Gunni Helga og Hildur Knúts á meðal styrkþega úr nýjum bókasjóði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2019 17:25 Styrkþegarnir við afhendinguna í dag. Miðstöð íslenskra bókmennta Tilkynnt var um fyrstu úthlutun úr nýjum barna- og ungmennabókasjóði í dag. Stofnun sjóðsins er liður í aðgerðaáætlun mennta- og menningarmálaráðherra um eflingu íslenskunnar og er ætlað að styrkja útgáfu vandaðs efnis fyrir yngri lesendur. Alls hlutu 20 verk styrki að þessu sinni og nemur heildarstyrkupphæð 7 milljónum kr. „Eitt það mikilvægasta sem við getum gert til að efla læsi í landinu til framtíðar er að standa vörð um tungumálið okkar og tryggja aðgengi barna og ungmenna að bókum við þeirra hæfi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, við afhendinguna í dag, þar sem voru komnir saman höfundar og útgefendur verkanna sem hlutu styrki. Sjóðurinn er hýstur hjá Miðstöð íslenskra bókmennta sem sér alfarið um rekstur hans. Útgefendur sóttu um styrki til útgáfu 60 bóka en þær 20 sem hljóta styrki að þessu sinni eru af ýmsu tagi; langar textabækur fyrir ungmenni, myndríkar smábarnabækur og allt þar á milli. Styrkirnir nema frá 250-500 þúsund kr. hver. Ákveðið var að gefa sjóðnum nafn sem væri lýsandi fyrir hlutverk hans og tilgang. Fyrir valinu varð nafnið Auður. „Auður er nafn sem felur í sér ýmsar vísanir. Í okkar augum vísar Auður til hins raunverulega ríkidæmis þjóðarinnar og eins mesta fjársjóðs hennar, bókmenntanna,“ sagði Lilja í ræðu sinni við afhendinguna. „Að auki er Auður ímynd styrks og sjálfstæðis, áræðni og virðingar – það er ekki síst það sem við erum að kalla eftir í bókmenntum fyrir unga fólkið okkar,“ sagði mennta- og menningarmálaráðherra. Verkin sem hljóta styrki: •Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur. Útgefandi: Forlagið •Húsið í september (vinnutitill) eftir Hilmar Örn Óskarsson. Útgefandi: Bókabeitan •Þriggja heima saga #5 (titill ókominn) eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson, myndhöfundur Bergrún Íris Sævarsdóttir. Útgefandi: Forlagið •Kopareggið eftir Sigrúnu Eldjárn. Útgefandi: Forlagið •Ungfrú fótbolti 1980 (vinnuheiti) eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Útgefandi: Forlagið •Veröld vættanna - Bergrisinn vaknar eftir Margréti Tryggvadóttur, myndhöfundar M74. Studio (Guðmundur Bernharð og Silvia Pérez). Útgefandi: Reykjanes jarðvangur ses •Nei, nei, nei! eftir Birtu Þrastardóttur. Útgefandi: Angústúra •Randalín, Mundi og leyndarmálið eftir Þórdísi Gísladóttur, myndhöfundur Þórarinn M. Baldursson. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa •Nornasaga eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Útgefandi: Bókabeitan •Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur. Útgefandi: Forlagið •Nærbuxnaverksmiðjan 2 eftir Arndísi Þórarinsdóttur, myndhöfundur er Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson. Útgefandi: Forlagið •Miðbæjarrottan eftir Auði Þórhallsdóttur. Útgefandi: Skriða bókaútgáfa •Vigdís F. eftir Rán Flygenring. Útgefandi: Angústúra •Hvíti ásinn eftir Jóhönnu Sveinsdóttur. Útgefandi: Salka •Langelstur að eilífu Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Útgefandi: Bókabeitan •Álfarannsóknin eftir Bennýju Sif Ísleifsdóttur, myndhöfundur er Elín Elísabet Einarsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan •Fjallaverksmiðja Íslands eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Útgefandi: Forlagið •Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason. Útgefandi: Forlagið •Ys og þys út af ... ÖLLU! eftir Hjalta Halldórsson. Útgefandi: Bókabeitan •Leitin að vorinu (vinnuheiti) eftir Sigrúnu Elíasdóttur, myndhöfundur Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson. Útgefandi: Forlagið Bókmenntir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Tilkynnt var um fyrstu úthlutun úr nýjum barna- og ungmennabókasjóði í dag. Stofnun sjóðsins er liður í aðgerðaáætlun mennta- og menningarmálaráðherra um eflingu íslenskunnar og er ætlað að styrkja útgáfu vandaðs efnis fyrir yngri lesendur. Alls hlutu 20 verk styrki að þessu sinni og nemur heildarstyrkupphæð 7 milljónum kr. „Eitt það mikilvægasta sem við getum gert til að efla læsi í landinu til framtíðar er að standa vörð um tungumálið okkar og tryggja aðgengi barna og ungmenna að bókum við þeirra hæfi,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, við afhendinguna í dag, þar sem voru komnir saman höfundar og útgefendur verkanna sem hlutu styrki. Sjóðurinn er hýstur hjá Miðstöð íslenskra bókmennta sem sér alfarið um rekstur hans. Útgefendur sóttu um styrki til útgáfu 60 bóka en þær 20 sem hljóta styrki að þessu sinni eru af ýmsu tagi; langar textabækur fyrir ungmenni, myndríkar smábarnabækur og allt þar á milli. Styrkirnir nema frá 250-500 þúsund kr. hver. Ákveðið var að gefa sjóðnum nafn sem væri lýsandi fyrir hlutverk hans og tilgang. Fyrir valinu varð nafnið Auður. „Auður er nafn sem felur í sér ýmsar vísanir. Í okkar augum vísar Auður til hins raunverulega ríkidæmis þjóðarinnar og eins mesta fjársjóðs hennar, bókmenntanna,“ sagði Lilja í ræðu sinni við afhendinguna. „Að auki er Auður ímynd styrks og sjálfstæðis, áræðni og virðingar – það er ekki síst það sem við erum að kalla eftir í bókmenntum fyrir unga fólkið okkar,“ sagði mennta- og menningarmálaráðherra. Verkin sem hljóta styrki: •Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur. Útgefandi: Forlagið •Húsið í september (vinnutitill) eftir Hilmar Örn Óskarsson. Útgefandi: Bókabeitan •Þriggja heima saga #5 (titill ókominn) eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson, myndhöfundur Bergrún Íris Sævarsdóttir. Útgefandi: Forlagið •Kopareggið eftir Sigrúnu Eldjárn. Útgefandi: Forlagið •Ungfrú fótbolti 1980 (vinnuheiti) eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Útgefandi: Forlagið •Veröld vættanna - Bergrisinn vaknar eftir Margréti Tryggvadóttur, myndhöfundar M74. Studio (Guðmundur Bernharð og Silvia Pérez). Útgefandi: Reykjanes jarðvangur ses •Nei, nei, nei! eftir Birtu Þrastardóttur. Útgefandi: Angústúra •Randalín, Mundi og leyndarmálið eftir Þórdísi Gísladóttur, myndhöfundur Þórarinn M. Baldursson. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa •Nornasaga eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Útgefandi: Bókabeitan •Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur. Útgefandi: Forlagið •Nærbuxnaverksmiðjan 2 eftir Arndísi Þórarinsdóttur, myndhöfundur er Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson. Útgefandi: Forlagið •Miðbæjarrottan eftir Auði Þórhallsdóttur. Útgefandi: Skriða bókaútgáfa •Vigdís F. eftir Rán Flygenring. Útgefandi: Angústúra •Hvíti ásinn eftir Jóhönnu Sveinsdóttur. Útgefandi: Salka •Langelstur að eilífu Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Útgefandi: Bókabeitan •Álfarannsóknin eftir Bennýju Sif Ísleifsdóttur, myndhöfundur er Elín Elísabet Einarsdóttir. Útgefandi: Bókabeitan •Fjallaverksmiðja Íslands eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Útgefandi: Forlagið •Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason. Útgefandi: Forlagið •Ys og þys út af ... ÖLLU! eftir Hjalta Halldórsson. Útgefandi: Bókabeitan •Leitin að vorinu (vinnuheiti) eftir Sigrúnu Elíasdóttur, myndhöfundur Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson. Útgefandi: Forlagið
Bókmenntir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira