsskap. Það sem ég leita eftir í bók er góð persónusköpun og einhverju sem knýr söguna áfram. Þegar kemur að spennusögum er ég mikill Stephen King aðdáandi. Hann á flottar perlur inn á milli og er til dæmis snillingur í að dýpka persónusköpun með endurlitum þar sem hann varpar ljósi á hvað persónan er að upplifa.“ Fleiri hugmyndir Íris starfar sem lögfræðingur og er spurð hvort það sé eitthvað í því starfi sem nýtist henni við skriftirnar. „Í vinnunni er ég alltaf að vinna með texta og þarf að stytta hann, gera hann hnitmiðaðan og koma því vel til skila sem ég vil segja. Ég held að þetta hljóti að þjálfa mann heilmikið.“ Hún segist ætla að halda áfram að skrifa. „Mig langar til að halda áfram með spennusagnafornið. Ég er komin með fleiri hugmyndir og ætla að vinna áfram með þær.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira