Stærsta verkefni Íslendinga í umhverfismálum er í Kína Heimir Már Pétursson skrifar 21. maí 2019 20:30 Íslendingar koma að uppbyggingu og rekstri á stærsta hitaveitukerfi í heimi í tugum borga í Kína. Þannig hjálpar íslenskt hugvit og áratugareynsla á uppbyggingu hitaveitna Kínverjum að losa borgir undan mikilli loftmengun sem fylgir kolaorkuverum. Sigsteinn Grétarsson forstjóri Arctic Green Energy segir samvinnu íslenska fyrirtækisins og kínverska orkurisans Sinopec ná allt aftur til ársins 2006 þegar þáverandi forseti Kína kom í opinbera heimsókn til Íslands í boði Ólafs Ragnars Grímssonar. „Hann á mjög stóran hluta í því að þetta hófst árið 2006,“ segir Sigsteinn en Ólafur Ragnar hafi verið óþreytandi í að kynna möguleika jarðvarmans fyrir Kínverjum. Arctic Green Energy kemur að lagningu hitaveitna í um 60 borgum í Kína. En eitt stærsta verkefnið er að byggja hitaveitu fyrir nýja borg skammt fyrir utan Beijing sem heitir Xiongan. Til að skýra stærðina á þessu verkefni hjá Arctic Green Energy í Xiongan munu í framtíðinni, kannski innan tveggja til þriggja áratuga, búa um 4,5 milljónir manna í nýju borginni. En fyrirhugað er að flytja um 30 prósent starfsmanna stjórnsýslunnar í Beijing til borgarinnar.Hita nú þegar upp 40 milljónir fermetra „Þetta er stærsta jarðvarmaverkefni eða jarðhitaveita heims og sú sem er að vaxa hvað hraðast. Við erum í dag með um 40 milljón fermetra í hitun,“ segir Sigsteinn. Og eftir því sem borgin stækki muni hitaveitan ná til um 70 milljón fermetra en hún er nú þegar fjórum til fimm sinnum stærri en allar hitaveitur til samans á Íslandi. Uppbyggingin gerir Kínverjum kleift að minnka kolabrennslu sína um milljónir tonna, því í dag er hitun húsa og kæling að mestu fengin með orku frá kolaorkuverum. „Í Kína hafa menn áttað sig á því að jarðhitinn er möguleiki sem hægt er að nýta. Við þekkjum þetta á Íslandi. En þeir hafa verið að hita með kolum og í dag erum við búin að skipta eins og ég segi fjórum gígavöttum úr kolahitun yfir í hreina jarðhitaorku. Sem skiptir verulega miklu máli þegar kemur að loftlagsmálum,“ segir Sigsteinn. Stærstu verkefnin séu í kringum Beijing. „Á þessu svæði eru einar bestu lághitaauðlindir heims sem hingað til hafa ekki verið nýttar. Þannig að ef við horfum á bæði það sem búið er að gera hér á síðustu árum og það sem gert verður á næstu árum þá er þetta lang, lang stærsta verkefni í umhverfismálum sem Íslendingar koma að,“ segir Sigsteinn Grétarsson. Kína Orkumál Umhverfismál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Íslendingar koma að uppbyggingu og rekstri á stærsta hitaveitukerfi í heimi í tugum borga í Kína. Þannig hjálpar íslenskt hugvit og áratugareynsla á uppbyggingu hitaveitna Kínverjum að losa borgir undan mikilli loftmengun sem fylgir kolaorkuverum. Sigsteinn Grétarsson forstjóri Arctic Green Energy segir samvinnu íslenska fyrirtækisins og kínverska orkurisans Sinopec ná allt aftur til ársins 2006 þegar þáverandi forseti Kína kom í opinbera heimsókn til Íslands í boði Ólafs Ragnars Grímssonar. „Hann á mjög stóran hluta í því að þetta hófst árið 2006,“ segir Sigsteinn en Ólafur Ragnar hafi verið óþreytandi í að kynna möguleika jarðvarmans fyrir Kínverjum. Arctic Green Energy kemur að lagningu hitaveitna í um 60 borgum í Kína. En eitt stærsta verkefnið er að byggja hitaveitu fyrir nýja borg skammt fyrir utan Beijing sem heitir Xiongan. Til að skýra stærðina á þessu verkefni hjá Arctic Green Energy í Xiongan munu í framtíðinni, kannski innan tveggja til þriggja áratuga, búa um 4,5 milljónir manna í nýju borginni. En fyrirhugað er að flytja um 30 prósent starfsmanna stjórnsýslunnar í Beijing til borgarinnar.Hita nú þegar upp 40 milljónir fermetra „Þetta er stærsta jarðvarmaverkefni eða jarðhitaveita heims og sú sem er að vaxa hvað hraðast. Við erum í dag með um 40 milljón fermetra í hitun,“ segir Sigsteinn. Og eftir því sem borgin stækki muni hitaveitan ná til um 70 milljón fermetra en hún er nú þegar fjórum til fimm sinnum stærri en allar hitaveitur til samans á Íslandi. Uppbyggingin gerir Kínverjum kleift að minnka kolabrennslu sína um milljónir tonna, því í dag er hitun húsa og kæling að mestu fengin með orku frá kolaorkuverum. „Í Kína hafa menn áttað sig á því að jarðhitinn er möguleiki sem hægt er að nýta. Við þekkjum þetta á Íslandi. En þeir hafa verið að hita með kolum og í dag erum við búin að skipta eins og ég segi fjórum gígavöttum úr kolahitun yfir í hreina jarðhitaorku. Sem skiptir verulega miklu máli þegar kemur að loftlagsmálum,“ segir Sigsteinn. Stærstu verkefnin séu í kringum Beijing. „Á þessu svæði eru einar bestu lághitaauðlindir heims sem hingað til hafa ekki verið nýttar. Þannig að ef við horfum á bæði það sem búið er að gera hér á síðustu árum og það sem gert verður á næstu árum þá er þetta lang, lang stærsta verkefni í umhverfismálum sem Íslendingar koma að,“ segir Sigsteinn Grétarsson.
Kína Orkumál Umhverfismál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira