Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“ Sighvatur Jónsson skrifar 22. maí 2019 12:15 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Fréttablaðið/Anton Brink Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans hafa hagvaxtarhorfur breyst verulega frá síðustu spá bankans. Í stað hagvaxtar upp á 1,8% eins og gert var ráð fyrir í febrúar er nú spáð 0,4% samdrætti. Seðlabankinn gerir þó ráð fyrir hagvexti strax á næsta ári. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að eftir góð ár hafi þjóðarbúskapurinn orðið fyrir áföllum.Samdráttur er því hafinn og slaki er að myndast sem meðal annars birtist í fækkun starfa og meira atvinnuleysi.Kjarasamningar auðvelduðu vaxtalækkun Seðlabankastjóri sagði að nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi auðvelda bankanum að lækka vexti. Þrátt fyrir launahækkanir hafi niðurstaða samninga verið í betra samræmi við verðbólgumarkmið bankans en búist hafi verið við.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í Bítinu á Bylgjunni að stýrivaxtalækkunin hafi í för með sér að ráðstöfunartekjur fólks sem skuldi 30 milljónir króna í húsnæðislán með breytilegum vöxtum geti aukist um 150.000 krónur á ári. „Við fögnum þessu svo innilega enda hefur það verið eitt af okkar helstu baráttumálum um alllanga hríð, og ég hef lengi talað fyrir því að eitt brýnasta hagsmunamál heimilanna sé að ná hér tökum á því vaxtastigi sem við Íslendingar þurfum að búa við,“ sagði Vilhjálmur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, tekur í hönd Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, við undirritun kjarasamninga í byrjun apríl.Vísir/vilhelmDrífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir vaxtalækkunina í samræmi við væntingar verkalýðshreyfingarinnar við gerð hina svokölluðu lífskjarasamninga. „Það er alveg ljóst að við veðjuðum svolítið í þessum kjarasamningum á vaxtalækkanir og markmið okkar var að búa til tækifæri til þess. Þannig að þetta er samkvæmt áætlun.“ Drífa segir að ekki hafi verið þrýst á Seðlabankann með því að gera vaxtalækkun bankans að forsendum kjarasamninganna. Ánægjulegt sé að sjá að þetta undirlegg við samningana virki.Sigur fyrir lífskjörinÍ tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtalækkun Seðlabanka Íslands sé mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Vaxtalækkunin styrki lífskjarasamninga með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapi svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamninga. Vaxtalækkun Seðlabankans í dag er sögð marka skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar. Samtökin atvinnulífsins segja lækkunina vera sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna. Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans hafa hagvaxtarhorfur breyst verulega frá síðustu spá bankans. Í stað hagvaxtar upp á 1,8% eins og gert var ráð fyrir í febrúar er nú spáð 0,4% samdrætti. Seðlabankinn gerir þó ráð fyrir hagvexti strax á næsta ári. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að eftir góð ár hafi þjóðarbúskapurinn orðið fyrir áföllum.Samdráttur er því hafinn og slaki er að myndast sem meðal annars birtist í fækkun starfa og meira atvinnuleysi.Kjarasamningar auðvelduðu vaxtalækkun Seðlabankastjóri sagði að nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafi auðvelda bankanum að lækka vexti. Þrátt fyrir launahækkanir hafi niðurstaða samninga verið í betra samræmi við verðbólgumarkmið bankans en búist hafi verið við.Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í Bítinu á Bylgjunni að stýrivaxtalækkunin hafi í för með sér að ráðstöfunartekjur fólks sem skuldi 30 milljónir króna í húsnæðislán með breytilegum vöxtum geti aukist um 150.000 krónur á ári. „Við fögnum þessu svo innilega enda hefur það verið eitt af okkar helstu baráttumálum um alllanga hríð, og ég hef lengi talað fyrir því að eitt brýnasta hagsmunamál heimilanna sé að ná hér tökum á því vaxtastigi sem við Íslendingar þurfum að búa við,“ sagði Vilhjálmur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, tekur í hönd Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, við undirritun kjarasamninga í byrjun apríl.Vísir/vilhelmDrífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir vaxtalækkunina í samræmi við væntingar verkalýðshreyfingarinnar við gerð hina svokölluðu lífskjarasamninga. „Það er alveg ljóst að við veðjuðum svolítið í þessum kjarasamningum á vaxtalækkanir og markmið okkar var að búa til tækifæri til þess. Þannig að þetta er samkvæmt áætlun.“ Drífa segir að ekki hafi verið þrýst á Seðlabankann með því að gera vaxtalækkun bankans að forsendum kjarasamninganna. Ánægjulegt sé að sjá að þetta undirlegg við samningana virki.Sigur fyrir lífskjörinÍ tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtalækkun Seðlabanka Íslands sé mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Vaxtalækkunin styrki lífskjarasamninga með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapi svigrúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamninga. Vaxtalækkun Seðlabankans í dag er sögð marka skörp skil frá vinnubrögðum fortíðar. Samtökin atvinnulífsins segja lækkunina vera sigur fyrir lífskjör alls þorra landsmanna.
Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira