Breytti Klaustursmálinu í myndasögu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2019 22:30 Þarna tekur Elísabet fyrir ummæli Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins um Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Mynd/Elísabet Rún Myndasaga um Klaustursmálið eftir íslensku listakonuna Elísabetu Rún birtist á vefritinu The Nib í gær. Hún túlkar þar ummæli Klaustursþingmannanna, og aðrar persónur og leikendur málsins, í myndum og setur málið í samhengi við sambærilega stjórnmálaskandala úti í heimi - allt á ensku. The Nib var stofnað árið 2013 en þar birtast daglega myndasögur og greinar um málefni líðandi stundar og hefur vefurinn farið ört stækkandi síðustu ár. Elísabet stundar nám í myndasögugerð í Frakklandi og segir það mikinn heiður að fá verk sín birt á vefnum. Elísabet rekur Klaustursmálið nokkuð ítarlega í myndasögunni, sem ber titilinn „Sex stjórnmálamenn ganga inn á bar“, og í henni má sjá helstu persónur og leikendur: m.a. sex þingmenn Miðflokksins sem ræddu saman umrætt kvöld, uppljóstrarann Báru Halldórsdóttur og fyrrverandi varaþingmanninn Freyju Haraldsdóttur, sem getið er í samtölum Miðflokksmanna.Elísabet Rún stundar nám í myndasögugerð í borginni Angoulême í Frakklandi.Mynd/AðsendFannst málið eiga erindi út fyrir Ísland Elísabet segist hafa mikinn áhuga á svokallaðri myndasögublaðamennsku og hefur unnið verkefni tengd slíku í skólanum, nú síðast myndasögu um nýja loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þennan áhuga hafi hún ákveðið að nýta í myndræna fréttaskýringu um Klaustursmálið. „Svo kom þetta mál upp í nóvember og ég, eins og flestir Íslendingar var mjög hneyksluð,“ segir Elísabet. „Ég fylgdist með og fannst eins og ég yrði að skrifa um þetta, og að þetta ætti erindi við aðra en bara Íslendinga.“ Elísabet stakk fyrst upp á umfjöllun um Klaustursmálið við ritstjóra The Nib í janúar. Þá hafi tekið við nokkuð langt ferli sem lauk svo loks með birtingu myndasögunnar á vefnum í gær. Tengdi við aðra skandala Aðspurð segist Elísabet ekki hafa orðið vör við mikil viðbrögð erlendis frá vegna myndasögunnar og umfjöllunarefnisins, enda hafi sagan bara birst í gær og þá sé ekki athugasemdakerfi á vefnum sem veiti annars innsýn inn í viðbrögð netverja. Ritstjórunum hafi þó fundist málið athyglisvert frá upphafi og lögðu til að Elísabet tengdi Klaustursupptökurnar við aðra sambærilega „skandala“. Og þar kenndi ýmissa grasa. „Í fyrsta lagi Trump, það lá beint við, upptökurnar úr Access Hollywood. Ég minnist líka á upptöku af frönskum fjármálaráðherra sem var með leynda reikninga í skattaskjóli og svo náðist upptaka af hollenskum þingmanni. Svo var líka atvik í Póllandi sem ég talaði aðeins um.“En hvað var erfiðast við að teikna og skrifa myndasöguna?„Það var eiginlega þegar ég var að lesa mér til um fleiri uppljóstranir og skandala, að sjá hvað það er mikið af slíku til, á öllum tímum frá upphafi.“ Myndasögu Elísabetar um Klaustursmálið má lesa í heild hér.Uppljóstrarinn Bára Halldórsdóttir í túlkun Elísabetar.Mynd/Elísabet rún Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Myndasaga um Klaustursmálið eftir íslensku listakonuna Elísabetu Rún birtist á vefritinu The Nib í gær. Hún túlkar þar ummæli Klaustursþingmannanna, og aðrar persónur og leikendur málsins, í myndum og setur málið í samhengi við sambærilega stjórnmálaskandala úti í heimi - allt á ensku. The Nib var stofnað árið 2013 en þar birtast daglega myndasögur og greinar um málefni líðandi stundar og hefur vefurinn farið ört stækkandi síðustu ár. Elísabet stundar nám í myndasögugerð í Frakklandi og segir það mikinn heiður að fá verk sín birt á vefnum. Elísabet rekur Klaustursmálið nokkuð ítarlega í myndasögunni, sem ber titilinn „Sex stjórnmálamenn ganga inn á bar“, og í henni má sjá helstu persónur og leikendur: m.a. sex þingmenn Miðflokksins sem ræddu saman umrætt kvöld, uppljóstrarann Báru Halldórsdóttur og fyrrverandi varaþingmanninn Freyju Haraldsdóttur, sem getið er í samtölum Miðflokksmanna.Elísabet Rún stundar nám í myndasögugerð í borginni Angoulême í Frakklandi.Mynd/AðsendFannst málið eiga erindi út fyrir Ísland Elísabet segist hafa mikinn áhuga á svokallaðri myndasögublaðamennsku og hefur unnið verkefni tengd slíku í skólanum, nú síðast myndasögu um nýja loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þennan áhuga hafi hún ákveðið að nýta í myndræna fréttaskýringu um Klaustursmálið. „Svo kom þetta mál upp í nóvember og ég, eins og flestir Íslendingar var mjög hneyksluð,“ segir Elísabet. „Ég fylgdist með og fannst eins og ég yrði að skrifa um þetta, og að þetta ætti erindi við aðra en bara Íslendinga.“ Elísabet stakk fyrst upp á umfjöllun um Klaustursmálið við ritstjóra The Nib í janúar. Þá hafi tekið við nokkuð langt ferli sem lauk svo loks með birtingu myndasögunnar á vefnum í gær. Tengdi við aðra skandala Aðspurð segist Elísabet ekki hafa orðið vör við mikil viðbrögð erlendis frá vegna myndasögunnar og umfjöllunarefnisins, enda hafi sagan bara birst í gær og þá sé ekki athugasemdakerfi á vefnum sem veiti annars innsýn inn í viðbrögð netverja. Ritstjórunum hafi þó fundist málið athyglisvert frá upphafi og lögðu til að Elísabet tengdi Klaustursupptökurnar við aðra sambærilega „skandala“. Og þar kenndi ýmissa grasa. „Í fyrsta lagi Trump, það lá beint við, upptökurnar úr Access Hollywood. Ég minnist líka á upptöku af frönskum fjármálaráðherra sem var með leynda reikninga í skattaskjóli og svo náðist upptaka af hollenskum þingmanni. Svo var líka atvik í Póllandi sem ég talaði aðeins um.“En hvað var erfiðast við að teikna og skrifa myndasöguna?„Það var eiginlega þegar ég var að lesa mér til um fleiri uppljóstranir og skandala, að sjá hvað það er mikið af slíku til, á öllum tímum frá upphafi.“ Myndasögu Elísabetar um Klaustursmálið má lesa í heild hér.Uppljóstrarinn Bára Halldórsdóttir í túlkun Elísabetar.Mynd/Elísabet rún
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira