Evrópuþingskosningarnar: Stærstu lýðræðislegu alþjóðakosningar í heiminum Michael Mann skrifar 23. maí 2019 07:15 Í dag og næstu daga, 23.-26. maí, ganga hundruð milljóna Evrópubúa til kosninga og kjósa sér nýtt þing. Kjósendur allstaðar að úr Evrópusambandinu munu vega og meta frambjóðendur og stefnuskrár þeirra er þeir ganga að kjörborðinu og kjósa fulltrúa til að móta framtíð meginlandsins og hlutverk Evrópusambandsins í heiminum til margra ára. Evrópusambandið er einstakt verkefni sem byggir á friðsamlegri samvinnu landa sem trúa því að sameinuð standi þau sterkari að vígi. Þegar kemur að alþjóðlegum viðskiptasamningum, baráttunni gegn loftlagsbreytingum, og því að takast á við fólksflutninga eru ESB-löndin margfalt sterkari þegar þau deila fullveldi sínu og vinna saman. Þessi mikla lýðræðishátíð sýnir að andstæðingar sambandsins hafa rangt fyrir sér þegar þeir halda því fram að Evrópusambandið sé ólýðræðislegt og að borgarar þess hafi engin áhrif. Evrópuþingið er kjörið í beinni kosningu. Það ræðir löggjöf ESB, breytir henni og samþykkir síðan, ásamt með ráðherraráðinu, sem skipað er lýðræðislega kjörnum ráðherrum frá aðildarlöndunum 28. Þess má geta að kosningarnar skipta líka máli fyrir Ísland. Sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu innleiðir Ísland lög sem samþykkt eru á Evrópuþinginu.ESB vinsælla en áður Nú í aðdraganda kosninganna 2019 eru margir sem vilja grafa undan því sem Evrópusambandið hefur áorkað til þessa og jafnvel eyðileggja það. Til allrar hamingju þá eru slíkar skoðanir á öndverðum meiði við álit flestra, samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum sem sýna vaxandi stuðning við Evrópusambandið. Nýjasta Eurobarometer skoðanakönnunin sem gerð var fyrir Evrópuþingið sýndi að 62% ríkisborgara telja að Evrópusambandsaðild lands síns hafi verið til góðs, og tveir af hverjum þremur (68%) eru sannfærðir um að land þeirra hafi notið góðs af því að vera aðili að Evrópusambandinu. Þetta er besta einkunn sem ESB hefur fengið frá því 1983. Um 66% aðspurðra myndu kjósa með því að landið þeirra yrði áfram aðili að Evrópusambandinu sem og meirihluti fólks í öllum aðildarríkjum ESB. Aðeins 17% myndu íhuga að yfirgefa Evrópusambandið, og 17% voru óákveðin. En þó svo að þessar tölur séu uppörvandi, er mikið verk óunnið. Kosið um árangur Síðustu vikur hafa borgarar Evrópusambandsins kynnt sér hvernig og hvað Evrópusambandið gerir til þess að vernda þá, skapa ný tækifæri og sýna styrkleika Evrópusambandsins út á við. Kosningabaráttan hefur vakið athygli á þeim árangri sem næst á degi hverjum, í málefnum eins og baráttunni gegn hryðjuverkum, gegn undirboði á vörum og þjónustu, og í baráttunni fyrir því að netrisar sæti ábyrgð og virði persónuverndarlög. Á tímum fjölmargra áskorana hafa stofnanir Evrópusambandsins unnið hörðum höndum að því að tryggja góða þátttöku í kosningunum í ár. Það er mikilvægara en nokkru sinni áður að úrslitin endurspegli skoðanir sem flestra Evrópubúa. Sterkt, lýðræðislegt Evrópusamband er okkur öllum í hag. Evrópsku þingkosningarnar eru lykillinn að því að tryggja að sú verði raunin.Höfundur er sendiherra ESB á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Michael Mann Mest lesið Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag og næstu daga, 23.-26. maí, ganga hundruð milljóna Evrópubúa til kosninga og kjósa sér nýtt þing. Kjósendur allstaðar að úr Evrópusambandinu munu vega og meta frambjóðendur og stefnuskrár þeirra er þeir ganga að kjörborðinu og kjósa fulltrúa til að móta framtíð meginlandsins og hlutverk Evrópusambandsins í heiminum til margra ára. Evrópusambandið er einstakt verkefni sem byggir á friðsamlegri samvinnu landa sem trúa því að sameinuð standi þau sterkari að vígi. Þegar kemur að alþjóðlegum viðskiptasamningum, baráttunni gegn loftlagsbreytingum, og því að takast á við fólksflutninga eru ESB-löndin margfalt sterkari þegar þau deila fullveldi sínu og vinna saman. Þessi mikla lýðræðishátíð sýnir að andstæðingar sambandsins hafa rangt fyrir sér þegar þeir halda því fram að Evrópusambandið sé ólýðræðislegt og að borgarar þess hafi engin áhrif. Evrópuþingið er kjörið í beinni kosningu. Það ræðir löggjöf ESB, breytir henni og samþykkir síðan, ásamt með ráðherraráðinu, sem skipað er lýðræðislega kjörnum ráðherrum frá aðildarlöndunum 28. Þess má geta að kosningarnar skipta líka máli fyrir Ísland. Sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu innleiðir Ísland lög sem samþykkt eru á Evrópuþinginu.ESB vinsælla en áður Nú í aðdraganda kosninganna 2019 eru margir sem vilja grafa undan því sem Evrópusambandið hefur áorkað til þessa og jafnvel eyðileggja það. Til allrar hamingju þá eru slíkar skoðanir á öndverðum meiði við álit flestra, samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum sem sýna vaxandi stuðning við Evrópusambandið. Nýjasta Eurobarometer skoðanakönnunin sem gerð var fyrir Evrópuþingið sýndi að 62% ríkisborgara telja að Evrópusambandsaðild lands síns hafi verið til góðs, og tveir af hverjum þremur (68%) eru sannfærðir um að land þeirra hafi notið góðs af því að vera aðili að Evrópusambandinu. Þetta er besta einkunn sem ESB hefur fengið frá því 1983. Um 66% aðspurðra myndu kjósa með því að landið þeirra yrði áfram aðili að Evrópusambandinu sem og meirihluti fólks í öllum aðildarríkjum ESB. Aðeins 17% myndu íhuga að yfirgefa Evrópusambandið, og 17% voru óákveðin. En þó svo að þessar tölur séu uppörvandi, er mikið verk óunnið. Kosið um árangur Síðustu vikur hafa borgarar Evrópusambandsins kynnt sér hvernig og hvað Evrópusambandið gerir til þess að vernda þá, skapa ný tækifæri og sýna styrkleika Evrópusambandsins út á við. Kosningabaráttan hefur vakið athygli á þeim árangri sem næst á degi hverjum, í málefnum eins og baráttunni gegn hryðjuverkum, gegn undirboði á vörum og þjónustu, og í baráttunni fyrir því að netrisar sæti ábyrgð og virði persónuverndarlög. Á tímum fjölmargra áskorana hafa stofnanir Evrópusambandsins unnið hörðum höndum að því að tryggja góða þátttöku í kosningunum í ár. Það er mikilvægara en nokkru sinni áður að úrslitin endurspegli skoðanir sem flestra Evrópubúa. Sterkt, lýðræðislegt Evrópusamband er okkur öllum í hag. Evrópsku þingkosningarnar eru lykillinn að því að tryggja að sú verði raunin.Höfundur er sendiherra ESB á Íslandi
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun